Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 17

Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 17
Eru fleiri íslendingar þarna í sama námi og þú? „Eftir því sem ég best veit þá er ég eini Islendingurinn hérna núna. En ég hef heyrt af öðrum sem hafa verið hér áður. Veit samt ekkert meira um það.“ Kemur þú heim að lokitu námi? „Að sjálfsögðu. Stefnan er tek- in í Héraðsprent að námi loknu. Þar hef ég í gegnum árin lært allt sem ég kunni áður en ég kom hingað og hefur sú reynsla komið mér að gííúrlega góðum notum hér. Þangað ætla ég að fara og nýta mér menntunina þegar ég verð útskrifúð. Hvernig eru atvinnuhorfur í faginu þama þar sem þú ert? „Ég er nú ekki mikið inni í fag- inu hér en ég hef heyrt að það hafi verið einhver smá samdrátt- ur, samt ekkert meiriháttar. Ég veit líka að hér í Halifax eru laun- in lægri heldur en heima á Is- landi.“ Þessi árangur þinn, að vinna forsíðukeþpnina þrjú ár í röð, er vissulega glœsilegur. Ertu stöðugt að hugsa um hönnun? „Ég er alltaf að hugsa um hönnun, alls konar hönnun, ekki bara grafíska. Ég horfi mikið í kringum mig og les tímarit og skoða bækur. Svo hef ég áhuga á arkitektúr og listasögu. Ég er samt ekki alltaf sílesandi og pælandi! Þetta nám hefur að mörgu leyti opnað augu mín fyrir mörgum öðrum flötum grafískrar hönnunar, þ.e.a.s. ég skoða mitt nánasta umhverfi allt öðruvísi. T.d. skrifaði ég tillögu í einum áfanganum til fyrirtækisins sem rekur strætó hér í borg, í sam- bandi við upplýsingahönnun og skiltahönnun fyrir strætisvagna- kerfið og strætisvagnastoppi- stöðvarnar. Grafísk hönnun er svo miklu meira heldur en bara að hanna plaköt og auglýsingar og gera eitthvað flott eða smart! Upplýsingahönnun (information design) er gífurlega mikilvægur hluti grafískrar hönnunar því hún tekur á þessum daglegu hlutum í lífinu sem við tökum kannski aldrei eftir, eins og t.d. hvernig upplýsingum er komið fyrir í ■ íc,0 3 X' - 311 " u Það sem ég vil gera í minni hönnun er að koma skilaboðunum beint til þess sem horflr á, engar flœkjur eða ofhlœði af upplýsingum. strætóskýlum og hvernig þær eru skipulagðar." Hvaðan fœrðu hugmyndir? „Ég fæ hugmyndir alls staðar. Yfirleitt um eitthvert málefni sem er ofarlega í huga mínum. Eins og t.d. forsíðan sem var með letrinu og spurningunni „Er íslenska okkar mál?“ Þegar ég gerði þá forsíðu þá var ég mikið að hugsa um öll þessi nýju tölvuorð og hvernig þau hafa blandast inn í daglegt tal prentiðnaðarins. Ég fæ líka oft hugmyndir úr náttúrunni og úr mannlífinu." Þú virðist hafa frekar svona „plein" stíl, hvað finnst þér um menn eins og t.d. David Car- son? „Jú jú, margt sem David Car- son hefur gert er sniðugt. Minn uppáhaldshönnuður er samt án efa Tibor Kalman, hann var ótrú- legur náungi. Það má alveg segja að ég hafi einfaldan stíl. Það sem ég vil gera í minni hönnun er að koma skilaboðunum beint til þess sem horfir á, engar flækjur eða ofhlæði af upplýsingum. Ég er ekki hrifin af póstmódernisma! Svo er ég líka orðin leið á öllu þessu photoshop-mixi, það geta allir fiffað eitthvað með photos- hop-filterum en það þarf kannski meiri kunnáttu til að teikna sjálfur og nota hendurnar meira í ferlinu heldur en að láta forritin búa hlut- ina til. Aðalkennarinn minn, Þjóðverji að nafni Hanno Ehses, leggur mikla áherslu á við okkur að hætta að hugsa um útlitið ein- göngu og hugsa frekar um hvað það er sem við erum að reyna að |! U l|ii § : ■ IF^,, » ■ Úr stúdíóinu okkar sem er eingöngu fyrir þá sem eru í Communication Design prógramminu. segja og hvaða upplýsingum við erum að reyna að koma fram, út- litið komi svo síðast, og sé í raun- inni það þýðingarminnsta af öllu ferlinu. Stundum sé ég líka hönn- unargripi þar sem öll áherslan hefur verið lögð á útlitið og upp- lýsingarnar hafa einhvern veginn týnst á leiðinni. Það er náttúrlega alveg glatað!“ Hvað gerir þú þegar þú ert ekki að hugsa um hönnun? Áttu ein- hver önnur áhugamál? „Mitt stærsta áhugamál er mað- urinn minn, Ingvar. Greyið er bú- inn að vera einn á Islandi allan síðasta vetur og það sem af er þessum vetri. En hann ætlar að koma með mér út núna í janúar og vera fram á vorið. Ahugamál númer tvö er án efa stangveiði, ég er algjörlega forfallin veiðimann- eskja og veit ekkert betra en að standa við á eða sitja við vatn og hlusta á náttúruna og þögnina og veiða. Þar finn ég minn griðastað frá öllu stressinu og þessu dag- lega amstri. Sumir voru nú eigin- lega búnir að fá nóg af veiðiferð- um síðastliðið sumar. Veiðidellan er landlæg í Ijölskyldunni eins og prentið! Ég hef líka mjög gaman af því að mála með vatnslitum." Þegar ég hafði samband við Ingunni var hún önnum kafin við að búa sig undir að koma heim í jólafrí en gaf sér samt tíma til að spjalla við mig. Ég vildi ekki tefja hana lengur en óska henni og öll- um lesendum Prentarans gleði- legrar hátíðar og velfamaðar á nýju ári. PRENTARINN ■ 17

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.