Prentarinn - 01.09.1999, Blaðsíða 18
Heimild: Dansk Crafia 18/1999
Hjá Adobe er sagt, að þeir hafi
aldrei kynnt forritið sem Quark-
bana. Það séu notendur vítt og
breitt um landið sem hafa notað
þetta orð um forritið. En Per
Haslev hjá Adobe í Danmörku
getur vel skilið hvers vegna
InDesign hefur verið kallað „Qu-
ark-baninn“. Með verðlagning-
unni á Quark-forritinu og þjón-
ustunni við það, þá virðist tilefnið
komið.
Þann 2. ágúst s.l. var InDesign
sett á markað á kynningarverði ca
2.400 d.kr. fyrir ensku útgáfuna.
Og danska útgáfan kom út 16.
sept. sl. á ca 3.500 d.kr.
Það getur vel verið að Adobe
hafi ekki stillt upp fallbyssum til
átaka, en stutt skoðun á forritinu
leiðir fljótt í ljós inn á hvaða
markað Adobe ætlar
sér. Fullum stuðningi
er heitið til að vinna
Quark-skjöl, Quark-
lyklaborðsval er hægt
að setja upp með einu
handtaki. Og í „On-
line“ hjálpinni er ná-
kvæmlega útskýrt
hvernig vinnuferlið er
í InDesign borið sam-
an við Quark. Þannig
er alla vega lagt upp í
árás með því að reyna
að heilla Quark-not-
endur.
Afskráning Quark
Svo það er með örlitlum
skjálfta (og jafnvel með tár á
hvarmi) að ég afskrifa Quarkinn
sem hefur fylgt mér frá útgáfu
2.12. CD-diskurinn með
InDesign er settur í drifið og for-
ritið sett upp. Það er þó aðeins
tilraunaútgáfa 4 (Beta4) enska út-
gáfan. Og Adobe segir, að
síðan í júní þegar
/ þessi útgáfa var
* / send út, hafi verið
.. \j/ gerðar margskonar end-
KÍrlb. urbætur. Svo að í
W v'jfi eftirfarandi \ il ég
ckki gefa neitt álit á
hraða forritsins.
Og um Quark-lykla-
borðslausnir í forritinu get ég
heldur ekkert skrifað, þar sem í
18 ■ PRENTARINN
ensku útgáfunni eru þær öðruvísi
en í þeirri dönsku. En af hreinni
tilviljun var Per Haslev frá Adobe
einmitt með dönsku tilraunaút-
gáfuna í sinni tölvu þegar ég
hringdi til hans og spurningar
mínar um lyklaborðslausnir í
dönsku útgáfunni virtust virka á
sannfærandi hátt.
Það fyrsta sem vekur athygli
þegar forritið er opnað, er að um-
hverfið er samhæft við PageMak-
er og Illustrator. En umhverfinu
er þó fljótlegt að breyta með því
að velja umhverfi sem ekki líkist
PageMaker-umh verfínu.
Að það líkist Illustrator - og að
hluta til Photoshop - er aftur á
móti tilvalið. Það er enginn vafi á
því, að við erum í Adobe-um-
hverfí. Fjöldi fljótandi valglugga
sem hægt er - sem betur fer - að
hópa saman eins og í öðrum for-
ritum frá framleiðandanum, og
samt er líka pláss fyrir verkefni á
skjánum.
Eg kannast við nokkrar val-
myndanna og lyklaborðsleiðirnar
frá Illustrator og vinnuumhverfið
kemur því kunnuglega fyrir sjón-
ir.
Quark-verkefnin
Nú fer aðaltilraunin í gang. Eg
leita í Quark-möppunni - og nú
fer að koma í ljós hvort ég á að
sjá eftir að hafa skipt um forrit.
Eg byrja tilraunir á plakati með
einföldum textasvæðum og
Forritið hefur verið
lengi í smíðum.
Fréttin um þetta nýja
forrit Adobe
hefur komið af stað
orðrómi um
„Quark-bana".
nokkrum myndum. Letrin eru
blanda af postscript og truetype.
Þarna er líka einfalt Quark 4
tæki: „Texti í reit“ (text til felt)
skipunin. Uppfærslan (konverter-
ing) heppnast ágætlega bæði með
letur og myndir. Samt tek ég eftir
að við val myndanna hef ég betri
skjámynd í Quark, þar sem ég get
valið 256 lita upplausn við skoð-
un mynda, en það leiðir til ásætt-
anlegs hraða við endurröðun
skjámyndarinnar. I InDesign er
hægt að velja á milli „staðgeng-
ils“ (proxy), sem er frekar gróf
upplausn á myndum, eða „full
image“, sem gefur betri upplausn
en tekur lengri tíma. Þetta er e.t.v.
smáatriði, - en eftir því sem skjá-
myndin er betri þá er mun auð-
veldara að gera sér grein fyrir
hvernig útkeyrslan verður. En
litla tækið í Quark 4: „Texti í
reit“ virkar ekki. InDesign kemur
reyndar með aðvörun í upp-
keyrslunni um að það sé blanda
af slóðum sem ekki raðist rétt. Eg
hefði haldið að það væri auðvelt
að skapa „bezier“-slóðir, þegar
unnið er svona nálægt Illustrator-
verkefni.
Færanlegar valmyndir eru margar. Hugmyndin er góð - það er auðveldara að
prófa sig áfram með hjálp valmynda en með spurningalistum. Sem beturfer
er líka hægt að raða valmyndunum eins og í Photoshop og lllustrator, og það
er líka svæði fyrir skjalið á skjánum.