Verktækni - 01.09.2002, Page 6
A? sfjór«arbor4( SV
Vísinda- og
starfsmenntunarsjóður hjá Ríki
Næsti fundur verður haldinn um miðjan
desember. Sjóðsfélagar eru beðnir um að
skila umsóknum fyrir þann tíma. Um-
sóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu
SV: http://www.sv.is/. Sjóðurinn er mjög
sterkur og eru því sjóðsfélagar enn og aft-
ur hvattir til að sækja um styrki. Umsókn-
um fjölgaði á síðasta ári og lætur nærri að
fjórði hver verkfræðingur sem starfar hjá
ríkinu hafi fengið vilyrði um styrk í fyrra.
Hægt er að sækja um styrki sem nema
allt að kr. 390.000. Árið 2000 var aftur farið
að veita styrki til tölvukaupa. Þeir voru þó
háðir því að umsækjendur hefðu ekki
fengið slíka styrki áður. Nú hefur einnig
verið ákveðið að gefa þeim sem áður hafa
hlotið tölvustyrk kost á að sækja um slík-
an styrk aftur. Skilyrt er að minnst fjögur
ár líði á milli styrkveitinga til tölvukaupa.
Upphæð tölvu-
sfyrkja hefur verið hækkuð í
kr. 130.000. Styrkir eru veittir til að sækja
námskeið og ráðstefnur, til kaupa á bók-
um, tölvum o.s.frv.
Starfsmenntunarsjóöur
hjá Reykjavíkurborg
Næsti fundur verður haldinn um miðjan
desember. Sjóðsfélagar eru beðnir að
skila umsóknum fyrir þann tíma. Búið er
að hækka upphæð hámarksstyrkja í kr.
390.000 Þá aukast réttindi um 130.000 kr.
á ári sem er 30% hækkun. Sjóðsfélagar
eru hvattir til að sækja um styrki. Um-
sóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu
SV: http://www.sv.is/ .
Styrkir eru veittir til að sækja nám-
skeið og ráðstefnur, til kaupa á bókum,
tölvum o.s.frv. Upphæð tölvustyrkja er
130.000 kr.
Sporntwg wiána4arít>s hjá SV:
Getur verkfræðingur greitt til
Lífeyrissjóðs verkfræðinga ef hann starfar erlendis?
Svar: Það getur hann gert ef hann svo óskar. Ráði verkfræðingur sig til starfa í Dan-
mörku og þiggur laun þar þá getur hins vegar reynst dýrt að greiða til Lífeyrissjóðs
verkfræðinga. Ástæðan er sú að skilyrði fyir skattfrelsi greiðslna í lífeyrissjóð af tekjum í
Danmörku er að greiðslurnar fari ekki úr landi. Þetta þýðir í raun tvísköttun fyrir þann
sem skilar greiðslum í lífeyrissjóð á Islandi af tekjum í Danmörku.
Röng upphæð á greiðsluseðli
Vegna mistaka er röng upphæð tilgreind á
greiðsluseðlum vegna seinni hluta félags-
gjalda SV 2002. Upphæðin á seðlinum er kr.
7.700. - en á að sjálfsögðu að vera 7.200,-
Akveðið hefur verið að senda ekki út nýja
greiðsluseðla en ofgreiddar 500 krónur
verða dregnar frá þegar greiðsluseðlar verða
sendir út fyrír fyrri hluta árgjalds 2003. Þeir
félagsmenn sem greiða með greiðsluseðlum
eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum.
Frá Orlofssjóði SV
Vakin er athygli á því að þeir sem
keypt hafa greiðslumiða fyrir EDDU
hótel geta skilað ónotuðum miðum
og fengið þá endurgreidda hjá SV.
Haust- og vetrarleiga
2002/2003
Hinn nýi sumarbústaður OSV í
Hraunborgum í Gn'msnesi stendur
félagsmönnum til boða í vetur. Al-
menn ánægja er með bústaðinn sem
er mjög vel búinn. Bústaðurinn verð-
ur til leigu frá fimmtudegi til
fimmtudags (á sumrin frá föstudegi
til föstudags). Ekki er um sérstök
umsóknareyðublöð að ræða á
haustin og veturna en áhugasamir
eru beðnir að snúa sér beint til skrif-
stofu SV: tölvupóstfang: sv@sv.is og
sími: 568-9986.
Leiguverð: kr. 10.000:-/viku fyrir
sjóðsfélaga í Orlofssjóði SV
kr. 15.000:-/viku fyrir félagsmenn SV
sem ekki eru félagar í Orlofssjóði SV.
Uthlutunarregiur eru þær að sá
sem fyrstur sækir um viku fær hana
að því tilskyldu að hann greiði leigu-
gjaldið tveimur dögum eftir úthlutun.
r
Endurgreiöslur til LIN
Á undanförnum mánuðum hefur SV
tekið þátt vinnu 17 félagasamtaka um
breytingar á endurgreiðslum til Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna. Grunnur
hefur verið lagður að þessari vinnu með
verkefni sem Elínborg Sigurðardóttir
vann og Þórólfur Mattíasson stýrði. Þar
var kannað samspil námslána, lengdar
náms og starfstekna. Verið er að vinna
að tillögum um málið og verða þær
kynntar síðar.
Tilkynning frá SV
Mjög mismunandi er hvernig stofnanir
raða störfum í launaramma og launa-
flokka. Verkfræðingar sem hyggjast
ráða sig hjá ríki og Reykjavíkurborg
em hvattir til að leita sér upplýsinga
um röðun hjá viðkomandi stofnun
áður en þeir ráða sig þangað til vinnu.
Námskeiö í samningatækni
Stéttarfélag verkfræðinga býður félögum stutt og hnitmiðað námskeið um samningatækni.
Leiðbeinandi er Þuríður Magnúsdóttir, frá fræðslu- og ráðgjafarsviði Iðntækni-
stofnunar. Tilefnið er einkum stofnanasamningar ríkisstofnana. Næsta námskeið
verður haldið eftir áramót og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við skrif-
stofu SV til að skrá sig á námskeiðið. Tölvupóstfangið er: sv@v.is og sími: 568-9986.