Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 4
Prentun bóka erlendis eykst Bókasamband íslands hefur gert könnun á prentstað ís- lenskra bóka sem birtist í Bókatíðindum Féíags ís- lenskra bókaútgefenda 2001. Heildarfjöldi bókatitla er 496 eða 11,9% færri en var árið 2000, þá voru þeir 563. Könnunin sýnir að hlutfall prentunar erlendis hefur aukist milli ára, er 38,3% í ár en var 33,4% i fyrra. Hlutfall prentunar erlendis eykst um 4,9% milli ára og er það mesta aukning í fjölda ára. Skoðað var hvert hlutfall prentunar innanlands og erlendis er efltir flokkum. Eftirfarandi niðurstöður eru úr þeim samanburði: • Barnabækur, íslenskar og þýddar, eru alls 135; 59 (43,7%) prentað- ar á íslandi og 76 (56,3%) prentaðar erlendis. • Skáldverk, íslensk og þýdd, eru 89; 52 (58,4%) prentuð á íslandi og 37 (41,6%) prentuð erlendis. • Fræðibækur, bækur almenns efnis, ljóð og listir eru alls 144; 120 (83,3%) eru prentaðar á íslandi og 24 (16,7%) prentaðar erlendis. • Saga, ættfræði, ævisögur, handbækur, matur og drykkur eru alls 128; 75 (58,6%) prentaðar á íslandi og 53 (41,4%) prentaðar er- lendis. Eftirfarandi listi sýnir fjölda bóka prentaðra í hverju landi og hlutfail af heild. Jafnframt eru til samanburðar tölur fyrir árið 2000: Árið 2000 ísland Danmörk Fjöldi titla 375 % 66,6 8,7 37 5,7 Lettland Singapore Svíþjóð ítalia 23 20 14 11 J.l. :;3,6. .2,5 1,9 Belgía Slóvenía 1,4 Holland 7 11 Spánn England Thailand Kólumbia Þýskaland Portúgal Hong Kong Frakkland Samtals 563 .^0,4, 0.4, ^0.2, 0,2 —m 100% Bókasamband íslands er félagsskapur eftirtalinna aðila: Bókavarðafélags íslands - Félags bókagerðarmanna - Félags íslenskra bókaútgefenda - Félags íslenskra bóka- og ritfangaverslana - Hagþenkis - Rithöfunda- sambands íslands - Samtaka gagnrýnenda - Samtaka iðnaðarins. FBM var haldið 28. október s.l. Tíu þátttakend- ur mættu til leiks og tefldu allir við alla. Ögmundur Kristinsson hlaut 17 vinninga af 18 mögulegum og sigraði á mótinu. í öðru sæti varð Eggert ísólfsson með 13 1/2 vinning og í þriðja sæti Jón Úlfljótsson með 13 vinninga. Lið Morgunblaðsins f.v.: Trausti Hafliðason, Helgi Mar Arnason, Orri Páll Ormarsson, Björn Arnar Ólafsson, Arnar Unnarsson og Halldór Róbertsson. Knattspyrnumót FBM 2001 Knattspyrnumótið fór fram í Víkingsheimilinu Víkinni laugardaginn 21. apríl sl. Ellefú lið mættu til leiks. Keppt var í tveimur riðlum og síðan fór fram úrslitakeppni þar sem átta lið kepptu. Morgunblaðið stóð uppi sem sigurvegari en liðið hefur komist í úr- slit mótsins frá 1992 og var því langþráðum árangri náð. Sigurliðið skoraði 18 mörk í sjö leikjum. FBM hélt sitt árlega bridds- mót (tvímenning) 4. nóv- ember og var spilað á fjór- um borðum. Keppnisstjóri var Guðmundur Aldan. Sigurvegarar móts- ins urðu þeir Guðmundur Sigurjónsson og Baldur Bjartmars með 104 stig. í öðru sæti urðu Sigurður Steingrímsson og Gísli Steingrímsson. í þriðja sæti Stefán Hjaltalín og Svanhvít Jakobsdóttir með 90 stig. 4 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.