Prentarinn - 01.12.1995, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.12.1995, Blaðsíða 3
Margmiðlun, ný sýn félag bókagerðar- manna Stjórn: Sæmundur Árnason, formaður Georg Páll Skúlason, varaformaður Svanur Jóhannesson, ritari Fríða B. Aðalsteinsdóttir, gjaldkeri, ísafoldarprentsmiðju Þorkell S. Hilmarsson, meðstjórnandi, Gutenberg Pétur Ágústsson, meðstjórnandi, Kassagerð Reykjavíkur Margrét Friðriksdóttir, meðstjórnandi, Prentþjónustunni I/arastjórn: María Kristinsdóttir Guðjón B. Sverrisson Sigrún Leifsdóttir, ísafoldarprentsmiðju Stefán Ólafsson, Frjálsri fjölmiðlun Kristbjörg Hermannsdóttir, Gutenberg Burkni Aðalsteinsson, Borgarprent Trúnaðarráð: Auður Atladóttir, ísafoldarprentsmiðju Axel Snorrason, Svansprent Bergþór Páll Aðalsteinsson, Akóplast Birgir Guðmundsson, Flatey Guörún Guðnadóttir, G. Ben. Eddu Gunnbjörn Guömundsson, Prentsm. Odda Hallgrímur P. Helgason, ísafoldarprentsmiðju Helgi Jón Jónsson, G. Ben. Eddu Hinrik Stefánsson, Prentsm. Odda Hjörtur Reynarsson, Morgunblaðinu Jón Úlfljótsson, Gutenberg María Kristinsdóttir Páll E. Pálsson, Offsetþjónustunni Snorri Pálmason, Morgunblaðinu Stefán Ólafsson, Frjálsri fjölmiðlun Stefán Sveinbjörnsson, Prentsm. Odda Þorvaldur Eyjólfsson, Plastprent Pórhallur Jóhannesson, Föng 1/aramenn: Arnkell B. Guðmundsson Elín Sigurðardóttir Guðjón B. Sverrisson Sigrún Leifsdóttir, ísafoldarprentsmiöju Þorkell S. Hilmarsson, Gutenberg Þorsteinn Veturliðason, Stapaprent Sæmundur Árnason Það sem efst er á baugi hjá bókagerðarfólki í dag er í hnotskum: Tæknimál, umræður um menntun, símenntun og hvernig tækniþróunin hefur fækkað atvinnutækifær- um. Það er augljóst að tækniframfarir halda áfram og hvergi í nokk- urri iðngrein er þróunin jafn ör og í prentiðnaði, ný forrit sjá dagsins ljós ótt og títt. Fram til þessa hafa fram- farirnar nær eingöngu verið í for- vinnslunni, en nú eru ýmis teikn á lofti um að óðum styttist í byltingu í prentuninni. Fyrir nokkmm ámm kom á markaðinn, það sem kallað hefur verið „beinlínuprentun", þ.e. að þegar blað hefur verið fullunnið í umbrotskerfum er það sent með ör- bylgju til móttöku og prentunar, jafnvel í öðru landi þar sem texti og myndir em settar beint á plötur er bíða auðar í prentvél. Tæknibylting- in sem orðið hefur í fjölmiðlun hef- ur fært ólíkar stéttir nær hverri annarri. Prentarar, blaðamenn, graf- ískir hönnuðir og auglýsingateikn- arar, vinna nær allir að sama mark- miði, að koma út fréttum og þekk- ingu, og stefna allir að sama vinnu- tæki, tölvu með mismunandi forrit- um. í stað þess að áður vann einn maður við hljóð, annar við mynd og sá þriðji við texta en hver í sinni tækni, kemur nú ný tækni „Marg- miðlun". Hvemig bregst stéttarfélag við slíkri þróun? Þráast það við og segir: Þetta er mitt, láttu kyrrt, þú mátt ekki? Slíkt gæti dugað skamma stund, en við prentiðnaðarmenn vit- um af áratugareynslu að sú aðferð dugar ekki, ef stífla á tæknina leitar hún að öðrum farvegi og stíflugerð- armenn sitja eftir með þurra stíflu. Á þessu ári og því síðasta, hefur orðið nokkur umræða innan félags- ins um samstarf og samvinnu við önnur stéttarfélög eða sambönd og í byrjun árs var allnokkuð samstarf við félög innan Samiðnar. í framhaldi af því samstarfi var athugað með aðild að Alþýðusam- bandi Islands, sem ekki reyndist fær þar sem lög þess gera ekki ráð fyrir félagi utan landssambanda. Eftir þá niðurstöðu var athugað með aðild að öðrum samböndum, kom þá fljótlega upp ný hugmynd, hvað með samband þeirra félaga er vinna við útgáfuiðnað og fjölmiðlun? Því hefur verið hugað að sam- starfi á þeim vetvangi sem þó er ekki nýr, því að þeir sem á dagblöð- unum vinna og sitja hlið við hlið þekkja mæta vel hver annan, prent- arar, blaðamenn og grafískir hönn- uðir. Fyrsti vísir að slíku samstarfi er hafinn, en þessi félög eru öll aðil- ar að Starfsmenntafélaginu sem stofnað var i síðasta mánuði, en það einbeitir sér að menntunarmálum. Við sem erum í forystu þessarra þriggja félaga höfum ákveðið að setja í gang frekara samstarf og sam- vinnu. Athyglinni verður í fyrstu beint að, tæknimálum, kjaramálum, endur- og símenntun. Desember 1995. jakob Jólabókasveirminn snýr á bóksala. I-----------------------------1 PRENTARINN 4/95 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.