Prentarinn - 01.01.1998, Blaðsíða 20
■ ■ ■ FELAGSMAL
Ráðstefna um heilsufar kvenna
á vegum nefndar skipaðri af heilbrigðisráðherra
Bœði hér á landi
og víðar um hinn
vestrœna heirn
hafa kornið fram
vísbendiitgar um
að líðan kveitna
sé ekki eins góð
og œtla mœtti
þrátt fyrir að á
síðustu árum hafi
orðið jákvœðar
breytingar á
lífsháttum. Þar
að auki bendir
margt til þess að
löng meðalœvi
íslenskra kvenna
segi ekki alla
sögtuta varðandi
líðan þeirra.
INGIBJÖRG
SVERRISDÓTTIR
Að niðurlotum komnar
Er þá helst horft til þess að stórir
hópar kvenna axla mikla ábyrgð í
daglegum störfum og bera megin-
ábyrgð á störfum sem tengjast
'heimilinu og umönnun barna. Til að
varpa ljósi á þá þætti sem einkenna
líðan kvenna skipaði heilbrigðis-
ráðherra nefnd árið 1995. Nefndinni
var falið að kanna breytingar á
heilsufari kvenna og koma með
tillögur um úrbætur væri talin þörf á
því. Vinnuhópurinn skilaði rann-
sóknarniðurstöðum nú rétt eftir
áramótin og lauk þessum þætti
starfsins með útgáfu á veglegu riti
til kynningar á niðurstöðunum. Auk
þess var efnt til ráðstefnu þar sem
helstu áhrifsþættir varðandi líf og
heilsu kvenna voru kynntir af
framsögumönnum með sérþekkingu
á hverju sviði. Ráðstefnugestum var
gefinn kostur á að leggja til umræð-
unnar og bera fram fyrirspumir.
A annað hundrað manns, aðallega
konur, sóttu ráðstefnuna sem var í
alla staði hin fróðlegasta.
Til gamans má geta þess að á
svipuðum tíma hafði dugnaðarkona
nokkur skrifað grein í Morgunblaðið
þar sem hún lýsti því að ofurkonan
væri að niðurlotum komin. Greinin
vakti mikla athygli og aðframkomna
ofurkonan varð samnefnari fyrir
niðurstöður nefndarinnar. Tvöfalt
vinnuálag undanfarinna ára og sú
streita sem fylgir því að sameina
atvinnuþátttöku, heimilisstörf og
umönnun bama er farin að setja
mark sitt á heilsu og líðan kvenna.
En hvort sem það er um að kenna
streitu og tímaskorti búa konur sér
sjálfar ekki blíðari skilyrði til heilsu-
samlegs lífemis þrátt fyrir vakningu
undanfarinna ára. Neyslutengdir
sjúkdómar, hjarta- og æðasjúkdóm-
ar, auk krabbameins, eru helsta
dánarorsök kvenna. Kalk- og D-
vítamínneysla sem kemur í veg fyrir
beinþynningu, eina aðalorsök
sjúkrahúsinnlagna aldraðra kvenna,
er ekki nægileg. Hugarfar og sjálfs-
ímynd kvenna er niðurrífandi og
tíðni þunglyndis há.
Meðalævin og reykingar
Hér á landi sem og annars staðar er
meðalævi kvenna lengri en karla og
fram til þessa hefur meðalævi
íslenskra kvenna verið hvað lengst í
heiminum. A þessu hefur orðið
breyting undanfarin ár. Konur í
ýmsum löndum eru nú með lengri
meðalævi en þær íslensku og meðal-
ævi íslenskra karla hefur lengst
hlutfallslega meira en meðalævi
íslenskra kvenna. Meðalævin hefur
verið að lengjast síðustu tuttugu árin
en dánartíðni aldurshópa 45-49 ára
hefur staðið í stað og dauðsföllum
vegna illkynja æxla fjölgað, hlut-
fallslega meira meðal kvenna. Em
íslenskar konur með hæstu dánar-
• Konur leita oftar
til læknis.
• Konum er ávísað
meira af lyfjum.
• Konur gangast oftar
undir rannsóknir á
sjúkrahúsum.
• Konur leita oftar
óhefðbundinna
lækninga.
• Konur eru þung-
lyndari.
• Konur eiga nánast
einar í sjálfseyðandi
sjúkdómum s.s.
anorexiu og búlimiu.
• Konur eiga erfitt
með að bera upp við
lækna feimnismál á
borð við þvagleka og
fæðingarþunglyndi.
• Konur sem búa við
heimilisofbeldi leita
oft til heilsugæslu-
stöðva en undir öðru
yfirskini og með-
ferðin er iðulega
róandi lyf eða
svefnlyf.
tíðni af völdum lungnakrabbameins
meðal kvenna í Evrópu. Þessa aukn-
ingu má rekja beint til reykinga.
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sókna á vegum krabbameinsfélags-
ins standa konur virkilega jafnfætis
körlum þegar kemur að daglegum
reykingum. Því til viðbótar gengur
konum ekki eins vel að hætta að
reykja, auk þess sem nýjustu rann-
sóknir benda til þess að reykingar
séu skaðlegri konum en körlum.
A undanfömum árum hefur
tóbaksiðnaðurinn reynt að ná
sérstaklega til kvenna gegnum
auglýsingar með því t.d. að fram-
leiða grannar sígarettur með minna
nikótínmagni. Þannig hafa framleið-
endur mætt aukinni þekkingu fólks á
skaðsemi reykinga. I auglýsingum
er teflt fram kvenímynd sem talin er
eftirsóknarverð meðal kvenna og
ungra stúlkna. Að vera fullorðin,
vinsæl, eftirsóknarverður félagi,
sjálfstæð, kvenleg, kynþokkafull
og grönn.
Þeir þættir sem helst virðast
viðhalda reykingum kvenna eru að
þær hafa áhrif á efnaskipti líkamans
og það hefur sýnt sig að reykinga-
fólk er að meðaltali léttara en þeir
sem ekki reykja. Neikvæðir sál-
fræðilegir þættir eins og depurð,
streita, einmanaleiki, innri reiði og
vonbrigði eiga þátt í að viðhalda
reykingum. Neikvæð upplifun hvers
konar veldur því að konur sem hætt
hafa reykingum byrja aftur. Bent
hefur verið á að þær konur sem telja
sig geta haft áhrif á eigið líf og
heilsu reykja síður en konur sem
finnst þær hafa litla stjórn á lífi sínu.
Persónuleikaþættir eins og lítil
sjálfsvirðing, lítið sjálfstraust og
léleg sjálfsmynd eru áhrifaþættir.
Reyklaus dóttir
Öflugustu forvamir gegn reykingum
og til uppbyggingar sjálfstrausts,
jákvæðrar sjálfsímyndar og
heilbrigðs lífemis er ástundun
íþrótta. Hér má taka fram að margt
annað en íþróttir kemur til greina
svo sem tónlistamám eða aðrar
20 ■ PRENTARINN