Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 20

Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 20
Halldór Crönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ Lög um fæOingar- og foreldraonlof Mikilvægar réttarbætur fyrir foreidra á vinnumarkaði Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðunni www.fbm.is sem hefur tengingu á heimasíðu Alþýðusambands íslands www.asi.is en sambandið hefur ákveðið að vera helsta upplýsingaveita um málefnið og fylgja eftir breytingum sem orðið hafa á lögunum. Ný lög um fæðingar- og foreldraorlof voru samþykkt á Alþingi vorið 2000. Segja má að lögin feli í sér Qögur meginatriði eins og þau snúa að foreldrum á almenna vinnumarkaðinum: í fyrsta lagi er vinnuvernd þungaðra kvenna og kvenna sem eru með börn á brjósti treyst til muna frá því sem áður var. í öðru lagi var orðið við kröfum verkalýðshreyfingarinnar í mikil- vægum atriðum hvað varðar lengd, mögulegan sveigjanleika og greiðslur í fæðingarorlofi. í þriðja lagi er öllum foreldrum tryggður réttur til töku foreldraor- lofs, að viðbættu hefðbundnu fæðingarorlofi. j íjórða lagi er síðan tekið á ýmsum réttindamálum er varða þungað- ar konur og foreldra í fæðingar- og foreldraorlofi. Lögin hafa að fullu tekið gildi ef frá er talið fæðingarorlof feðra sem verður að fullu komið til framkvæmda 1. janúar 2003. Hér á eftir verður gerð frekari grein fyrir hverjum þeirra þátta nýju laganna sem nefndir voru hér að framan. Réttindi þungaðra kvenna og kvenna með barn á brjósti treyst í lögum um fæðingar- og foreldraorlof er kveðið á um skyldur at- vinnurekenda til að meta eða láta fara fram mat á mögulegum áhættuþáttum varðandi vinnuaðstæður og skipulag vinnunnar með tilliti til öryggis og heilbrigðis þungaðra starfsmanna og til að bregð- ast við með viðeigandi hætti, eftir því sem þörf krefur. Sama gildir um konur sem nýlega hafa alið börn eða eru með barn á brjósti. Við- eigandi ráðstafanir geta falið í sér breytingar á vinnuaðstæðum eða starfi, þar með talið á vinnutíma, eða tilflutning í annað starf verði nauðsynlegum breytingum ekki komið við. í lögunum er skýrt kveð- ið á um að slíkar ráðstafanir megi ekki leiða til skerðingar á launum eða öðrum starfstengdum réttindum viðkomandi starfsmanns. Verði hvorki komið vió breytingum á starfi eða tiiflutningi í annað starf sem hæfir hinum þungaða starfsmanni, skal hann fá leyfi frá störfum meðan öryggi hans og heilsa kreljast slíks. Samkvæmt lög- unum öðlast viðkomandi þá rétt til greiðslu fæðingarorlofs sam- kvæmt þeirn reglum sem um það gilda án þess að skerða rétt til hefðbundins fæðingarorlofs. Framkvæmd framangreindra ákvæða er nánar útfærð í reglugerð sem félagsmálaráðherra hefur gefið út, nr. 931/2000. Samkvæmt fæðingarorlofslögununt öðlast þungaðar konur, sem eru óvinnufærar í meira en einn mánuð fyrir áætlaða fæðingu, rétt til viðbótarfæðingarorlofs í allt að tvo mánuði. Loks ber að geta þess að samkvæmt kjarasamningum eiga þung- aðar konur rétt á nauðsynlegum fjarvistum án frádráttar á föstum launum, þurfi slík skoðun að fara fram í vinnutíma. | 20 ■ PRENTARINN Lengra og sveigjanlegra fæðingarorlof tengt tekjum í fæðingar- og foreldraorlofslögum er komið til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar um lengingu fæðingarorlofsins, að greiðsl- ur í fæðingarorlofi yrðu hækkaðar og tekjutengdar og að möguleikar foreldra á sveigjanleika við töku orlofsins yrðu auknir til muna. Kveðið er á um rétt til töku fæðingarorlofs vegna fæðingar, frumættleiðingar eða töku bams í varanlegt fóstur að átta ára aldri. Fæðingarorlofið verður 9 mánuðir þegar lögin em að fullu komin til framkvæmda, 3 mánuðir bundnir móður, 3 mánuðir bundnir föður, og þremur mánuðum geta foreldrar ráðstafað sín á milli að vild. Fæðingarorlof feðra er nú einn mánuður. Það verður tveir mánuðir frá 1. janúar 2002 og þrír mánuðir frá 1. janúar 2003. Með þessu fyrirkomulagi fæðingarorlofs er stigið róttækt skref í að jafna rétt foreldra til fæðingarorlofs og þá um leið barnanna til að vera samvistum við báða foreldra sína á fyrsta æviskeiðinu. Urn leið standa vonir til að þessi ráðstöfun leiði til jafnari stöðu og jafnari möguleika kynjanna á vinnumarkaði. Körlum er gert mögulegt að axla meiri ábyrgð á börnum og heimili og atvinnurekendur eiga síð- ur að geta gengið að því vísu, eins og nú er, að konurnar beri jafnan ábyrgð á og annist börnin en karlarnir taki yfirleitt starfið fram yfir fj ölsky Iduábyrgðina. Sveigjanleikinn er aukinn og gert er ráð fyrir því að foreldrar geta tekið fæðingarorlofið í einu lagi eða í áföngum og/eða samhliða skertu starfshlutfalli. Þessi sveigjanleiki og framkvæmd hans eru bundin samþykki eða samkomulagi við atvinnurekanda. Fæðingaror- lof má nýta allt til 18 mánaða aldurs barnsins og lengur ef um er að ræða ættleiðingu eða varanlegt fóstur. Greiðslur í fæðingarorlofi miðast við 80% af heildarlaunum síð- ustu 12 rnánuði samfellt, sem lýkur tveim mánuðum fyrir upphafs- dag fæðingarorlofs. Jafnframt er kveðið á um ákveðið lágmark greiðslna í fæðingarorlofi. Greiðsla til foreldris sem hefur verið í 25-49% starfi er að lágmarki kr. 54.021 á mánuði og greiðsla til foreldra í 50-100% starfi kr. 74.867. Auk þess sem að framan greinir gilda sérreglur um greiðslur í fæðingarorlofi til námsmanna, sjálfstætt starfandi og heimavinnandi. Þá eru sérstök ákvæði unt fæðingarorlof vegna íjölburafæðinga, fósturláta og andvana fæðinga og veikinda barns eða móður tengd fæðingunni. Síðast en ekki síst er mikilvægt að launafólk heldur áfram að ávinna sér öll réttindi á vinnumarkaði meðan á orlofstökunni stend- ur. Þannig mun fæðingarorlofssjóður t.d. greiða 6% mótframlag í líf- eyrissjóð í fæðingarorlofi og hluta atvinnurekenda vegna viðbótarlíf- eyrissparnaðar þar sem hann er til staðar.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.