Prentarinn - 01.01.1998, Blaðsíða 18
■ ■■ FÉLAGSMÁL
Sameinaði lífeyrissjóðurinn
Stofnun séreignardeildar
Traust staða
Sameinaða
lífeyrissjóðsins í
árslok 1997
þrátt fyrir mikla
aukningu
lífeyrisréttinda.
Rekstrarárið
1997 erfyrsta
heila árið
í rekstri sjóðsins
eftir að endan-
legri sameiningu
fimm lífeyris-
sjóða við sjóðinn
fór fram
1. apríl 1996.
Mikil aukning iðgjalda
og góð raunávöxtun
sjóðsins á árinu 1997
Iðgjaldatekjur sjóðsins jukust um
15,7% á milli áranna 1996 og 1997.
Raunávöxtun þegar tillit hefur verið
tekið til hækkunar neysluverðsvísi-
tölu var 8,4% og hrein raunávöxtun,
þegar tillit hefur verið tekið til
rekstrarkostnaðar var 8,2% í saman-
burði við 8,0% árið áður. Kostnaður
í hlutfalli við eignir nam 0,1 %.
Lífeyrisgreiðslur á árinu 1997 voru
720,5 millj. kr. og jukust um 13,4%
á árinu bæði vegna fjölgunar
lífeyrisþega og hækkunar lífeyris-
greiðslna l.júlí 1997. Lífeyris-
greiðslur sjóðsins fylgja almennt
hækkun vísitölu neysluvöruverðs,
sem hækkaði um 1,8% milli áranna
1996 og 1997.
lífeyrissjóÖurinn
Hækkun lífeyrisréttinda
1. júlí 1997
Hinn 1. júlí 1997 varreglum við
útreikning elli- og örorkulífeyris
breytt þannig að stuðull við útreikn-
ing ellilífeyris hækkaði úr 1,4 í 1,5
eða 7,1% við 67 ára aldur og stuðull
til útreiknings örorkulífeyris hækk-
aði með sama hætti. Þessi aukning
réttinda kostaði 2,7 milljarða króna.
Nýjar matsaðferðir
við útreikning lífeyris-
skuldbindinga
Við tryggingafræðilega úttekt á
sjóðnum í árslok 1997 voru teknar í
notkun nýjar útreikningsreglur m.a.
nýjar töflur um lífaldur, sem sýna að
lífaldur karla hefur hækkað verulega
á síðustu 5 árum. Matsreglur þessar
hafa verið settar sameiginlega af
félagi tryggingastærðfræðinga og
samtökum lífeyrissjóða. Kostnaðar-
auki sjóðsins vegna þessa er
1,65 milljarðar króna.
Góð staða þrátt
fyrir mikla aukningu
skuldbindinga
Þrátt fyrir að skuldbindingar sjóðs-
ins hafi aukist annars vegar vegna
aukningar á lífeyrisréttindum og
hækkun lífeyrisgreiðslna 1. júlí
1997 og hins vegar vegna þess að
kostnaður við greiðslu ævilangs líf-
eyris hefur aukist verulega er staða
sjóðsins góð. Vegna góðrar ávöxtun-
ar sjóðsins á hann þrátt fyrir allt
verulegar eignir umfram skuldir.
Eignir sjóðsins umfram skuldbind-
ingar í árslok 1996 námu 1,6 millj-
örðum króna og í árslok 1997
1,8 milljörðum króna. Sú rekstrar-
hagræðing sem orðið hefur með
sameiningu 7 lífeyrissjóða í Samein-
aða lífeyrissjóðnum er nú þegar
farin að skila sér og á enn eftir að
gera það á næstu árum.
Stofnun séreignar-
deildar við sjóðinn
20. janúar 1998
Við stofnun Sameinaða lífeyris-
sjóðsins 1992 var ákveðið að sjóður-
inn gæfi sjóðfélögum sínum kost á
því að auka lífeyristryggingar sínar,
annars vegar með því að greiða til
séreignardeildar og hins vegar með
því að bjóða upp á líftryggingar.
Akvæði þess efnis að stofna
séreignardeild var samþykkt á
aðalfundi sjóðsins 1993 en fjármála-
ráðuneytið neitaði að staðfesta
breytingar á reglugerð sjóðsins til
Aðalfundur
sjóðsins
verður haldinn
18. maí nk.
Lífaldur karla
hefur hækkað
verulega
á síðustu
5 árum
samræmis við það. Eftir árangurs-
laus fundarhöld með fjármálaráðu-
neytinu ákvað sjóðurinn að leita
álits Umboðsmanns Alþingis á laga-
legri stöðu ráðuneytisins að synja
sjóðnum um stofnun slíkrar deildar.
Hinn 8. janúar 1998 skilaði Um-
boðsmaður áliti sínu þar sem skýrt
kemur fram að ráðuneytinu hafi ekki
verið þetta heimilt. f kjölfar þessa
ákvað sjóðurinn að óska enn á ný
eftir staðfestingu ráðuneytisins á
starfrækslu séreignardeildar við
sjóðinn og staðfesti ráðuneytið
stofnun séreignardeildar við sjóðinn
20. janúar 1998 og tók hún þá sam-
dægurs til starfa. Séreignardeildinni
er ekki ætlað að koma í stað sam-
tryggingar sjóðsins heldur er hún
hugsuð sem góð viðbót. Sérstaklega
hjá þeim sem vilja draga úr vinnu
áður en þeir ná ellilífeyrisaldri eða
ef sjóðfélagar vilja hafa ríkulegri
ellilífeyri fyrstu árin eftir að taka
ellilífeyris hefst.
Aöalfundur
sjódsins 18. maí nk.
Aðalfundur sjóðsins verður haldinn
18. maí nk. A fundinum verður gerð
grein fyrir starfsemi hans á árinu
1997 og ræddar tillögur til breytinga
á samþykktum sjóðsins m.a. vegna
nýrra laga um starfsemi lífeyris-
sjóða, sem taka gildi 1. júlí nk. Ljóst
er að sjóðurinn uppfyllir öll skilyrði
laganna, en hann þarf hins vegar að
breyta samþykktum sínum í
nokkrum atriðum til samræmis við
lögin. Aðalfundir sjóðsins hafa allt
frá stofnun hans verið opnir öllum
sjóðfélögum. ■
1 8 ■ PRENTARINN