Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 9
þeir nær undantekningalaust þeim væntingum sínum að fæðingaror- lofið myndi nýtast þeim til að annast eldri börnin, til að „passa að þau yrðu ekki útundan". Jafnvel var gengið svo langt að lýsa fæðingarorlofinu sem í vændum var sem síðbúnu fæðingarorlofi sem helgað skyldi eldra barni sem ekki hafði notið samvista við föður sinn fyrstu mánuð- ina. Einnig lýstu þeir löngun til að skapa móð- urinni og nýja barninu hreiður og skjól þar sem þeir tækju að sér að bægja frá ytra áreiti, húsverkum og öðru slíku. I þvi sambandi var þeim mikilvægt að brjóstagjöfin gengi vel, móðirin fengi hvíld og að álag sem dregið gæti úr mjólk- urframleiðslu yrði sem minnst. Það var engu líkara en feðurnir ættu erfitt með að sjá fyrir sér fyrirfram hvert yrði hlutverk þeirra gagnvart nýja barninu. En þeir veltu líka fyrir sér eigin foð- urímynd. Allir nema tveir sögðu sína eigin feður hafa verið meira og minna fjarverandi alla þeirra barnæsku. Eins og einn lýsti sínu sambandi við föður sinn: „Sam- bandið var í sjálfu sér gott þegar maður hitti á hann en Iiann var mjög lítið heima. Sá okkur mjög sjaldan." Og annar sagði: „Þetta var of mikið, þessi fjarvera hér áður fyrr. Menn unnu of mikið... sáust ekki heima hjá sér. Fyrr en bara allt i einu að þeir voru orðnir gamlir menn og gátu ekki meir.“ En þegar í fæðingarorlofið var komið tók við tímabil sem hafði rnikil og óvænt tilfinningaleg áhrif á feðurna. Fjölskyldan svífur um á rósrauðu skýi. Þessi tími er „yndislegur“, „dásamlegur" og „maður er í leiðslu, maður er svo hamingjusamur..“ svo notuð séu þeirra eigin orð. Margir missa tímaskyn og dagarnir ganga út á að kynnast hinum nýja einstak- lingi, dást að honum, læra á hann, en jafnframt að vaxa sjálfúr ásamt makanum inn í hin nýju hlutverk. 1 mörgum tilvikum var móðirin einnig að læra nýtt hlutverk. Ein þeirra orðaði það svona: „Fyrsta mánuðinn vorum við bæði eins og vit- leysingar, snerumst í kringum hana eins og Gög og Gokke.“ A dagbókum karlanna þessa fyrstu mánuði sést að þeir sögðu ekki alveg skilið við „karlmanns- veröld“ sína, þótt þeir legðu höf- uðáherslu á stuðning við móður- ina og eftir atvikum eldri böm. Þeir voru heilmikið að stússa, svo sem útrétta og dytta að húsnæði, en margir gerðu sér vísvitandi far um að vera virkir í umönnuninni alveg frá byrjun. „Það er ýmislegt sem við höfúm til málanna að leggja strax frá byijun,“ sagði einn þeirra. Meðal þess er að skipta á barninu, baða, taka það þegar það er óvært og veita móð- urinni tíma fyrir sig einvörðungu, sem er hægt ef sú fyrirhyggja er sýnd að frysta brjóstamjólk og gefa hana úr pela þegar móðirin er fjarverandi. Eitt af skilyrðunum sem fæð- ingarorlofið var undirorpið var að þriðji mánuðurinn yrði tekinn eft- ir að orlofi móðurinnar væri lok- ið. Segja má að þetta hafi að vissu leyti verið óbilgjamt skil- yrði sem hafi skapað nokkra pressu á fjölskyldurnar. Að baki því lá sá vilji jafnréttisnefndar að innan verkefnisins fengist reynsla af því að glíma við aðstæður sem margar fjölskyldur lenda í, þ.e. að samræma atvinnuþátttöku beggja foreldra ungra barna og um leið að tryggja að feðurnir fengju reynslu af því að vera sá aðili sem tæki að sér hina daglöngu að- alábyrgð á um- önnun barns. Við vildum með öðrum orðum skapa