Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 8
Hilriur Jónsdóttir Þessi tími er „yndislegur“, „ dásamlegur“ Á árunum 1996-1998 stóð yfir verkefnið Karlar og fæðingarorlof, sem jafn- réttisnefnd Reykjavíkur- borgar hafði forgöngu um og styrkt var af Evrópu- sambandinu. Verkefnið var hið fyrsta á sviði jafn- réttismála hér á landi sem ESB styrkti. Á þeim tíma var umræðan um fæðing- arorlof feðra nýkviknuð og með verkefninu vildi jafnréttisnefnd taka undir þessa kröfu svo um mun- aði. í formála ritsins Gegnum súrt og sætt, sem gefið var út í kjölfar verkefnisins með rannsóknarnið- urstöðum þess (1998), segir einmitt: „I nefndinni var vilji til að hrinda í framkvæmd jafnréttis- verkefni sem allt í senn gæti aflað okkur mikilsverðrar nýrrar þekk- ingar á einhverju sviði jafnréttis- málanna, virkað sem hvati á þró- un jafnréttisbaráttunnar og jafnvel snert eitthvert það málefni sem hingað til hefði ekki notið þess fiilltingis opinberra aðila sem sky!di.“ Sama viðhorf kom einnig fram í styrkumsókninni til Evr- ópusambandsins 1996, en þar var því lýst að eitt markmiða verkefn- isins væri að þrýsta á um sjálf- stæðan, lagalegan rétt karla til fæðingarorlofs. Þegar áður en verkefninu var formlega lokið, eða 1. janúar 1998, öðluðust ís- lenskir karlar tveggja vikna rétt til fæðingarorlofs, og eins og alþjóð veit hefur þeim nú verið tryggður réttur til að lágmarki þriggja mán- aða orlofs frá 1. janúar 2003. Segja má að þróunin síðustu ár hafi verið með ein- dæmum hröð og er ísland nú í fararbroddi þjóða heims að þessu leyti. Sem dæmi um þessa hröðu þróun má nefna að Karlar og fæðingarorlof var fyrsta ESB verkefnið sem var með karla og réttindi þeirra sem höfuðviðfangsefni. Af þessum sökum naut verkefnið mikillar at- hygli á vettvangi Evrópusam- bandsins og á án efa sinn þátt í að Reykjavíkurborg berast á ári hverju fjöldamörg boð um sam- starf á sviði jaíhréttismála frá ríkjum ESB. Verkefninu Karlar og fæðingar- orlof var hrundið af stað með því að starfsmönnum Reykjavíkur- borgar sem áttu von á barni á til- teknu tímabili var heimilað að sækja urn þriggja mánaða fæðing- arorlof á fullum launum. Sett voru þau skilyrði að fyrsta mán- uðinn skyldi taka í kringum fæð- ingu barnsins, töku annars mán- aðarins mátti hver og einn haga því sem næst að vild, t.d. skipta honum á móti hlutastarfi, en þriðja mánuðinn skyldi taka eftir að móðir barnsins hefði lokið sínu fæðingarorlofi og horfið aft- ur til starfa. Gegn þessu skuld- bundu feðurnir sig til að taka þátt í eigindlegri rannsókn, sem fól í sér viðtöl og ritun dag- bókar, en afrakstur hennar birtist í ritinu Gegnum súrt og sætt, sem áður er vikið að, en dr. Þorgerður Einarsdóttir er höíundur rannsóknarinnar. Samtímis þessu voru valdir þrír feður sem fylgt var eftir af tökuliði, sem gerði heimildarmynd um efnið. Einn þeirra var öðrum fremur í aðalhlutverki í myndinni, en hann og kona hans voru þjálfuð til að taka sjálf myndir á stafræna myndavél inni á heimilinu. Þannig fengust tökur og orða- skipti sem vafamál er að náðst hefðu með öðrum hætti. Feðumir átta sem þátt tóku voru margvíslegir. Aldur, mennt- un og starfsvettvangur innan borgarkerfisins spannaði vítt svið og í hópnum voru bæði almennir starfsmenn og yfirmenn á vinnu- stað. Þeir bjuggu allir með barns- mæðrum sínum, sem var reyndar skilyrði fyrir þátttöku. Tveir vom að eignast sitt fyrsta bam, aðrir tveir að eignast þriðja barn sitt, og fjórir vom að eignast annað bam sitt. Af þeim fjórum sem voru að eignast annað barn sitt voru tveir að eignast sitt fyrsta barn í núverandi sambúð eða hjónabandi. Tveir úr hópnum höfðu reynslu af fæðingarorlofi í útlöndum. I fyrsta viðtalinu sem tekið var áður en börnin fæddust var grennslast fyrir um ástæður þess að þeir sóttu um að vera með í verkefninu. Athygli vakti að fæst- ir feðranna töluðu mikið um barn- ið sjálft sem í vændum var út frá væntingum um eigin tengsl við það. Ef þeir áttu böm fyrir lýstu

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.