Prentarinn - 01.09.1999, Blaðsíða 27

Prentarinn - 01.09.1999, Blaðsíða 27
Hefti nr. 44 Litprentun og litmælingar CMYK Þetta litrými byggist í raun og veru á þeim takmörkunum sem litarefni í farvanum setur og þar sem ákveðið var að nota bara fjóra grunnliti til litgreiningar þá er þetta litrými mikil málamiðlun en þó nokkuð hagkvæmt. Til að átta sig betur á mikil- vægi stærðar litrýma er ágætt að skoða eftirfarandi dæmi. Ef við horfum á fallegt blóm úti í garði greina augu okkar ógrynni af mis- munandi litbrigðum. Ef við tök- um mynd af blóminu þá verður myndin aldrei eins björt og kraft- mikil og sýnin sem við sáum, við týnum miklum litupplýsingum. Ef við skönnum myndina inn í tölv- una okkar og notum RGB eða LÁB litrýmin þá missum við aft- ur helling af litupplýsingum. Ef við síðan snúum skjalinu yfir í CMYK til þess að hægt sé að prenta myndina þá týnum við aft- ur miklum upplýsingum og not- um bara örlítinn hluta af því lit- rými sem augu okkar sjá. Ef við síðan tökum inn í myndina það sem gerist þegar við prentum með farva á misgóðan pappír þá er út- koman oft nokkuð frábrugðin blóminu sem við sáum úti í garði. Hexachrome aðferðin vinnur með upplýsingarnar sem eru til staðar á RGB eða LAB stiginu. Þess- vegna er útkoman úr prentuninni aldrei alveg eins góð og þegar við sáum blómið úti í garði, en hún er mörgum sinnum betri en ef við hefðum farið hina hefðbundnu leið og notað CMYK. Þessvegna er gífurlega mikilvægt að breyta aldrei skjalinu yfir í CMYK með- an á vinnslu stendur því þá tapast meirihluti upplýsinganna sem notast á við. Gott dæmi um þetta er að skoða mynd á tölvuskjá í Prenttæknistofnun hefur gefið út námsejhi tengt þessu efni og geta áhugasamir nálgast það hjá stojhuninni. RGB og snúa henni síðan yfir í CMYK og síðan til baka yfir í RGB og sjá muninn. Slembiröstun / Litgreining Pantone framleiðir forrit sem nefnist HexaWrench og virkar til dæmis sem undirforrit (plug-in) á Adobe PhotoShop. Fleiri forrit styðja þetta líka, t.d. Quark um- brotsforritið og Freehand. Á þessu stigi er gífurlega mikilvægt að þekkja fingrafar prentvélarinn- ar sem nota á til þess að ná há- marksárangri. Þó er mikilvægt að huga að hvernig forritið skilar frá sér skjölunum, ef forritið skilar skjalinu t.d. í EPS sniði þá týnist Hexachrome litgreiningin vegna þess að sniðið vinnur í CMYK. Það er í raun ekkert því til fyr- irstöðu að nota hefðbundna röstun í Hexachrome vinnu, þá er græni liturinn settur á sama horn og magenta fellur á og orange á sama horn og guli liturinn fellur á. Hins vegar, til þess að fá út sem mest gæði þarf þéttleikinn að vera yfir 200 lpi, og punktastækk- un í lágmarki. Þessvegna hafa menn hallast að því að nota slembiröstun til þess að full- komna verkið. Slembiröstun vinn- ur ekki útfrá settum hornagráðum eins og hefðbundin röstun. Að- alslembiröstunaraðferðin er köll- uð FM röstun (Frequency Modulated). f FM röstun er lita- styrknum stjórnað af fjölda jafn- stórra punkta, á dökkum svæðum er t.d. mikið af punktum en færri punktar á ljósum. FM er grunnur- inn að aðalslembiröstunarforritinu sem framleitt er af Agfa, Christal- Raster. Það liggur í hlutarins eðli að plöturnar þurfa að vera alveg lausar við rykkom til þess að góður árangur náist, þessvegna þarf að lýsa þær í gífurlega hreinu umhverfi og hafa góða stjórn á hreinleika loftsins í herberginu. Þetta hefur verið mikið vandamál sem hefur í raun verið leyst með tilkomu plötulýsingartækja (CtP) sem nú er að finna í flestum fyrir- tækjum. Eins geta flest nýrri prófarka- tæki unnið með Hexachrome skjöl og búið til prófarkir sem hægt er að vinna eftir og sýna viðskiptavinum áður en prentun hefst. Er þetta leiðin inn í framtíðina? Þó að raunlitaprentun sé komin til að vera þá er ekki víst að þessi aðferð henti öllum verkum eða öllum fyrirtækjum. Það er stað- reynd að fyrirtæki sem hafa byrj- að á að veita viðskiptavinum sín- um þessa þjónustu hafa lent í ýmsum hremmingum og þurft að fjárfesta mikið í rannsóknar- og þróunarvinnu til þess að ná settu marki. Við þeim fáu sem tekist hefur að vinna sig uppaf þessu frumstigi blasir markaður sem er tilbúinn að greiða gífurlega vel fyrir þessi gæði og þjónustu. Og þó að aðalvaxtarbroddurinn sé í umbúðavinnslu er mjög algengt að ársskýrslur, kynningarefni og ýmsir bæklingar fyrir snyrtivörur, bfla og annan varning séu unnin með þessari aðferð. I Bretlandi eru um 50 fyrirtæki sem sérhæfa sig í þessari þjónustu og hefur vöxtur þeirra verið gífurlega hraður undanfarin ár. Það verður athyglisvert að fylgjast með hvort einhver íslensk fyrirtæki, sem venjulega hafa verið fljót að nýta sér nýja tækni, sjá framtíð sína liggja á þessum markaði. PRENTARINN ■ 27

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.