Prentarinn - 01.12.1995, Page 6

Prentarinn - 01.12.1995, Page 6
átt sér stað umtalsverð þróun í rétta átt og hann hefur mikla trú á þeirri verkefnaáætlun sem kennaramir og hann unnu í sameiningu árið 1994. „En hana þarf að framkvæma eigi hún að hafa áhrif," segir Geert. Helstu ábendingar Geerts Allermand felast í því að: • styrkja stjóm hópsins; • koma á þróunarhópum starfsgreinarinnar og skólans varðandi tilteknar úrbætur (þróun kennsluefnis, ný tækni o.s.frv.); • leita eftir utanaðkomandi aðstoð til að vinna með ímynd deildarinnar og upplýs- ingastarf; • koma á sameiginlegri þróunarvinnu skóla og starfsgreinar um nánari tengingu þess- ara tveggja hliða menntastarfseminnar (gmnnmenntun - endurmenntun). Að lokum segir Geert: „Ég tel nauðsynlegt að styrkja stjómun deildarinnar og ef til vill fá utanaðkomandi aðstoð til að vinna með teymisbyggingu (hvað varðar vinnu hópsins jafnt í sem utan eiginlegrar kennslu, ákvörðunarferli, taka á sig ábyrgð, fylgja ákvörðunum eftir o.fl.)." FRAMHALDIÐ Hér á undan hef ég gert grein fyrir þeirri úttekt sem gerð hefur verið á tilraunanámi í bókiðn- greinum og þeim tveimur skýrslum sem skrif- aðar hafa verið í tengslum við hana. Ég hef ekki gert tilraun til að lýsa skoðunum mínum til þeirra atriða sem fram koma, en meira og minna tekið upp úr skýrslunum það sem þar stendur á eins hlutlægan hátt og mér er unnt. I desember þarf að ræða betur þessar niðurstöð- ur og ákveða hvemig staðið verður að áfram- haldi tilraunarinnar, en þeirri vinnu þarf að vera lokið fyrir áramót. Þær skýrslur sem hér hefur verið rætt um eru opinber plögg og geta þeir sem áhuga hafa nálgast þær á skrifstofum Félags bókagerðar- manna eða Samtaka iðnaðarins. Vantar prentara? Prentara vantar! Námsfúsir bókagerdarmenn í Skaraborg talið f. v.: Marie Laveryd, Lars Elvelind, Heikki Huotari, Carola Ahlström, Magnús Einar Sigurðsson og Tom Enhorn. Ljósm.: Bo Elvfing. Magnús Einar Sigurðsson, fyrrum formaður FBM hefur dvalið í Svíaríki um árabil. Hann hefur ekki haft atvinnu nú undanfarið og hef- ur að sjálfsögðu látið til sín taka varðandi fé- lagsmálin á meðan. Hann hefur ásamt félög- um sínum í Skaraborgarléni komið á hagnýtu námi fyrir atvinnulausa bókagerðarmenn. Fyrir tveimur ámm var haldið slíkt námskeið í prentsmíði og 26 félagar tóku þátt í því. Að því loknu fengu flestir vinnu við fagið eða í skyldum störfum. Nú er í gangi námskeið í prentun, sem Magnús er þátttakandi í, og stendur yfir í sex mánuði. Náminu er þannig háttað að tvo daga í viku em nemendur í bók- legu námi í skóla og þrjá daga vikunnar í starfsþjálfun í prentsmiðjum. Allir nemamir hafa fyrir starfsreynslu úr bókagerð á öðmm sviðum. Þetta hefur vakið nokkra athygli í Svíþjóð og birtist m.a. greinarstúfur í Sænsku grafíu nú fyrir skömmu, í framhaldi af því sló ég á þráðinn til Magnúsar og spurði hann hvemig gengi: Jú takk, mér gengur ágætlega, er í starfs- þjálfun í fyrirtæki sem prentar mikið auglýs- ingar, tímarit og einnig BÆKUR líka allt i fjór- lit. Það er ágætt en hávaðinn er meiri en ég á að venjast. Það hefur gengið bærilega hjá hin- um nemunum og tveir þeirra em í starfsþjálf- un í prentsmiðjunni sem ég vann í þegar ég kom út. Þar er prentað mikið af eyðublöðum. Töluvert prenta þeir fyrir Frakka en þeir eiga sjálfsagt met í bírokratisma, sum eyðublöðin eru allt uppí 13 eintök! sjálfkalkerandi. Við höfum svokallaðan menntunarstyrk sem er samsvarandi atvinnuleysisbótum þ.e. 80% af launum á meðan við emm að nema og eins fá þeir sem þurfa að ferðast langt ákveðinn ferðastyrk. Við heimsóttum IMT Rannsóknarstofnun prentiðnaðarins í Stokkhólmi og einnig Sun Chemical (áður Grafisk fárg) og þar fengum við góða innsýn í gæðaeftirlit og kynntumst IS0 9000. Þetta byrjaði allt saman þegar við hjá Skaraborgardeildinni óskuðum eftir að fá þetta námskeið og töldum þörf á prentumm á svæðið. Komið hafði í ljós áður að illa gekk að fá prentara á svæðinu og auglýsingar fyrir- tækja bám ekki árangur. Við fengum grænt ljós frá atvinnumálanefndinni á staðnum og gengum í að semja við Prenttæknistofnun (GMU) um að halda námskeiðið. En áður vor- um við búin að semja við nokkrar prentsmiðj- ur um að taka fólk í starfsþjálfun. A seinni stigum komu svo atvinnurekendur inní málið og úr varð þetta fína námskeið. í upphafi voru 12 nemendur en nokkrir hafa látið freistast af tilfaliandi störfum, með- al annars í kirkjugarðinum, leigubílaakstur og því hætt námi. Nemamir em nokkuð vongóð- ir um að fá starf að námskeiðinu loknu og segja að sá sem hættir í þessu námi hafi ekki nokkra trú á framtíð prentiðnaðarins. GPS 6 PRENIARIMi 4/95

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.