Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 22

Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 22
Georg Páll Skúlason: Samruni félaga efst á baugf UNI - Europa Graphical (UNI - EG) Sœmundur og Ritta Hansen frá Danmörku, en hún lét af störfum formanns heilbrigðis- og vinnuverndarnefndar á þinginu. Ársfundur UNI - Europa grafíkdeildar var haldinn í Prag, Tékklandi, 11. og 12. október sl. 27 þátttak- endur höfðu atkvæðisrétt, einnig voru 33 áheyrnar- fulltrúar frá 22 löndum skráðir til þátttöku. Ljóst er að fátækari félög eiga erfitt með að greiða fé- lagsgjöld og þar með að taka þátt eftir breytingar á félagsgjöldum en við sameininguna við UNI var þessu breytt þannig að allir greiða jafnt gjald pr. félagsmann, óháð efna- hag. Fulltrúar FBM voru Sæmundur Árnason og Georg Páll Skúlason. Frantisek Stasek, formaður Typograficka Beseda, bauð þátt- takendur velkomna til Prag. Hann rakti stuttlega sögu félagsins sem var stofnað 1882 með 217 félags- menn. Arið 1939 var landið her- tekið af nasistum og 15. mars 1946 var félagið sett í samband með öðrum óskyldum félögum. Félagið var endurreist árið 1990, það hefur samningsrétt fyrir uþb. 80% af vinnuafli í iðnaðinum, en störfum hefur fækkað mikið í greininni og fyrirtæki flytjast úr stórborgum. Félagar eru nú 2500, þ.e. 1250 á vinnumarkaði og 1250 sem ekki eru í starfi. Ársskýrsla I upphafi máls sagði Tony Dubbins formaður þetta vera ann- an formlega aðalfund UNI - EG, en grafíski iðnaðurinn er deild í UNI Europa. Hann sagði að samstarf hefði gengið vel og að með því hefði grafíski iðnaðurinn verið virtur á borði UNI - International. Við vildum, sagði hann, að kraftur UNI - EG myndi ekki minnka við sameininguna heldur, þvert á móti, ætluðumst við til að starfið myndi aukast. Greinin greiðir 6 sinnum hærra gjald en aðrar og það endurspeglar kraftmeira starf hjá okkur en hjá hinum greinun- um. Gott starf hefur verið unnið í Austur-Evrópu, ráðstefna í Pól- landi um evrópsk starfsmannaráð. Staðið var íyrir baráttudegi og blaðamannafundi vegna peninga- prentunar og vakin athygli á afar slæmri stöðu í þeirri grein. Ekki var eins góð þátttaka í þessu og við áttum von á. Ekki hefur geng- ið vel að vinna með atvinnurek- endum í Intergraf sl. ár. Þýskir at- vinnurekendur hafa haft forgöngu í því að neita samstarfi. Með komu evrunnar á næstu mánuðum er ljóst að sameiginleg- ur réttur í Evrópu er mikilvægari en áður. Sviss hefur neitað að gera kjarasamning og vitt og breitt er reynt að skerða félagsleg réttindi t.d. á Ítalíu, í Þýskalandi, Austurríki og Noregi. 35 tima vinnuviku verður komið á í Frakklandi fljótlega. Dubbins óskaði IG-Medien til hamingju með sameiningu VERDI en þýska félagið er stærsta einstaka verka- lýðsfélag í heimi. Starfsemi UNI - EG og nefndir Francois Ballestero ritari UNI - EG fór yfir ítarlega skýrslu um íjölda funda og starf skrifstofunn- ar og stjórnar á liðnu starfsári. Mikið starf heftir verið urrnið í nefndum um samningamál, Aust- ur- Evrópu og uppbyggingu fé- laga þar, kvennanefnd og vinnu- vernd. Annað hefur gengið upp og ofan s.s. samstarf við atvinnu- rekendur þar sem í gangi eru tvö verkefni sem komast lítið áfram, s.s. Dismed sem á að verða gagnagrunnur um allt mögulegt er viðkemur prentiðnaði og rann- sókn á störfum í iðnaðinum sem er ætlað að auðvelda samanburð á menntun og auðvelda fólki að færast milli landa og fá starfs- reynslu sina metna. Ballestero nefndi m.a eftirfar- andi verkefhi sem eru efst á list- anum sem framtíðarverkefni: Auka og styrkja evrópskt sam- starf í samningamálum, kynna gagnagrunn um samninga í prent- iðnaði, þróa samstarf við atvinnu- rekendur og stjórnvöld, finna nýja leið til að vernda peningaprentara, koma á umræðum milli aðila í umbúðaiðnaðinum, staðfesta að- gerðaráætlun kvennahóps UNI og skipuleggja fundi meðal ungra fé- laga. Starfsmannamál Fyrir fundinum lá engin tillaga en á síðustu stundu var lögð fram neyðartillaga sem fjallaði um starfsmannamál á skrifstofu UNI - EG. Stjórnin er í viðræðum við aðalritara UNI - Europa um starfsmannamál, þe. einn starfs- manna UNI - EG hefur verið færður til í starfi á aðalskrifstofu UNI - Europa. Fundurinn sam- þykkti tillöguna sem þrýstir á að grafíski iðnaðurinn líði ekki fyrir þessar breytingar. Aðgerðaráætlun kvenna- hóps UNI - Europa Monica Marti formaður kvennanefhdar UNI - Europa fylgdi úr hlaði aðgerðaráætlun sem samin hefur verið. í máli hennar kom ffam að ETUC er að vinna að jafnlaunaátaki og er að safna upplýsingum úr mörgum greinum. Fram kom hjá henni að lágmarkslaun eru oftar greidd konum og hlutastörf eru frekar í höndum kvenna og þá vantar oft ráðningarsamninga. Þær styðja sveigjanleika í starfi en ekki á forsendum atvinnurekenda sem eru að ráða og reka eftir þörfum. Mjög mikilvægt er að konur hafi fulltrúa í öllum nefndum og stjórnum í verkalýðsfélögum. Eins leggja þær áherslu á að farið sé yfir öll gögn, s.s. samn- inga og lög félaga og kannanir séu kyngreindar, s.s. varðandi laun, vinnutíma og vinnuaðstæð- ur. Samruni félaga Mikil áhersla var lögð á sam- einingaráform félaga og lagði Simon Dubbins fram skýrslu þar sem sagt er frá hvað hvert land er að gera i þessum málum. Víðast er verið að skoða sameiningu við önnur félög til að treysta stöðu fé- laga og mæta þeim breytingum sem orðnar eru og standa fyrir dyrum í greininni. í nokkrum löndum er verið að skoða sam- runa prentiðnaðarfélaga og félaga í rafiðnaði. Eina landið sem ekki er að huga að þessum málum er Bretland. Fram kom að afar slæm staða er hjá félögunum í Austur- Evrópu. 22 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.