Prentarinn - 01.09.1999, Blaðsíða 15
Hvernig er að vera hœttur
að vintia?
„Eg hélt nú fyrst að þetta yrði
mikið áfall, en svona eftirá, þá er
þetta nú bara hið besta mál og
maður fór að hugsa af hverju
maður var ekki búinn að gera
þetta miklu fyrr. Eg er núna mikið
í golfinu. Eg var svo heppinn að
þegar ég var 65 ára þá minnkaði
tékkaprentunin mikið með til-
komu debetkortanna og eigend-
urnir buðu mér að vinna hálfan
daginn og það var mikið lán fyrir
mig því ég nýtti tímann í að æfa
mig í golfi, auk þess að á mínum
vinnustað (Hjá GuðjónÓ) eru
miklir golfsjúklingar sem kenndu
mér mikið og mér tókst að ná
tökum á golfinu. I golfinu hef ég
kynnst mörgum góðum og
skemmtilegum mönnum. Þarna
erum við úti í guðsgrænni náttúr-
unni, spjöllum um lífið og tilver-
una og fáum út úr þessu góðan
göngutúr og hreyfingu og kepp-
um hver við annan. Ég vil hvetja
alla þá sem eru að nálgast þennan
65 ára aldur að hugsa um, hvort
þeir ættu nú bara ekki að fara að
vinna hálfan daginn og koma sér
upp einhverju áhugamáli og sinna
því. Það er hið besta mál.“
Var einhver sérstök ástceða
fyrir því að þú valdir
þrentið á sínnm tíma,
frekar en eitthvað annað?
„Það var nú bara tilviljun. Ég
fór í barnaskóla með Guðmundi J.
og síðan fórum við í Ingimars-
skólann og kláruðum hann og þá
var eiginlega enginn möguleiki
fyrir börn verkamanna að komast
neitt áfram. Það voru bara börn
embættismanna sem áttu mögu-
leika á að komast í menntaskóla
og háskóla. Ég ákvað þá ásamt
nokkrum félögum mínum að fara
í Loftskeytaskólann, en hann var
ekki haldinn nema annað til
þriðja hvert ár. þannig að eftir að
ég hafði unnið úti í tvo ískalda
vetur og skolfið úr kulda ansi oft,
þá komu vinir mínir úr KR og
spurðu mig hvort ég vildi ekki
læra prent. Ég sagði að það væri
svo sem allt í lagi að prófa einn
vetur og fór í Víkingsprent og
síðan hef ég unnið
við prentverk og sé
ekki eftir því. Eftir
á að hyggja held
ég nú, að ég hafi
verið ljónheppinn
og lent á réttri
hillu því að ég hef
mjög gaman af ís-
lensku máli og
áhuga á bókmennt-
um og þarna gat ég
svalað þeirri fróð-
leiksfýsn minni,
því ég held að
Víkingsprent á
þeim tíma með
Ragnar í Smára í
fararbroddi hafi
verið nokkurs kon-
ar menningarhá-
skóli. Þarna kynnt-
ist ég mönnum eins og Halldóri
Laxness, Þórbergi Þórðarsyni,
Tómasi Guðmundssyni og Steini
Steinarr. Þarna voru öll helstu
listaskáld þjóðarinnar á mála hjá
Ragnari í Smára og við unnum
bækur þeirra flestra."
Efþú vcerir ungur inaður í
dag heldurðu að þú veldir
þrentverkið aftur?
„Nei, ég hugsa nú ekki. Nútím-
inn býður upp á svo mikla mögu-
leika. Ég hugsa að ég veldi mér
einhverskonar viðskipti eða eitt-
hvað þeim tengt, en ég er ekki
viss um að það myndi veita mér
meiri ánægju eða sköpunargleði
eða veita starfsorku minni meiri
útrás en prentlistin hefur gert.“
Eftir að þú hcettir í Víkings-
þrenti ferðu að vinna hjá
GuðjónÓ. Hvernig hús-
bóndi var Guðjóti?
„Guðjón var ágætismaður.
Sumum fannst hann vera harður
en undir niðri var þetta góður og
ljúfur maður sem vildi leysa
vanda flestra, en hann var mjög
kröfuharður í sambandi við vand-
virkni í prenti. Það mátti hvergi
vera skekkja eða neitt að, þá lét
hann vinna verkið upp aftur.
Hann var í útgáfu, gaf út ritsafn
Jóns Trausta sem til var á flestum
heimilum. Þarna kom lfka Stefán
Jónsson fréttamaður, alveg frábær
rithöfundur sem gaf þarna út
veiðisögur sínar, Með flugu í
höfðinu, Roðskinnu og fleiri bæk-
ur sem eru taldar í dag meðal
gimsteina í íslenskri veiðisögu og
það var mikil ánægja að vinna við
þær bækur og kynnast Stefáni
sem ég held að aldrei hafi fengið
nein bókmenntaverðlaun eða
skáldalaun svo ótrúlegt sem það
nú er.“
Hafðir þú ekki einhver af-
skiþti af félagstnálutn?
„Ég var nú alltaf að rífa kjaft á
fundum, en tók þá eftir því að
þeir sem töluðu mikið á fundun-
um, þeir voru yfirleitt fengnir í
einhver félagsstörf og svo var
einnig með mig. Ég féllst að lok-
um á að verða endurskoðandi fé-
lagsins og því starfi gegndi ég í
ein 10 ár og hafði mikla ánægju
af. Kynntist vel félagsmálum.
Einnig var ég álíka langan tíma í
prófnefnd í setningu og var það
mjög lærdómsríkt að kynnast
þeim nýju straumum sem þá
komu inn í félagið. Ég man t.d.
eftir nemum eins og Magnúsi
Einari Sigurðssyni, Þórleifi V.
Friðrikssyni og fleirum og það
var virkilega ánægjulegt að sjá
hvernig þessir ungu menn hugs-
uðu prentverkið á annan hátt en
við. Þarna kynntist ég mönnum
eins og Hafsteini Guðmundssyni,
Ola Vestmann og Þorgeiri Bald-
urssyni og við vorum að reyna að
leiðbeina þessum ungu mönnum
og líka að meta hæfileika þeirra í
prófum og það er skemmtilegt að
hafa tekið þátt í þessu. Ég sat
þarna við fótskör meistaranna og
nam af þeim og leiðbeindi jafn-
framt nýliðum í stéttinni með
samviskusemi og af hæfilegri ýtni
svo sem venja er í okkar stétt.
Eina nótt í hörðu 7 vikna verkfalli
vorum við í prófnefndinni beðnir
að koma niður í Karphús til ráð-
gjafar í erfiðu deilumáli, sem var
hin nýja tækni við tölvusetningu
og filmuvinnu í stað blýsetningar
og prentunar sem hafði verið
óbreytt í 500 ár, síðan á dögum
Gutenbergs. Við lögðumst undir
feld eins og Þorgeir Ljósvetninga-
goði á Þingvöllum árið þúsund og
komum með þann sameiginlega
úrskurð að enginn stöðvaði tím-
ans hjól og þetta skyldi leyft ef
prentsmiðjueigendur lofuðu við
drengskap sinn að enginn missti
vinnuna. Þessu ráði var tekið og
var það örugglega gæfuspor, en
þá höfðu enskir prentarar látið líf-
ið í baráttunni gegn hinni nýju
tækni sem blaðakóngurinn Mur-
doch ruddi til rúms með ofbeldi,
og þá hafði stórblaðið New York
Times verið sett með blýi sem var
brætt jafnóðum án þess að það
PRENTARI NN ■ 15