Verktækni - 01.09.2002, Side 3

Verktækni - 01.09.2002, Side 3
Samlokufundir Samlokufundir eru að jafnaði haldnir fyrsta fimmtudag hvers mánaðar, kl. 12:00 íVerkfræðingahúsi Engjateigi 9. Félagsmenn fá samlokur og drykki án endurgjalds en utanfélagsmenn geta keypt veitingar á vægu verði. Samloku- fundir eru auglýstir á heimasíðum VFI ogTFÍ. Tölvupóstföng Félagsmenn eru minntir á að senda upplýsingar um tölvupóstföng sín til skrifstofunnar, audur@vfi.is eða audur@tfi.is Einungis þeir sem það vilja eru settir á póstlista og minntir sérstak- lega á viðburði á vegum félaganna. Skilafrestur Stefnt er að því að næsta tölublað Verktækni komi út milli jóla og nýárs. Skilafrestur er til 12. desember. Þeir sem vilja koma efni í blaðið og/eða skilaboðum til ritstjóra eru beðnir um að senda tölvupóst á sigrun@vfi.is eða sigrun@tfi.is. Tölvupóstföng félaganna Verkfræðingafélag íslands: vfi@vfi.is Tæknifræðingafélag íslands: tfi@tfi.is Stéttarfélag verkfræðinga: sv@sv.is Takið frá laugardaginn 1. febrúar 2003! ^ Árshátíð VFÍ verður að venju haldin í Súlnasai Hótel Sögu fyrsta laugardag í febrúar, sem á næsta ári er 1. febrúar. Fjóla Sigtiyggsdóttir, verkfræðingur hjá VST, er nú formaður árshátíðarnefndar. Með henni í nefndinni eru , Torfi Sigurðsson, verkfræðingur hjá Hönnun og . Þorvaidur Árnason, verkfræðingur hjá ístak. Mikil og góð stemmning hefur verið á árshátíðum undanfarin ár og góð aðsókn. Árshátíðin er mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins þar sem verkfræðingar og makar þeirra hittast og skemmta sér saman. Sérstök ástæða er til að þakka fráfarandi formanni, Ólafi Pétri Pálssyni dósent, sérlega góða frammistöðu sem formaður árshátíðarnefndar síðastliðin fjögur ár. Dagskrá verður kynnt síðar en takið strax frá •yT fyrsta laugardag í febrúar 2003. LEIÐARINN Stefnumarkandi álit Að þessu sinni er rétt að vekja sér- staka athygli á grein á blaðsíðu 4 um álit kærunefndar útboðsmála frá því í september s.l. Þar kemur fram að vinna ráðgjafa við undirbúning fram- kvæmda eða mat á umhverfisáhrifum útilokar þá frá útboði. Búast má við að álitið muni leiða til nokkurra breyt- inga á þessu sviði að mati Óskars Valdimarssonar, forstjóra Fram- kvæmdasýslu ríkisins. Athygli vekur að vinna við mat á umhverfisáhrifum, sem segja má að standi til hliðar við annan undirbúning framkvæmda, er talin gefa forskot sem brýtur í bága við jafnræðisreglu gildandi laga. Af öðru efni í blaðinu má nefna ít- arlega grein Guðmundar Nikulásson- ar, byggingarverkfræðings, um vöru- hótel Eimskips sem nú er að rísa við Sundahöfn. Um er að ræða eina stærstu byggingu landsins sem mun leysa af hólmi flestar núverandi vörugeymslur Eimskips á höfuðbor- garsvæðinu. Gólfflötur er 23.500 fer- metrar og lofthæðin allt að 18 metr- ar! I greininni kemur fram að afar strangar kröfur voru gerðar um slét- tleika þess hiuta gólfsins sem er undir þrönggangahillukerfi hússins en þar er leyfilegt frávik í hæð aðeins um tveir millimetrar. Framkvæmdir eru í fullum gangi og eru að jafnaði 70-100 manns við störf á svæðinu. Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið samkvæmt áætl- un í febrúarmánuði n.k., ellefu mán- uðum eftir að skrifað var undir verk- samning. Verktækni kemur að jafnaði út í lok hvers mánaðar. Stefnt er að því að næsta tölublað komi út milli jóla og nýárs. Að þessu sinni er því skila- frestur óvenju skammur, efni í næsta tölublað verður að berast til ritstjóra eigi síðar en 12. desember n.k. Sigrún S. Hafstein, ritstjóri. VERKTÆKNI Engjateigi 9 • 105 Reykjavik Sími: 568 8510 • Simbréf: 568 9703 • Tölvupóstur: sigrun@vfi.is • sigrun@tfi.is Blaðið VERKTÆKNI er gefið út af Verkfræðingafélagi íslands, Stéttarfélagi verkfræðinga og Tæknifræðingafélagi íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein. Blaðnefnd: Einar H. Jónsson (TFÍ), Árni Geir Sigurðsson (SV) og Kristinn Andersen (VFÍ) auk ritstjóra. Leyfilegt er að birta efni úr Verktækni ef heimildar er getið. Skoðanir sem settar eru fram i blaóinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda. Prentvinnsla: Gutenberg • Mynd af Perlunni á forsíðu: Rafn Sigurbjörnsson ■ Aðstoð við útgáfu: Hænir sf. Sími: 533 1850 ■ Fax: 533 1855 utgafa@haenir.is

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.