Prentarinn - 01.09.1999, Blaðsíða 20
Leiðsögumennirnir, fróðir og fág-
aðir:
Guðmundur Guðbrandsson og
Tómas Einarsson.
Hundrað ára starfsaldur:
Fjórir vélsetjarar, Einar, Torfi,
Baldvin og Björgvin, virða fyrir
sér setjaravél sem Einar vann á, í
Byggðasafninu á Akranesi. Þeir
eru til samans með 100 ára
starfsaldur á setjaravél.
Hin árlega skemmtiferð eldri
félaga í Félagi bókagerðarmanna
(hvenær verður þessu ljóta nafni
breytt í fyrra horf?) hófst á Um-
ferðarmiðstöðinni í Vatnsmýrinni
kl. 9 miðvikudaginn 11. ágúst og
var farið í tveimur rútum, slík var
þátttakan. Ekið var sem leið ligg-
ur til Þingvalla, framhjá Korp-
úlfsstöðum, þar sem frumkvöðull-
inn Thor Jensen reisti glæsileg
landbúnaðarmannvirki snemma á
öldinni, en úrtölumenn og hælbít-
ar linntu ekki látum fyrr en hann
varð að hætta starfseminni. Næst
lá leiðin framhjá Laxnesi, þar
sem Nóbelsskáldið okkar fæddist
og ólst upp við fótskör ömmu
sinnar sem sagði honum ógrynni
sagna sem urðu honum efniviður
Myndir og texti:
Óiafur H. Hannesson
í sumar skáldsögurnar. Hann
reisti sér hús við Gljúfrastein, þar
sem hann fyrrum sat yfir ánum og
hugleiddi og lagði drögin að
mörgum snilldarverkum sínum.
Nú, nú, áfram var haldið og ekið
til Þingvalla. Svo nákvæm var
tímaáætlun fararstjóra, að þá var
deildarmyrkri á sólu að skella á í
þann mund sem við renndum í
hlað. Töluvert var þarna af er-
lendum ferðamönnum, sem lán-
uðu okkur sérbúin gleraugu til að
sjá þetta fyrirbæri án þess að
skaðast á sjónhimnunni. Var þetta
mjög eftirminnilegt og ekki víst
20 ■ PRENTARINN
að allir þeir sem í
ferðinni voru, eigi
þess kost að líta
þetta náttúrufyrir-
bæri augum aftur,
þar sem nokkrir
áratugir munu líða
til næsta sól-
myrkva.
Þá var það
Kaldidalur, sem var
fjölfarinn vegur á öldum áður,
þegar menn komu til Þingvalla
norðan úr landi. Mörgum var
beygur í brjósti þegar lagt var í
hann eins og sjá má þegar eftir-
farandi ferðabæn er lesin:
Herra Guð í himnasal,
haltu mér við trúna.
Kvíði ég fyrir Kaldadal,
kvölda tekur núna.
Þarna lá Jónas úti þegar hann
samdi hið magnaða kvæði
„Skjaldbreiður“. Þarna er bisk-
upsbrekka þar sem Jón biskup
Vídalín dó á leið úr Skálholti og
þarna bjargaði Skúli lífi sínu með
frægasta skeiðspretti sögunnar,
þegar hann slapp úr höndum
þeirra sem ætluðu að lífláta hann
á Þingvöllum. Hann var dæmdur
til að klípast með glóandi töngum
og síðan að verða hogginn. Þetta
var refsing þeirra tíma fyrir karl-
menn, en konur voru settar í poka
og þeim síðan drekkt í Drekking-
arhyl. Iðulega var grjót sett í pok-
ann og göt stungin á hann til að
tryggja framgang réttvísinnar. Oft
var sök þeirra sú ein að húsbóndi
þeirra, sem réð yfir þeim jafnt og
húsdýrum, hafði tekið þær hús-
bóndataki, skellt þeim á næstu
sátu og gert þeim bam. A þessum
tímum var barn utan hjónabands
hórdómsbrot og refsing sú sem að
ofan greinir.
Skúli þandi hest sinn Sörla efst
á Kaldadal, þar sem heitir Skúla-
skeið. Þeir fóru margir velríðandi
á eftir honum og ætluðu ekki að
láta delikventinn sleppa.
Þeir eltu hann á átta hófa
hreinum
og aðra tvenna höfðu þeir til
reiðar.
I Reykholti. Séra Geir Waage
skýrir sögu Snorra af leiftrandi
snilld fyrir fróðleiksfúsum ferða-
löngum.
En Skúli gamli sat á Sörla
einum,
svo að heldur þótti gott til
veiðar.
Þeir byrjuðu smátt og smátt að
týna tölunni, fyrst á Tröllahálsi,
þar sem er einn brattasti vegur á
íslandi og rútan okkar drap á sér,
og síðan í Víðikerjum, en þegar
komið var efst á Kaldadal þar
sem hann er grýttastur, lagði
Skúli vin sinn Sörla á skeið svo
gneistar sindruðu af hófum hests-
ins og þar loks hættu þeir eftir-
reiðinni og sneru sneyptir til
Þingvalla með skottið milli fót-
anna. En gæðingurinn Sörli átti
ekki langt eftir:
og svo með blóðga leggi,
brostin lungu
á bökkum Hvitár féll hann
dauður niður.
segir í hinu frábæra ljóði Gríms
Thomsens.
Eftir Kaldadal var komið að
Húsafelli, þar sem enn einn frum-
kvöðullinn. Kristleifur, býr ásamt
konu sinni og börnum. Hann var
sá fyrsti til að hætta að búa með
kindur og kýr og mjólkar nú
ferðamenn. Þama er komin glæsi-
leg aðstaða til útivistar og afþrey-
ingar, tjaldstæði, sumarhús, sund-
laug, góður golfvöllur og ferðir
uppá Langjökul með vélsleðum
og verið að skera hótel inn í
jökulinn. Ég spurði einu sinni
Kristleif að því hvort hann græddi
ekki mikið. „Ég veit það ekki,“
svaraði hann, „ég læt alltaf af-
ganginn af rekstrinum í nýjar
framkvæmdir.“