Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 11
partíi Halldórs Viðars þegar sá út- skrifaðist sem prentari. Halldór hafði reyndar ekki verið spenntur íyrir prentnáminu en Kjartan í Isafold tók drenginn á eintal að hætti fjölskyldunnar og sannfærði hann um gildi námsins. Og nú Diana Huiphimai ætlar Jakob faðir hans að bæta við sig prentlistinni! Hjónabandsmiðlunin Oddi En Oddinn hefur alið af sér fleiri ástardúfur. Þau Magnús Már Magnússon og Sigríður Kristín í Prentmeti kynntust í Odda. Sama á við um Karenu Osk í Odda og Ösp og Halldór Vióar Oddgeir Þór Gunnarsson í Prent- meti. Prentsmiðurinn Friðrik Arnason í Odda elskar Díönu L. Huiphimai sem vinnur ásamt systur sinni Uthai í Odda, en Ut- hai er eiginkona Arnar Garðars- sonar prentsmiðs í Odda. Magnús Matthíasson framleiðslustjóri í Odda varð fyrir skotum Amors í Odda þegar frúin Guðlaug Þ. Guðmundsdóttir vann þar í bók- bandinu. I Odda starfa einnig hjónin Kristín Auðunsdóttir gjald- Friórik Arnason keri og Hafsteinn Hjaltason prent- smiður. Prentarinn Stefán Þor- steinsson kvæntist Sigríði S. Björgvinsdóttur prentsmið, og El- ías Skúlason prentari og Kittý M. Jónsdóttir vinna bæði og unnast í Oddanum. Til að æra óstöðugan verður og að nefna til sögunnar Rafn Sigurjónsson prentsmið í Odda sem á Elísabetu Skúladóttur bókbindara, dóttur Skúla Helga- sonar prentara, en þau kynntust í Iðnskólanum. Ólafur H. Stein- grímsson og Jakobína Jóhannes- dóttir matráðskona i Odda eru líka hamingjusöm hjón. Formað- urinn Sæmundur Árnason kynnt- ist lífsförunauti sínum Guðrúnu Eyberg í prentsalnum í Odda og áttu þau 40 ára brúðkaupsafmæli á árinu. Þórdís Einarsdóttir tækni- maður í Odda og Björgvin Bene- diktsson eru par. Björgvin vann í mörg ár í Odda, en hann er sonur Benedikts Björgvinssonar sem er sonur Björgvins, eins af stofnend- um Odda. Mágur Þórdísar er Guðmundur Benediktsson sem er einnig tæknimaður í Odda. Síðast en ekki síst eru svo prentararnir Axel Baldursson og Lilja Dögg Ólafsdóttir ástfangin upp fyrir haus. Örn Garðarsson og Uthai Huiphimai Karen Ósk egi, nánar tiltekið í strandbænum Kragero, búa Aldís Harpa Stef- ánsdóttir prentsmiður og hennar ektamaður Ásberg Magnússon prentari, ásamt börnum og hundi, og gera það gott. Enn kviknar ástin og slokknar í prentsmiðjum landsins. Sumir finna lífsforunaut sinn við kaffi- könnuna í tíu-kaffinu, aðrir spennandi rekkjunauta þangað tii þeirri spennu hefur verið aflétt eftir verklegan þátt á öðrum gólf- um. Og svo gengur lífið sinn vanagang og ekkert athugavert við það í sjálfu sér. Nýjasta og heitasta parið í bransanum eru án efa þau G. Ben og Edda sem tóku saman fyrir nokkrum árum og gátu af sér ýmis prentverk. Nýverið tóku þau svo saman við tvo gaura, trúlega til að innleiða meira fjör í hjóna- lífið, en það eru þeir Steindór og Gutenberg. Verður áhugavert að sjá hve hjónabandið endist lengi úr þessu. Oddinn er stór á mörgum svið- um, það er lýðum ljóst. En víðar hafa ástarörvarnar stungist í hjörtu prentlærðra. Á Morgun- blaðinu féll Magnús Axelsson fyr- ir Jakobínu Ingibergsdóttur sem áður helgaði blaðinu starfskrafta sína. Jón Orri Guðmundsson í Grafik lagði snörur sínar fyrir Júl- íu Ágústsdóttur prentsmið og kennara, þegar bæði unnu í G. Oddgeir Ben, og í Grafik starfar einnig bókbindarinn Haraldur Haralds- son sem kvæntist Laufeyju Sigur- finnsdóttur í bókbandinu í Odda. Júlíus S. Ólafsson bókbindari í Odda fann líka ástina sína Lilian V Reinhold Óskarsdóttur í vinn- unni, en hún ku hætt í faginu. Ritstjóri Prentarans Georg Páll Skúlason kynntist sinni heittelsk- uðu Lindu Ósk í Iðnnemasam- bandinu, en hafði rétt misst af henni í Iðnskólanum í Reykjavík þegar hún lagði stund á bókagerð, en Linda fann fljótt hæfileikum sínum annan farveg en prent- smiðjumar. Ingigerður Guð- mundsdóttir prentsmiður var í fjölda ára starfsmaður í GuðjónÓ. Þangað þurfti eins og gengur að fá viðgerðarmann frá Aco. Jón Gunnar Jónsson varð oftast fyrir valinu og eitthvað leist Ingigerði vel á manninn, og jafnvel spum- ing hvort tækin hafi bilað óvenju oft af ásettu ráði, því nú hefur ást þeirra verið blessuð frammi fyrir Guði og mönnum. Opin fyrir nýjungum Islensk prentpör hafa nokkur freistað gæfunnar í nágrannalönd- unum. Þannig búa hjónin Magnús Ivar Þorvaldsson prentari og Kol- brún Haraldsdóttir í Danmörku, en þau unnu bæði i Plastos áður en þau héldu utan. í Suður-Nor- Kristín Helga og Jakob Vióar PRENTARINN ■ 11

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.