Prentarinn - 01.01.1998, Blaðsíða 14
FÉLAGSMÁL
Farsóttir og feður
Ein af lífseigari
goðsögnum sam-
félags okkar er
að karlar hafi
lítinn sem engan
áhuga á að sinna
heimilisstörfum
og fjölskyldu
sinni. Ein stoð
þessarar goð-
sagnarerað
tímamœlingar
hafa allt fram
áþennan
dag sýnt mun
minna vinnu-
framlag karla við
heimilisstörf.
Gjarnan er bent
á að í lífskjara-
könnun frá 1988
liafi komið
fram að karlar
á aldrinum
25-66 ára hafi að
meðaltali sinnt
h eim ilisstörfu m
í 7 stundir á viku
en konurnar
í 22 stundir.
INGÓLFUR V.
GÍSLASON
Hér eins og svo oft áður í þessari
umræðu gleymist að geta þess
að karlamir í þessari könnun unnu
56,2 stundir utan heimilis og kon-
urnar 38,7 stundir. Þannig að þegar
lagt var saman heildarvinnuframlag
þeirra innan og utan heimilis var
þetta nokkuð jafnt.
En hvað segja karlarnir sjálfir?
Sigrún Júlíusdóttir kannaði meðal
annars í sinni doktorsritgerð frá
1993 viðhorf para til vinnu og fjöl-
skyldulífs. 75% karlanna álitu sig
ekki hafa nægilegan tíma með böm-
um sínum. Hins vegar töldu 60%
kvennanna að þær hefðu nægan tíma
með börnunum. Þetta er mjög mark-
tækur munur.
í könnun sem Félagsvísinda-
stofnun gerði fyrir Jafnréttisráð og
birt var í febrúar 1995, Launamynd-
un og kynbundinn launamunur, var
meðal annars fjallað um viðhorf
svarenda til jafnréttismála og áhuga
karla á aukinni þátttöku í uppeldi
barna. Velflestir karla töldu almenn-
an áhuga ríkja meðal karla á því að
draga úr vinnu og sinna fjölskyld-
unni meira. Sérstaklega ætti þetta
við um yngri karla. Svör kvennanna
voru svipuð. I viðtölum kom fram
sú almenna skoðun að fjölskyldu-
fólk vilji gjarnan fá meiri tíma til að
vera saman.
Á síðasta ári kom út bók eftir
mig sem að verulegu leiti byggir á
viðtölum við unga karla. í þessum
viðtölum komu fram mjög svipuð
viðhorf, almenn ósk um að geta í
ríkari mæli tekið þátt í fjölskyldulíf-
inu, sérstaklega að geta verið meira
með bömunum. Megin hindrunin er
að sjálfsögðu vinnan og launin.
Margir sögðu frá tilraunum sem þeir
og konur þeirra höfðu gert til að fá
að minnka vinnu, breyta vinnutíma
eða grípa til einhverra óhefðbund-
inna lausna til að geta verið meira
með barninu. Undantekningarlítið
gengu menn á vegg.
Það er alveg ljóst að umræða um
„fjölskylduvæna starfsmannastefnu"
hefur í sáralitlum mæli skilað sér
inn í íslensk fyrirtæki. Þar ríkja enn
þau viðhorf að karlar hafi ekki önn-
ur hlutverk í tilverunni en að vera
vinnudýr. Þeim beri að skaffa og
skaffa, svo geti aðrir eytt og notið
ávaxtanna. Þannig er stutt
síðan ungur faðir var rek-
inn úr sinni vinnu sökum
þess að hann vildi nýta sér
lögvarinn rétt sinn til að
sinna barni sínu. Það mál
fór betur en á horfðist
meðal annars sökum þess
að það fór í fjölmiðla. En þau eru
mun fleiri dæmin sem ekki fara í
íjölmiðlana, þar sem menn bara bíta
á jaxlinn, bölva í hljóði og láta
bjóða sér að vera sviptir möguleik-
anum til að umgangast og taka þátt í
umönnun bama sinna.
