Prentarinn - 01.09.1999, Blaðsíða 19

Prentarinn - 01.09.1999, Blaðsíða 19
Þýtt og endursagt: ÓIEm Næstu uppfærslur með mis- munandi bæklinga og skýrslur lfta út fyrir að heppnast ágætlega. InDesign leiðréttir sjálfvirkt liti og form. Samt er einstaka sinn- um, að textinn, sem virðist í lagi í Quark, getur ekki verið í því textasvæði sem InDesign skapar, og svo er líka vandamál með orðaskiptingamar í ensku útgáf- unni minni. Þetta þýðir jú að um- brotið verður ekki alveg eins það upprunalega var. Og skipun eins og „nýr textadálkur" í Quark er ekki heldur uppfærður rétt. Þannig krefst það dálítillar handa- vinnu að Iaga til verkefni sem eru flutt úr Quark yfir í InDesign. Bæklingur með meira en 2 síð- ur í opnu - t.d. 12 síðna harmon- ikkubrot gert með stökum síðum - gengur ekki heldur nógu vel. í þessu tilfelli meðtekur InDesign ekki sex síður samsíða í opnu, en skapar þess í stað fleiri opnur sem að sjálfsögðu er þá ekki pláss fyr- ir. Þetta er dálítið skrýtið af því að það er hægt að gera svona harmonikkubrot í InDesign. Það er þó ekki eins auðvelt og í Quark með „Draga“ og „Sleppa“. En uppfærslumar eru samt að mestu leyti í lagi, þar sem við opnum gömul skjöl mest til gefa sýnishorn af nýju verkefni. I þeim tilfellum höfum við jú full not af hönnun, litum og lögun. Útlits eða teikniforrit Nú verður það spennandi - því að nú gerum við tilraunir. Það verður þó ekki nákvæm skoðun á öllum aðgerðum - til þess er for- ritið alltof fjölhæft. Og það eru örugglega aðgerðir til, sem ég í þessari skoðun hef ekki uppgötv- að. En ég veit líka að hrifningin eykst með þjálfuninni. En það eru nokkur atriði sem koma einkennilega fyrir sjónir. f fyrsta lagi líkist forritið Illustrator með mörgum sömu valmyndun- um og litaspjöldum. Og það kem- ur líka í ljós að ég get einfaldlega afritað Illustrator-skjal yfir í InDesign og unnið með það þar áfram, þ.e.a.s. ef ég þá ekki vel að teikna beint í InDesign, þar sem eru öll algengustu teikniverk- færin, m.a. samsetning svæða „compound path“, en að sjálf- sögðu ekki hin sérhæfðari verk- færi og filterar í Illustrator. Hér er því brugðið út af vanan- um með því að teikni- og hönn- unarforrit séu samhæfð - og þar að auki með óendanlegum afturá- bakfærslum „undo“! Að geta unnið í þrepum (layer) hefur tilfinnanlega vantað í Qu- arkinn í mörg ár, og það er orðið að venju að klikka sig niður gegnum mynd- og textasvæði af mikilli leikni. Þrepin gera vinn- una fyrst og fremst léttari - en það hefur krafist mikillar reynslu að skapa rétta umgjörð reita í Qu- ark. En þrepin gefa ýmsa mögu- leika, t.d. að gera breytilegar þýð- ingar í sama skjali. Hugsanlegar hönnunartillögur er hægt að geyma í sjálfstæðum þrepum og gefa þannig möguleika á alls kon- ar tilbrigðum. Og svo er hægt að gera orginalsíðu InDesign þannig, að það er hægt að leggja þá til- lögu sem varð fyrir valinu ofan í frummyndina. Fleiri gluggar Enn annað, sem er tekið með frá teikniforritinu, er möguleikinn að hafa marga glugga með sama skjalinu opna samtímis. Hugsið ykkur hvað mikill tími hefur farið í að „zooma“ inn og út endalaust. Hér get ég haft yfirlitsmynd og líka hlutamyndir af verkefninu samtímis á skjánum. Og