Prentarinn - 01.09.1999, Blaðsíða 16

Prentarinn - 01.09.1999, Blaðsíða 16
væri notað en blaðið unnið á tölv- ur. Það sem við óttuðumst við tölvusetningu var að þær fögru reglur sem prentgyðjan hafði lagt okkur á herðar á 500 ára þróunar- ferli yrðu fyrir borð bornar, og sú varð nú raunin fyrst í stað, ljótt letur, röng stafa- og orðabil, hóru- ungar o.fl., en við trúðum á þró- unina og það hefur allt gengið eftir. Kannski má segja að nú sé margt að snúast á hina hliðina. Nú vaða uppi rastar, litfletir án tilgangs, skekkjur og afskræming- ar sem meistari Hafsteinn, okkar mesti snillingur í fagurfræði prentlistarinnar (týpógrafíu), kall- aði „blikkfang" uppá dönsku, það sem gengur í augun á fólki án til- lits til fagurfræðinnar sem á að ríkja ofar sérhverri annarri kröfu." Hvernig finnst þér staðan í félaginu vera í dag? „Mér finnst hún góð. Ég er mjög feginn því að þessi eilífa vinstri - hægri barátta er eigin- lega horfin og núna starfar félagið næstum eingöngu á faglegum grundvelli þar sem allir sameinast um að efla hag félagsmanna, sem ég held að sé í raun og veru hinn eini rétti tilgangur félagsins, og mér finnst félagið vera á blússandi siglingu með góða menn í brúnni. Ég held að mestu sigrar félagsins hafi verið réttind- in sem enginn, hvorki verðbólga né annað, getur tekið af okkur: lífeyrissjóður, sjúkrasjóður, orlof, styttri vinnutími, fræðslusjóður. Einu sinni á heitum fundi var sagt: „Félagar, fellum lífeyris- sjóðinn. Við étum ekki réttindin.“ í dag lifum við góðu lífi á þeim.“ ^*NDSSÍHINN^ Tölum nú aðeins um stjórn- mál. Nií hefur afstaða þín í pólitíkinni alltaf verið mjög skýr, þú hefur alltaffylgt Sjáifstœðis- flokknum mjög eindregið að málum og ekkert við það að athuga - en miðað við uppruna þinn, þú kemur úr verkamanna- fjölskyldu, œskuvinur þinn Guðmundur Jaki kallaði ykkur „verkó- bísa", varstu ekki bara rakið efni í vinstri tnann? „Maður gæti haldið það, en það er oft ekki langt milli vinstri og hægri og ég held að tilgangur allra manna sé að láta gott af sér leiða, og þú getur í raun gert það, hvar sem þú ert í lífinu. Margir telja að vinstri menn sem byggja mikið á jöfnuði og félagsstarfi, séu á hinni einu réttu leið, en ég held að það sé betra að efla hag einstaklinganna og ég vil virkja það heljarafl, sem í hverjum ein- staklingi býr, til hagsbóta fyrir heildina. Ég er sannfærður um, að 16 ■ PRENTARINN einstaklingur sem fær eitthvað fyrir sinn snúð, hann leggur meira á sig heldur en sá sem veit að allt fer í sameiginlegan pott sem allir fá jafnt úr. Þetta hefur verið mín pólitíska skoðun og hún á alveg sama rétt á sér og vinstri skoðan- ir. Ég veit ekki hvor er betri, þær eru efalaust báðar góðar. En hefur ekki hagfræðin gengið af komm- únismanum dauðum?“ Hvernig líst þér á Sjálfstceð- isflokkinn í dag og stjórn- málin almennt ? „Mér finnst að Sjálfstæðis- flokkurinn sé að tryggja þjóðinni mesta góðæri sögunnar og ég held að foringinn sé óumdeildur. Auðvitað má deila um ýmis at- riði, en ég held að hinn almenni | launþegi hafí aldrei haft það betra en í dag. Þú getur séð það bara á bflaflotanum, sólarferðunum, hin- um óteljandi heimilistækjum o.fl. og sem betur fer virðast allir hafa það gott. En það er alveg sama hvaða þjóðfélagi þú býrð í, það verður alltaf einhver útundan. Það verður ávallt að tryggja að sá veikburða sé studdur til sjálfs- bjargar." Er þetta ekki Sjálfstœðis- flokkurinn eins og hann var? Er ekki stefnan núna að færa auðmagnið á sem fœstar hendur, t.d. má nefna kvótamálið og það er verið að skera nið- ur félagsmála- og heil- brigðiskerfið? „Þú segir það, það getur náttúr- lega verið eitthvað til í því, en ég held að kvótinn geti aldrei virkað nema honum sé stýrt eins og gert er í dag. Framsal kvóta, þ.e. sá duglegi sem getur veitt fiskinn á ódýrari hátt fái að kaupa meiri kvóta. Undirstaðan undir þeirri auðsöfnun sem orðið hefur í sjáv- arútvegi er frjálst framsal kvóta. Þeir sem ekki eru eins duglegir, þeir verða að láta þá duglegri veiða fyrir sig. Það má auðveld- lega skattleggja gróða sem er of > mikill sums staðar í sjávarútvegi, en kerfið í heild tel ég vera mjög heilbrigt. Vinstri menn hafa alltaf * haldið því fram, að gróði væri glæpur, en þar fara þeir villir veg- ar. Hæfilegur arður eða gróði af viðskiptum og starfsemi er jafn- heilbrigður og vöxturinn og gróð- urinn í náttúrunni. Ríkisstjómin er á ákaflega góðri leið núna, eða veistu um eitthvert land í Vestur- Evrópu þar sem lífskjör em betri en hér?“

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.