Prentarinn - 01.01.1998, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.01.1998, Blaðsíða 6
■ ■ ■ RITHOFUNDURINN Hjartanlegur hávadi - mér er ekki hjartanlega sama um þennan hávaða að er hávaðinn úr vélunum sem sannfærir mig um að þetta sé rétti staðurinn. Þessi dynjandi hávaði einsog úr hjarta, hjarta sem hefur svo mikið að segja, hjarta sem berst við að tjá sig og koma því til skila sem fyrir innan býr. Því það er þaðan sem þetta kemur allt þegar öllu er á botninn hvolft. Ærandi hávaði, dynjandi taktur, sláttur, innsog, taktfastar hreyfingar. Og svo allir vökvamir, prentsvertan, staðurinn og vélarnar, allt getur orðið svo myndlistar- lega kámugt, sveitt og gljáandi. Líka fólkið sem vinnur þarna, og pappírinn, pappír sem vélamar gleypa hráan og skila prentuðum á öðrum stað. Kannski einsog skáldskapurinn; umbreyting, hugmynd kemur til manns og maður veltir henni fyrir sér í vélum hugans í langan tfma, þangað til hún streymir út úr líkamanum. Og lyktin... lykt af vélum og pappír og vökvum. Og svo heyrir maður ekkert, en horfist í augu og les af vömm og hækkar róminn, þenur lungun; jafnvel til að skiptast á venjulegustu athugasemdum... hvað segirðu...hvernig gengur...góðan daginn. Svo fínnur maður sér einhverstaðar afdrep, fær sér kaffi, jafnvel sígarettu... og matarkex. Og lendir í þessum alvöm íslensku samræðum með blöndu af gálgahúmor, þögnum, fréttaflutningi, sögum, pólitísku háflæði, í rauninni allt þetta sem við erum alltaf að prenta. Kannski eram við bara að prenta það sem fram fer í kaffistofunum. Ég hef sniglast einsog grár köttur í prentsmiðjum síðan ég var krakki, fyrst með foreldmm mínum, sem bæði hafa verið starfandi blaðamenn, og þeir urðu strax hálfgerðir huldumenn þessir prentar- ar, mennirnir sem pössuðu vélamar og þorðu að vera svona nálægt og einhvemveginn samofnir vélunum í salnum. Og þegar við fluttum af Seltjarnamesinu og í Vesturbæinn, urðum við nágrannar Prentsmiðjunnar Odda. Við systkinin snigluðumst líka þar um allar hæðir, nöppuðum umbúðum utan af pappírsströng- um og breyttum í báta sem við sigldum í garðinum heima. Og alltaf þessi lykt og þessi hávaði. Allt svo framandi. Þegar ég fór loks að gefa út bækur, eftir að hafa aftekið það með öllu, ég hafði nefnilega svo stórar hugmyndir, mér fannst bækur hálf gamaldags og ég vildi altjént hafa þær annaðhvort hringlaga eða í kálfskinni. í mínum augum vom bækur úrelt form til að koma list á framfæri. En svo braut ég odd af oflæti mínu og fór með mitt fyrsta ljóðabókarhandrit í Prentsmiðju Áma Valdemarssonar, þar sem ég féll fyrir hinum hlýju og flugelsku bræðrum Þorgeiri heitnum og Haraldi. Bókin var auðvitað innbundin og þá kynntist ég því strax sem er svo heillandi við prentsmiðjur og það er að þukla pappír, velta fyrir sér leturtegundum, brotinu, saurblöðunum, og áhrifum þessa alls á sálarlífið. Stundum sér maður þetta einsog skot, stund- um stofnar maður geðheilsu sinni í hættu með eilífum vangaveltum. Nú eða þá samstarfinu. Það er líka samstarfið sem heillar mig. Þegar ég gaf út aðra bók mína hafði ég fengið þá flugu í höfuðið að það yrði að skera uppúr henni, einsog ég hafði séð afana mína gera við skrifborðin sín. Það virkaði á mig sem krakka sem leyndardómsfull athöfn. Þegar ég bar þetta undir Þorgeir, skemmti hann sér yfir hugmyndinni og spurði hvort ég vildi ekki barasta líka hafa bókina trukkprentaða. Nýtt orð! Jibbí. Trukkhvað? Jú, blýsetta og trukkprentaða. Og ég var ekki betur að mér en það að ég vissi ekki mun á offseti og trukki. Ég veit um fína karla í Kópavogi, sagði Þorgeir, sannkallaðir listamenn, þú ættir að tala við þá. Mér fannst þetta aðdáunarvert: Að geta bent á einhvern annan. Þó ég hafi ekki verið með mikil umsvif, hefði honum verið í lófa lagið að telja mér hughvarf til að fá sinn bissniss. En þetta var upphafið á samstarfi mínu við karlana í Prentbergi, sem mér skildist að væm svo miklir sérviskupúkar að þeir ættu yfir að ráða nær einu trukkprentvélinni og blýsetningarvélinni á fslandi. Ég kolféll fyrir þeim og gömlu vélunum. Enda var bókin mín sem ég, einn minnsti útgefandi á íslandi gaf út, kosin ein fegursta bókin það árið af prentfræðingum. Ég var ekkert smá montin. Það er líf í tmkkinu. Og ég skynjaði fljótt ákveðna nostalgíu hjá prentiðnaðarmönnum þegar það barst í tal. Það er þetta sanna handverk, með fullri virðingu fyrir offsetinu. Seinna prentuðu þeir Óskar, Eddi og félagar í Prentbergi, Galdrabók Ellu Stínu, og um leið og ég hef kynnst prentsmiðjulífinu má ekki gleyma pappírsinnflutningsfyrirtækjunum og bókbandsverksmiðj- unni hans Einars, Bókfelli, hinu metnaðarfulla Oddaskrímsli með halarófumar sjö og ísafoldarprentsmiðju, en þar fékk ég prentaða ljóðabók, mér fannst það líka svo sniðugt út af nafninu og aldrinum. Það endaði auðvitað með því að ég stofnaði mitt eigið útgáfuforlag: Viti menn, en þegar ég ákvað aftur að brjóta odd af oflæti mínu og Halldór bauð mér að gefa út hjá Mál og Menningu, saknaði ég þess að koma ekkert í prentsmiðjuna. Ég vissi ekki hvemig mennimir litu út sem prentuðu sögurnar mínar þó ég hefði getað gert mér ferð þangað. Ég stakk upp á tmkkprentun, en það var ekki tekið til greina, það þykir svo dýrt. Ég hef hinsvegar þá skoðun að bækur verði að vera fallegar og sérstakar og mig dreymir um að gefa út bók, þar sem prentað er á servíettur og fiðrildapappír og furðumiða, sýnishomapappír, jafnvel flugmiða. Ég er með handritið tilbúið, það eru auðvitað ástarljóð, heill bálkur og ef einhver er til í að prenta það, sem les þessi orð, þá er ég til. Við höfum nefnilega ekkert breyst síðan við vorum böm, það er ekki bara sagan sem skiptir máli, heldur líka hvemig hún er sögð, og bókin er hluti af því að segja söguna. Bókin sjálf, útlitið. Prentunin, letrið, pappfrinn. Þetta byrjar í þögn, nær hámarki í hávaða og endar í hljóði. Og það verður að vera eitthvað fallegt utanum það allt saman. ■ Elísabet Jökulsdóttir 6 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.