skilyrði til þess að feðurnir öðluðust þá reynslu sem þeim er sjald- gæf en algengari meðal kvenna; að vera einir heima með lítið barn lungann úr degin- um og verða að sinna öllum þörfúm þess - taka allan pakkann. Það er skemmst frá því að segja að þetta er sá tími sem feðurnir lýstu sem lærdómsríkust- um. Jafnframt gat hann verið flókinn. Einkum þegar þurfti að samræma umönnun yngsta barns- ins og umönnun hinna eldri. I þessum mánuði tengdust við- fangsefnin og það hvernig úr þeim var leyst einnig því sem Þorgerður Einarsdóttir lýsir með því að aðgreina hlutverk þess sem litur á sig sem „meðhjálpara" á heintilinu, og hins sem er þátttak- an í öllum verkum tengdum heim- ili og börnum tamari, en þeim lýsir hún sem „húsföðurnum.“ Og hið daglega líf getur orðið flókið. Eða svo vitnað sé beint til Þor- gerðar: „Það þarf að læra hand- tökin og að lesa úr látbragði barnsins hvað arnar að. Helst þarf að vera búið að blanda pela eða mauka mat áður en barnið verður of svangt svo maður „missi það ekki í fylu“ svo notuð séu orð eins pabbans. Þegar meiri rútína kemst á þessi verk í þágu barns- ins gefst betri tími fyrir annað... Nokkrir karlanna lýsa bæði í við- tölunum og dagbókinni áreynsl- unni við að samræma ólíkar þarf- ir eða greiða úr afbrýðissemis- köstum. Lífið er vandasamt þegar eldra barnið er órólegt og vill fara út en litla barnið er veikt og þarf að vera inni. Eða þegar eldra barnið þarf nauðsynlega að fá at- hygli meðal litla barnið er í miðju grátkasti." PRENTARINN En það voru ekki bara eldri börn sem gátu gert lífið flókið. Feðurnir voru líka spurðir um af- stöðuna til vinnunnar, hvort hún togaði i eða hvort þeim reyndist auðvelt að útiloka hana. Nokkrir gerðu tilraunir til að skipta hluta orlofsins þannig að þeir unnu hálfan vinnudag, en höfðu nei- kvæða reynslu af því, fannst hlaupin og álagið of mikið. Marg- ir lýstu því að það hefði ekki ver- ið fyrr en þennan þriðja mánuð, þegar þeir hefðu orðið að vera heima allan daginn, og ekki um það að ræða að skreppa í vinnuna, sem þeir hefðu slakað almenni- lega á gagnvart vinnunni og þar með notið tengslanna við barnið betur. Þegar Þorgerður spurði einn þeirra hvort hann væri ánægðari með þriðja mánuðinn en hina tvo svaraði hann: „Já, miklu rólegri mánuður og þar af leið- andi meiri einbeiting í því sem maður er að gera og þar af leið- andi kannski meiri tengsl við hann.“ I kynningum á verkefninu á vettvangi Evrópusambandsins, var þvi lýst sem félagslegri tilraim sem fæli í sér að karlmönnum væru sköpuð skilyrði til að afla sér nýrrar reynslu, reynslu sem óhjákvæmilega yrði til þess að breyta sjálfsmynd þeirra, viðhorf- um og hlutverki sem feðra og inn- an fjölskyldunnar. Eftir að ís- lenskir feður fengu sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs eru nýjar kynslóðir karla að tileinka sér þessa reynslu. Það yrði gefandi fyrir samfélag okkar og reyndar alþjóðasamfélagið líka að þessari reynslu yrði fylgt eftir með vönd- uðum rannsóknum. Að því þurfa íslensk stjórnvöld að huga. Höfundur var verkefnis- stjóri verkefnisins Karlar og fæðingarorlof. Byggt á Gegnum súrt og sætt eftir Þorgerði Einarsdóttur (1998). Ritið fæst hjá Háskólaútgáfunni og hjá jafnréttisráðgjafanum í Reykjavík. Myndskreyting Prentarans.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.