En því sjá menn eftir síðar. Þeir
voru margir karlarnir í viðtölum
mínum sem gátu þess að þeir hefðu
lítið séð af feðrum sínum á uppvaxt-
arárunum. Vinnan var alltaf númer
eitt, tvö og þrjú. Synimir lýsa sökn-
uði sínum og feður þeirra gera hið
sama. Sumir þeirra reyna að bæta
sér þetta upp með því að sinna
barnabörnunum. En þó það sé gott
kemur það aldrei í stað hins.
Ýmsu hefur þokað í rétta átt
varðandi tengsl karla og bama.
Kennarar í leik- og gmnnskólum
munu flestir sammála um að þátt-
taka feðra á fundum og skemmtun-
um sé mun meiri en hún var. Það er
líka mun algengara að þeir komi
með börnin á morgnana, síður að
þeir sæki þau síðdegis. Karlar em
svo til allir viðstaddir fæðingar
barna sinna og meðal annars fyrir
þrýsting frá feðrum var reglum um
heimsóknartíma á fæðingardeild
breytt í þeim tilgangi að gefa feðr-
um frekari möguleika á samvistum
við konu og barn fyrstu dagana. Og
nú nýlega fengu karlar tveggja vikna
orlof við fæðingu bams. Að vísu er
enn viðhaldið fáránlegum launamun
opinberra starfsmanna og starfs-
manna á almennum markaði en
þetta er þó skref í áttina.
Nú bind ég engar vonir við að
frekari breytingar verði fyrir tilstilli
Ýmsu hefur
þokað í rétta
átt varöandi
tengsl karla
og barna
atvinnurekenda, hvorki breytingar á
reglum eða viðhorfum. Eg kannast
ekki við að nokkrar meiriháttar
breytingar hafí orðið á félagslegum
réttindum launafólks nema
annað hvort með verkföll-
um (eða miklum þrýstingi
stéttarfélaga) eða þá með
lagasetningu. Auðvitað eru
til eyjar í hafinu, einstaka
atvinnurekandi sem hefur
önnur viðhorf til starfs-
manna en að þeir séu bara vinnuafl.
En þessar eyjar eru svo fáar að slík
viðhorf skila sér ekki til samtaka at-
vinnurekenda.
Því er það að ef raunverulegur
vilji er til þess meðal karla að fá að
njóta samvista við böm sín, fá að
vera meira en vinnudýr og skaffarar
á heimilum sínum þá þarf frurp-
kvæðið að koma þaðan. Menn geta
samið um það við atvinnurekanda
að borgaður sé mismunur (allur eða
að hluta) þess sem Tryggingastofn-
un greiðir og venjulegra launa.
Vænlegra er þó að fá stéttarfélagið
til þess að knýja fram fjölskyldu-
vænni áherslur í starfsmannastefnu
og fyrirtækjarekstri.
Staðreynd málsins er sú að allt
frá því að andóf hófst gegn þræla-
haldi hafa fyrirtæki og atvinnurek-
endur verið á þeirri heljarþröm að
þau hafa ekki mátt vera án nokkurs
starfsmanns (karls) nokkra stund.
Það er alveg sama hvort gripið er
ofan í umræður um rétt manna til
svefns, veikindaleyfa eða sumarfría,
alltaf hefur það legið ljóst fyrir frá
atvinnurekendum og samtökum
þeiira að slík leti og ómennska
myndi óhjákvæmilega leiða til koll-
steypu alls atvinnulífsins, upplausn-
ar samfélagsins, hungurs og farsótta.
I sögulegu ljósi er því verulega
bjartsýnt að ætla að auknir mögu-
leikar karla til þátttöku í uppeldi og
umönnun bama sinna komi á annan
hátt en þann að karlar (og konur)
beiti samtakamætti sínum til að
knýja fram nauðsynlegar breytingar
og réttarbætur. Ef menn þá meina
eitthvað með því sem þeir segja! ■
1 4 ■ PRENTARINN