Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 16

Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 16
Lengst til vinstri er kennarinn Hanno Ehses og Ingunn Anna er Ijóshœrða stúlkan með gleraugun. Höimuður muð veiðidellu Jakob Viðar Cuðmundsson spjallaði við Ingunni Önnu Þráinsdóttur á netinu Eins og öllum er kunnugt hefur Prentarinn verið með samkeppni um forsíð- una undanfarin ár og hef- ur áhuginn farið stöðugt vaxandi. Þátttakan í síð- ustu keppni sló öll met og er það vel. Margar athygl- isverðar tillögur hafa komið fram og dómnefnd oftast verið mikill vandi á höndum. Eitt er það sem hefur vakið mikla athygli. Undanfarin þrjú ár hefur ung kona verið meðal sig- urvegara, Ingunn Þráins- dóttir, og er hún frá Egils- stöðum. Ingunn er nú í námi í Kanada, nánar til- tekið í Nova Scotia College of Art and Design í Hali- fax. Þetta vakti forvitni mína og til að svala henni sló ég á þráðinn til hennar og spurði hana út í lífið og tilveruna. Þú kemur úr preutarafjöl- skyldu, er lattgt síðatt þú byrj- aðir að vinna við fagið? „Það má eiginlega segja að ég hafi fæðst með farva í blóðinu, ég hef verið að sniglast í Héraðs- prenti síðan ég var nokkurra ára. Ég hef unnið þar meira og minna síðan ég var unglingur. I Héraðs- prenti hef ég lært alveg ótrúlega góða hluti í sambandi við allt sem snýr að prentun og hönnun. Ég hef haft meiriháttar kennara þar, foreldra mína, þau hafa rekið Héraðsprent í nær þrjátíu ár og hafa gífurlega reynslu til að miðla. Svo vann ég líka í ein- hvern tíma í Steindórsprent Gutenberg, það var mjög skemmtileg reynsla og þar kynnt- ist ég góðu fólki.“ Ertu larður prentsmiður? „Nei. Ég er stúdent frá MH. Svo var ég í írönsku í Háskóla Is- lands og fór í frönskunám til Frakklands. En hugurinn var alltaf við prentið þannig að ég hætti í frönskunni og sló til að koma hingað til Halifax." 16 ■ PRENTARINN Efég tnan rétt þá vann systir þtn einhvem tíma í forsíðusam- keppninni líka. Er grafísk hönn- un einhvers konar fjölskyldu- sport hjá ykkur? „Hahaha... við rnæðgur allar höfúm mikinn áhuga á grafískri hönnun og öll fjölskyldan hefur reyndar mikinn áhuga. Bróðir minn var t.d. að vinna í Héraðs- prenti sl. sumar, þannig að við vorum þar saman öll fjölskyldan. Gunnhildur móðir mín er prent- smiður og hún hefur t.d. unnið logosamkeppni fyrir Menntaskól- ann á Egilsstöðum. Það var mjög spennandi vegna þess að mín til- laga varð númer tvö! Systir mín hefur brennandi áhuga á hönnun og spáir mikið og spekúlerar." Nú ertu t námi í Kanada, Itvers konar nám er þetta sem þú ert í og Itvað er það langt? „Þetta er fjögurra ára nám sem lýkur með BA gráðu í hönnun. Það sem ég er að læra er Comm- unication Design, og er grafísk hönnun aðeins hluti af því námi. Þetta er prógramm sem er kennt 2 seinni árin af fjórum og þarf að sækja sérstaklega um að komast inn í það. Það þarf að skrifa 2 rit- gerðir og senda inn möppu með 15 verkum sem maður hefúr gert sjálfúr. Ég sendi t.d. inn grafíska hönnunargripi, máluð verk (vatns- liti), typografíu-verk, heimasíðu- hönnun o.fl. Aðeins 15 nemendur eru teknir inn á ári. Ég var svo stálheppin að komast inn núna í haust og verð þá í Commun- ication Design-prógramminu þar til ég útskrifast vorið 2003.“ Afhverju valdir þú Kattada? „Ég fann þennan skóla á net- inu, algjör heppni. Ég var líka að skoða London College of Printing og Alberta College of Art and Design í Calgary, Kanada. Ég hringdi í Guðmund Odd kennara í Myndlista- og handíðaskólanum sem þá hét svo og spurði hann um Nova Scotia College of Art and Design og hann mælti eindregið með honum. Þessi skóli er þekkt- ur um allan heim þótt aðeins séu um 1000 nemendur í honum.“

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.