Verktækni - 01.09.2002, Síða 4

Verktækni - 01.09.2002, Síða 4
Stefnumarkandi álit kærunefndar útboösmála: Vinna við undirbúning eða mat á umhverfisáhrifum útilokar ráðgjafa frá úboði Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) óskaði eftir ráðgefandi áliti kærunefndar út- boðsmála vegna útboðs á hönnun snjó- flóðavarnargarða á Siglufirði. í útboðinu var óskað eftir tilboðum í fullnaðarhönn- un þvergarða yfir byggðina í Siglufirði og gerð útboðsgagna fyrir garðana. Verk- fræðistofan Línuhönnun ehf. annaðist mat á umhverfisáhrifum vegna fram- kvæmdarinnar. Verkefni stofunnar sem ráðgjafa fólust í gagnaöflun og samskiptum við frumhönnuð, verkkaupa og umsjón- armann verkkaupa, gerð matsáætlunar og endanlegrar matsskýrsiu vegna fyrir- hugaðra snjóflóðamannvirkja. Línu- hönnun gerði síðan tilboð í fullnaðar- hönnun mannvirkjanna en við opnun tilboða gerðu aðrir bjóðendur athuga- semdir við það. í framhaldi af því leitaði FSR eftir áliti kærunefndarinnar. I áliti kærunefndarinnar segir að taka verði afstöðu til þess hvort aðkoma Línu- hönnunar ehf. við undirbúning verksins og útboð þess hafi skapað félaginu for- skot eða valdið vafa um hvort svo sé, þannig að dregið sé úr trúverðugleika út- boðsins. Sérstaka athygli vekur að kæru- nefndin telur ekki máli skipta hvort ráð- gefandi aðila var gert ljóst í upphafi eða ekki að hann yrði útilokaður frá útboði. Kærunefnd útboðsmála telur að vinna við mat á umhverfisáhrifum geti haft það í för með sér að ráðgefandi aðili öðiist forskot miðað við aðra bjóðendur. Nefndin telur að í undantekningartilvik- um geti störf ráðgjafa við mat á um- hverfisáhrifum verið þess eðlis að þeir teljist hæfir til að taka þátt í útboði. I umræddu tilviki hafi verkefni Línuhönn- unar verið mun víðtækari en einföld að- stoð við gerð matsáætlunar og mats- skýrslu í þágu mats á umhverfisáhrifum. Einnig beri að líta til þess að fyrirtækið er beinlínis tilgreint sem ráðgjafi í samn- ingi við bæjarsjóð Siglufjarðar og í út- boðsgögnum. Það er því álit nefndarinn- ar að það samræmist ekki jafnræðisreglu 11. gr. laga nr. 94/2001 að Línuhönnun taki þátt í útboðinu. Sjónarmiö Framkvæmdasýslu ríkisins ÓskarValdimarsson, forstjóri FSR, segir álitið stefnumarkandi og mikilvægt að vekja athygli ráðgjafa á því. „Sjónarmið Línuhönnunar voru m.a. þau að þar sem ekki var tekið fram upphaflega í samningi að fyrirtækið myndi gera sig vanhæft til að bjóða í hönnunina þá ætti ekki að útiloka það. Við töldum að með þvf að taka þátt í undirbúningi hefði Línuhönnun meiri upplýsingar en aðrir og ákveðið forskot. Það var því sameiginleg ákvörðun að fá kærunefndina til að fjalla um málið." Óskar segir mikilvægt að ítreka að um er að ræða formlegt álit sem mjög ólíklegt er að gengið yrði gegn í dómi. „Þar af leiðandi tel ég þetta vera mikilvægt og stefnumark- andi. Þá vekur athygli að þama er fjallað um mat á umhverfisáhrifum sem segja má að standi nokkuð til hliðar við annan undir- búning verksins. Það er því athyglisvert að jafnvel slík vinna er talin gefa forskot." Óskar telur að þetta muni hafa breyt- ingar í för með sér. „Við getum nefnt sem dæmi útboð á ráðgjöf vegna Kára- hnjúkavirkjunar. I því tilviki var samið við ráðgjafahóp en sömu aðilar höfðu einnig unnið að undirbúningi verksins. Samkvæmt áliti kærunefndarinnar stenst þetta ekki áðurnefnt jafnréttisákvæði laga nr. 94/2001. - Hafi menn forskot er bannað að láta þá keppa við aðra."Rétt er að geta þess að FSR hefur unnið samkvæmt þeirri meginreglu að sá sem t.d. hefur unnið við frumathugun getur ekki boðið í hönnunina en hann getur hins vegar boðið í eftirlitið. En er þetta ekki erfitt í framkvæmd á litlum markaði? „Jú það getur verið það, en þetta er í sjálfu sér ekki vandamál ef menn eru meðvitaðir um hverjar reglunar eru. Þarna er ekki verið að spá í hvað er sanngjarnt eða skynsamlegt hverju sinni, reglurnar eru skýrar og eftir þeim á að fara til að gæta jafnræðis. I þessu sam- bandi er rétt að benda á að þróunin hef- ur orðið sú að kærur eru fleiri nú en áður, enda eiga menn að gæta réttar síns og við hvetjum menn til að kæra ef þeir telja að brotið hafi verið á þeim." Álit kærunefndar útboðsmála sem hér hefur verið fjallað um verður birt í heild sinni á vef Framkvæmdasýslunnar: www.fsr.is (Mál nr. 14/2002) Með ECL stjórnstöð á hitakerfinu fæst hámarks nýting á heita vatninu Danfoss hf. SKUTUVOGI 6 • SÍMI 510 4100 • www.danfoss@danfoss.is kill sparnaður í atvinnuhúsnæði

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.