Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 12
Lnðrasveitin bíður... Jakob Viðar Guðmundsson ræðir við Inga Rafn Ólafsson Prenttæknistofnun hefur verið í stöðugri þróun allt frá stofnun. Hlutverk hennar er að vera eftirmenntunarmiðstöð fyrir prentiðnaðinn. Á vegum stofnunarinnar eru haldin námskeið varðandi alla þætti prentiðnaðar. Sérstaklega eru tölvunámskeið umfangsmikil, en einnig eru haldin námskeið í prentun og bókbandi. Einnig hefur Prenttæknistofnun séð um rekstur Marg- miðlunarskólans sem er sameign hennar og Rafiðnaðar- skólans. Á haustmánuðum tók Ingi Rafn Olafsson við framkvæmdastjórn Prenttæknistofnunar og til að forvitnast um framtíðina hjá stofnuninni og dálítið um hann sjálfan heimsótti ég hann og pundaði á hann nokkrum spurningum. | 12 ■ PRENTARINN Svona í byrjun: Segðu okkur dá- lítið frá sjálfum þér. Hafði það einhver áhrifá það að þú valdir þrentsmíð að faðir þinn Ólafur Ingi Jónsson var kennari við Iðnskólann og þrentsmiðjustjóri hjá DV? Já, það hugsa ég. Ég sagði nú reyndar alltaf, þegar ég var lítill og var spurður hvort ég ætlaði mér ekki að verða prentari, þvert nei. Eftir stúdentinn var ég eitt- hvað í vafa um hvað ég vildi gera. Mér bauðst að komast á samning hjá DV Það var mikil lægð í þjóðfélaginu á þessum tima og mér fannst ekki mikið um tækifæri svo ég ákvað bara að slá til og prófa þetta. Nú lœrðir þú þrentsmíði hjá Frjálsri fjölmiðlun. Hvað tók svo við? Eftir að ég kláraði sveinsprófið fór ég til Þýskalands í eitt ár. Þar var ég í þýskunámi en langaði einnig til að vinna í þýskum prentiðnaði. Það gekk eftir og ég vann hjá Meinders og Elstermann í Osnabriick í fjóra mánuði. Það var nrjög lærdómsríkt og hvatti mig til að fara í ffekara nám sem ég og gerði. Ég kom heim og vann í hálft ár og fór svo í nám til Bandaríkjanna, nánar tiltekið Rochester í New York ríki. Þessi borg er nálægt landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Skól- inn heitir Rochester Institute of Technology (RIT). Prentskólinn þar er talsvert virtur. Þar dvaldi ég í þrjú ár og lauk þaðan BS námi í framleiðslustjórnun fyrir prentverk. Og þegar þú kemur heim, ferðu þá strax að vinna Itjá Moggan- um? Já. Ég hafði unnið aðeins á Mogganum áður en ég fór út og líka bæði sumrin þegar ég kom heim, á meðan ég var í náminu, en fer svo að vinna þar þegar ég kem heim vorið '99 og þá sem verkstjóri í auglýsingaffam- leiðslu. Ég var þar í rúm tvö ár eða þangað til 1. ágúst siðastlið- inn er ég byrjaði hér hjá Prent- tæknistofnun Snúum okkur þá að Prent- tœknistofiiun. Er eittlivað sér- stakt sem þú œtlar að beita þér fyrir? Ég sé Prenttæknistofnun á nokkrum tímamótum um þessar mundir. Hún hafði mjög skýrt hlutverk á tímabili sem var að mennta prentiðnaðarfólk á tölvur og um nýjungar á sviði umbrots og myndvinnslumála, meðal ann- ars. Prentara- og bókbindaranám- skeið breytast með tímanum en ekki eins mikið og námskeiðin fyrir prentsmiði. I mörgum tilfell- um voru námskeiðin hjá Prent- tæknistofnun grunnnámskeið á tölvur. Þetta hefur breyst. Nám- skeiðin sem við erum farin að bjóða upp á eru mun sértækari. Til dæmis má nefna litastjórnun- arnámskeið sem haldið var í vet- ur, einnig má nefna námskeið sem við erum að hugsa um að bjóða í vor. Það er strengspennu- námskeið, sem er mjög sérhæft prentaranámskeið, hugsað fyrir þá sem eru að prenta á prentvélar sem eru með streng. Þetta eru svona dæmi um námskeið sem ekki mundu hæfa neinum nema þeim sem eru í þessum iðnaði. Ég sé lika fyrir mér að Prenttækni- stofnun komi mikið við sögu í vexti og framgangi nýja námsins í upplýsinga- og íjölmiðlagreinum. Stofnunin hefur haft umsýslu með þessum undirbúningi og sér einnig um rekstur starfsgreinaráðs í upplýsinga- og fjölmiðlagrein-

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.