það sem er enn betra er að ég get haft yfir- litsmyndina alveg hreina - án hjálparstrika og þess háttar. Fljótandi valgluggar eru líka kafli út af fyrir sig. Ef allir val- gluggar eiga að sjást samtímis verður skjárinn að vera stilltur á 600x800 upplausn (pixel). Sem betur fer getur maður sjálfur skipulagt og myndað hópa - eins og í Photoshop og Illustrator. Teiknimöguleikarnir og frjáls notkun texta/myndsvæða (sem auðvelt er að breyta forminu á) gerir það að leik einum að skapa spennandi auglýsingar, forsíður og önnur krefjandi einnar síðu verkefni. En hvernig geng- ur þá með vinnslu á blöðum, skýrslum og bókum, sem frá byrjun krefst mikilla afkasta við meðhöndlun á texta. Hér er þó Quark afkastamikill. Með notkun á „express-forme“ er sótt- ur texti sem síðan rennur inn á síðurnar - sem Quark sjálfvirkt setur upp - í réttu formi með að- stoð mjög einfaldra typografískra skipana. Eg get ekki ennþá séð að þetta sé hægt í InDesign. Ég verð sjálfur að setja upp þann fjölda síðna, sem ég held að bókin verði. Þar næst verð ég handvirkt að tengja allar síðurnar saman - og að síðustu verð ég svo hand- virkt að gefa typografísku skipan- irnar. Það er reyndar hægt að forma textann áður en hann er sóttur, en ekki með jafneinföldum hætti og unnt er í Quark. Aftur á móti virðist InDesign hafa sterkar hliðar þegar skapa á fallegar typografiskar myndir. Það er sjónræn (optísk) jöfnun „juster- ing“ á textablokkum, svo að t.d. bandstrik í enda línu hafnar örlít- ið aftar en sjálf blokkin o.s.frv. InDesign „marglínuraðarinn“ (multiple-line-composer) jafnar heila kafla svo að þeir sýnast sem ein heild. Sjónræn „stafþjöppun“ (keming) virðist ráða við lang- flesta galla „bpffers", sem letrum geta fylgt. Skráaflutningur Geymslu- og flutningseigin- leikamir gera ráð fyrir PDF, HTML og EPS. Með EPS-format- inu verða til stakar síður, og þær er að sjálfsögðu hægt að vinna áfram t.d. í Illustrator, en hentar samt best fyrir lítil verkefni þar sem „tengsl“ (links) rofna. HTML-skjöl em með hjálp taflna, þrepa og „Cascading StyleSheets“ mjög sambærileg InDesign-skjalinu, en ættu að not- ast við mjög smá verkefni - því annars krefst það mikillar uppröð- unar á myndum og skipunum. Venjurnar I tengslum við þessa prófun á forritinu hef ég gert nokkur verk- efni, en að sjálfsögðu með Quark- vanann í fingrunum. Það tekur alltaf smátíma að venjast nýjung- um. Nú er ég kominn með forrit sem hefur marga kosti sem ég hef saknað í Quark. Og nokkrir kost- irnir koma á óvart eins og til dæmis að koma teiknimöguleik- unum inn í umbrotsforritið. Ég hlakka til að fá dönsku út- gáfuna fullgerða og vona að hún skili mesta hraða. En ég sakna Quark-lyklaborðsleiðanna. Og svo vona ég, - með mína takmörkuðu reynslu - að mér hafi yfirsést sá búnaður sem á að nota við mikinn texta. Ps. Lágmarkskröfur um búnað: Intel Pentium II; Windows 98 eða Windows NT 4.0 með pakka 4; 48 Mb vinnsluminni; laust pláss á harðdiski 75 Mb. Til útprentunar: PostScript II Netfang: http://www.adobe.com/ Það eru margir teiknimöguleikar í InDesign. Hér eru útlínugerðir stafir settir saman og svo eru þeir notaðir sem myndsvæði.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.