Verktækni - 01.09.2002, Side 12

Verktækni - 01.09.2002, Side 12
VÖRUHÓTEL EIMSKIPS framtídin í vörustjórnun Guðmundur Nikulásson byggingarverk- fræðingur hefur verið forstöðumaður rekstrardeildar gámahafnar hjá Eimskip í Sundahöfn frá 1997. Frá árinu 2000 hefur hann auk þess verið verkefnis- stjóri með vöruhótelframkvæmdum hjá Eimskip. í þessari grein segir hann frá verkefni Eimskips um uppbyggingu á nýju vöruhóteli á athafnasvæði félagsins í Sundahöfn en þar er nú verið að reisa eina af stærstu byggingum landsins sem er nýtt 300.000 m3 vöruhús, 23.500 m2 að gólffleti með allt að 18 metra lofthæð. Þar verður starfrækt vöruhótel sem m.a. mun leysa af hólmi flestar núverandi vörugeymslur Eimskips á höfuðborgar- svæðinu. Frá fortíð til framtíðar Allt frá stofnun hf. Eimskipafélags íslands árið 1914 hafa vörugeymslur gegnt veiga- miklu hlutverki í starfsemi fyrirtækisins. Fyrstu áratugina voru vörugeymslur Eim- skips á víð og dreif um höfuðborgina, en árið 1968 reis ný vöruskemma Eimskipafé- lagsins við Austurhöfnina í Reykjavík, Faxaskáli, og var hún þá stærsta vöru- skemma landsins. í byrjun áttunda áratug- arins hófst uppbygging á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn og á árunum 1973- 1975 voru teknar í notkun fyrstu vöru- geymslur Eimskips í Sundahöfn, en þar var um að ræða 14.000 m2 hús með 6 m nýt- anlegri lofthæð. Árið 1994 markaði upphafið að þeirri nútímavæðingu í geymslu og vörudreif- ingu hjá Eimskip sem í dag telst vera hluti af hagkerfi nýrrar aldar. Þá opnaði félagið 1.100 m2 vöruhótel í Sundahöfn og hóf að bjóða upp á sérstaka birgðahaldsþjónustu fyrir allan vörulager fyrirtækja. Á næstu árum jókst eftirspurn eftir þessari þjónustu verulega og var brettaplássum bætt við jafnt og þétt til að mæta auknum umsvif- um í starfseminni. Árið 1998 var starfsem- in rekin í Sundaskála 4 sem þá var orðinn fullnýttur en það er 4.000 m2 vöruhús með 5.700 brettaplássum. Vörudreifingarmiðstöðvar (Third Party Distribution Centers) Grunnþættir í starfsemi vörudreifingar- miðstöðva eru birgðahald og dreifing. Notendur/viðskiptamenn vörudreifing- armiðstöðva samnýta þar aðstöðu og fá þannig aðgang að sveigjanlegu og hag- kvæmu kerfi. Á liðnum áratug hefur út- hýsing á birgðahaldi og dreifingu á vöru í Evrópu vaxið mjög og samkvæmt könnunum hafa nú um 65% alþjóðlegra fyrirtækja úthýst birgðahaldi og vöru- dreifingu. Skýringar á þessu eru marg- víslegar, þar má m.a. nefna nýtt sameig- inlegt efnahagssvæði án landamæra (ESB), breytingar og tilfærslur í aðfanga- keðjunni og stöðugar kröfur um lægri kostnað ásamt gríðarlega hraðri þróun í upplýsingatækni sem gerir breytt og hagkvæmari vinnubrögð möguleg. Af hverju vöruhótel? Ástæður fyrir því að fyrirtækjum þykir hagkvæmt að úthýsa vöruhótelstarfsemi eru fjölmargar. Á vöruhóteli samnýta aðilar framleiðslugetu, húsnæði, mannskap, flutningakerfi, upplýsingakerfi og njóta frekar hagkvæmni stærðarinnar.Viðskipta- vinir vöruhótels greiða einungis fyrir það pláss sem þeir nota hverju sinni og þannig verður fastur kostnaður í rekstrinum breytilegur. Sveigjanleiki verður allur meiri

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.