Prentarinn - 01.01.1998, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.01.1998, Blaðsíða 10
Um atvinnuleysi Umkomulausasti liópur íslenskra þjóðfélagsþegna er án efa þeir atvinnulausu. Málsvarar þeirra eru nánast engir neina verkalýðs- félögin og eiga þau þar þó ekki öll óskilið mál. Algjör fyrirlitning ráðamanna þjóðarinnar á hinum atvinnu- lausu verður sífellt grimulausari. Því er þess ekki að vænta að embættismenn bæði ráðuneytis og vinnumálaskrifstofu og margir starfsmenn vinnumiðlana, sem lengi hafa reynt að brjóta atvinnulausa niður með framkomu og túlkun laga og reglugerða, breyti sínum háttum. Framkvæmdin hefur verið slík og einnig setning þessara laga og reglu- gerða að engu er líkara en atvinnu- lausir séu óvinir þjóðarinnar númer eitt og nauðsyn beri til að þeir skilji það. Það er ekki einfalt mál að verða allt í einu óþarfur í þjóðfélaginu þó að ekki bætist við að vera til óþurft- ar. Það er von að menn velti fyrir sér hugmynd Áma læknis Bjömssonar um úreldingu. Tortryggni og grimmd Tortryggni yfirvalda er og hefur verið slík að engu er líkara en þau álíti að atvinnulausir séu upp til hópa misindismenn. Ákvæðið um vikulega stimplun hefur verið lengi í lögum og framkvæmd þess ákvæðis er dæmigert um hrokafulla fram- komu við atvinnulausa. Ef þeir láta ekki stimpla sig á réttum degi eru þeir sviftir bótum í viku þó að það tímabil eftir árs atvinnuleysi né hvaða hugmyndir voru um það hvemig viðkomandi átti að lifa það af. Jákvæða hliðin á þessu ákvæði var tilboðið um námskeið sem eyddu bótalausa tímabilinu, en nei- kvæða hliðin var þvingunin til þess þar sem meiri árangri hefði mátt ná með samstarfi við hina atvinnu- lausu. Þá hefði hver og einn getað fengið námskeið við sitt hæfi fremur en að sækja námskeið til þess eins að losna við bótalausa tímabilið. Á námskeiði í mannlegum samskiptum sem ég sótti sagði kennarinn að allir ættu rétt á að gera mistök, enginn væri svo fullkominn að það kæmi ekki einhvemtíma fyrir. En þrátt fyrir þessa kennslu á námskeiðum á vegum Atvinnuleys- istryggingasjóðs er Ijóst að þegar menn eru orðnir atvinnulausir missa þeir þennan rétt að mati embættis- mannakerfisins og mistök eins og þau að gleyma að stimpla sig varða missi fjórðungs mánaðarbóta. Slík viðurlög við mistökum munu ekki algeng í atvinnulífinu. Einangrun og sárindi I sumar féll út úr lögum ákvæðið um bótalausu tímabilin en þá var líka kippt burtu námskeiðunum. uppsagna og tillitsleysis við þau tækifæri. Einkum var það eldra fólk sem hafði unnið lengi hjá sama aðila og taldi sig hafa skilað góðu verki. Eg minnist rúmlega sextugrar konu á einu námskeiðinu sem sagðist hafa unnið í 38 ár í Landsbanka og Seðlabanka. Nú bjó hún ein á atvinnuleysisbótum og var mjög sár því hún þóttist hafa skilað vel sínu verki. Svipuð tilfelli voru mörg. Hefur nokkur heyrt um bankastjóra sem ætlað hefur verið að lifa á atvinnuleysisbótum? Eg býst ekki við því. Þó geta þeir og margir aðrir atvinnurekendur með köldu blóði hent gömlum starfsmönnum út í fyrirsjáanlegt atvinnuleysi. Stundum geta starfsmenn að vísu verið óhæfir til vissra starfa en það er ætíð löngu komið í ljós áður en þeir eru búnir að vinna áratugi á sama stað. Einnig er nokkuð af fólki á atvinnuleysis- skrá sem þarf stuðning félagsmála- stofnana, en gæti unnið með slíkum bakstuðningi. Vonandi bæta hinar nýju starfsleitaráætlanir stöðu þess. Tækniframfarir og hagræðing Þó að tækniframfarir gefi stundum möguleika á fækkun starfsmanna hjá fyrirtækjum má spyrja hvort það Ef atvinnulausir láta ekki stimpla sig á rétt- um degi eru þeir sviftir bótum í viku þó að það hafi hvergi staðið í lögum og sé aðeins túlkun embættismanna hafi hvergi staðið í lögum og sé aðeins túlkun embættismanna. Það er alveg sama hvort ástæðan er tafir í umferð, gleymska eða önnur mannleg mistök, embættismanna- kerfið framfylgir þessari starfsreglu sinni af fullkomnu tillitsleysi og fantaskap. Ekki veit ég hvaða mannvits- SIG U R Ð U R brekku datt í hug að taka upp í lög FLOSASON ákvæðið um átta vikna bótalaust I staðinn komu inn ákvæði um starfsleitaráætlanir sem gætu verið góðar í höndum þeirra sem ekki eru haldnir hroka og fordómum gagnvart atvinnulausum. Námskeiðin voru mikilvægur þáttur í því að rjúfa félagslega einangrun fólks sem missti vinnuna og höfðu því meira gildi en varðaði námsefnið. Oft heyrði ég á þessum námskeiðum sárindi fólks vegna sé réttlátt að atvinnurekendur einir hafi hag af þeim en starfsmenn njóti þeirra í engu. Hversvegna eiga ekki tækniframfarir fremur að auðvelda vinnu starfsfólks, stytta vinnutíma þess og hækka laun eins og þær í flestum tilfellum auka arð atvinnu- rekenda? Tískuorð þessa áratugar eru einkavæðing, hagræðing og spamaður og þau tákna sjaldan nokkuð annað en uppsagnir og oft 1 0 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.