Verktækni - 01.09.2002, Qupperneq 14

Verktækni - 01.09.2002, Qupperneq 14
14 Vöruhótel Eimskips um miðjan október 2002. (Ljósm: Mats Wibe Lund). 14.000 m2 að stærð og rýma um 50 þús- und fermetra byggingarsvæði. Trúlega eru þetta einhver mestu niðurrif á húsum frá upphafi á Islandi. Þróun í geymsluháttum og breyttar kröfur um þjónustu og vöru- meðhöndlun gera það að verkum, að hagkvæmt er að fjarlægja þessar ramm- gerðu byggingar, til að rýma fyrir nú- tímalegri og hagkvæmari aðstöðu. Að auki þurfti að breyta stofnlögnum veitu- kerfa og umferðarmannvirkjum til að skapa viðunandi aðkomu og athafnarými umhverfis húsið. Agæt samvinna hefur verið við Reykjavíkurhöfn og Reykjavík- urborg um tilhögun þeirra verka. Þá hef- ur þurft talsverðar tilfæringar á ýmsum Guðmundur Nikulásson verkefnisstjóri Eimskips ásamt verkefnisstjórum frá Groenewout á bygg- ingarstað í ágústmánuði. # Heimsókn BVFI í vöruhótel Eimskips Þriðjudaginn 29. október s.l. fór yfir 50 manna hópur úr Byggingarverkfræðingadeild WÍ (BWÍ) í skoðunarferð íVöruhótel Eimskips við Sundabakka 2 sem nú er í byggingu. Heimsóknin hófst á því að Guðmundur Nikulásson forstöðumaður hjá Eimskip, kynnti aðdraganda að byggingu Vöruhótelsins og hve þróunin hefur verið hröð í þessum geira síðustu ár. Guðmundur sýndi fjölmargar myndir af framkvæmdasvæðinu ásamt því að sýna tölvugert myndband af innviðum hússins og fyrirhugaðri starfsemi. Á eftir Guðmundi tók Sævar Þorbjörnsson, verkefnisstjóri hjá IAV til máls og lýsti að- komu ÍAV að verkinu, en það er unnið í alverktöku. Sævar lýsti helstu atriðum bygging- arinnar og þá sérstaklega framkvæmdum við botnplötu. Sýnt var nýlegt myndband sem tekið var við niðurlögn steypu í botnplötu hússins en það verk var alfarið unnið af er- lendum aðilum sem sérhæfa sig í gólfútlögn með mikilli nákvæmni. Eftir fýrirlestrana fór hópurinn í skoðunarferð um bygginguna undir leiðsögn þeirra Guðmundar og Sævars. Heilmiklar umræður spunnust milli manna og var ferðin bæði fróðleg og skemmtileg. Gestir þáðu kaffi og meðlæti á meðan byggingin var kynnt. Heimsóknin stóð frá kl. 8.30 til kl. 10.00. Stjórn BWÍ vill þakka Eimskip og íslenskum Aðalverktökum fýrir afar góðar móttökur. Ari Guðmundsson, ritari BVFÍ þáttum í daglegri starfsemi Eimskips í Sundahöfn og ýmsum bráðabirgðaráð- stöfunum svo sem uppsetningu á 1.500 m2 geymslutjaldi ofl. Þrátt fyrir truflun á svæðinu vegna þessara stórframkvæmda hefur starfsemi Eimskips gengið vel á framkvæmdatíma enda starfsmenn og verktakar lagt sig alla fram um að láta hluti ganga vel. Framkvæmdirnar hafa einnig mætt afar góðum skilningi meðal viðskiptavina félagsins. Eins og áður sagði reisa Islenskir aðal- verktakar nýbygginguna og annast einnig allan lóðarfrágang innan lóðar Eimskips. Fleygtak ehf. hefur annast rif á Sundaskála 1 og 2, en byggingin hefur verið rifin í áföngum og verða síðustu áfangar gömlu húsanna ekki rifnir fyrr en starfsemi er haf- in í nýbyggingunni. Loftorka Reykjavík sá um breytingar á samgöngumannvirkjum. Sóknarfæri í birgöahaldi og dreifingu Vöruhótelið mun taka við allri þurrvöru- húsastarfsemi Eimskips í Reykjavík og vöruhúsastarfsemi TVG-Zimsen. Rekstur starfseminnar verður í sérstöku hlutafé- lagi, Vöruhótelinu ehf., sem er í eigu Eim- skips ogTVG-Zimsen. Vöruhótelið ehf. verður með sjálfstæðan rekstur og býður fram þjónustu sína á innanlandsmarkaði þótt viðskiptavinir Eimskips í sjóflutn- ingaþjónustu verði væntanlega í hópi stærstu viðskiptavina. Starfsemi vöruhót- els verður tengd við öflugt samhæft dreifikerfi Eimskips. Með nýja húsinu mun vinnupláss aukast og öll aðstaða batna til muna, auk þess sem tekið verður í notkun mjög sér- hæft og fullkomið vöruhúsakerfi sem er það fullkomnasta á landinu til þessa. Á aðalgólfi hússins verða vörumótaka og vöruafhending auk geymslusvæða fyrir vörur í brettahillum. Nýtanleg lofthæð á geymslusvæðum hússins er 15 metrar. Geymslugeta hússins er um 21.000 brettapláss. Á milligólfi verður aðstaða fyrir geymslu og tínslu á smærri eining- um og auk þess á þriðja þúsund fermetra sem innrétta má sem skrifstofur eða undir aðra starfsemi tengda vöruhótel- inu. Þar er einnig mötuneyti og önnur aðstaða fyrir starfsmenn á svæðinu. Heildarfjárfesting Eimskips í bygging- um, geymslukerfum, hugbúnaði og öðru sem tengist þessu verkefni er um 2 millj- arðar króna. ÞegarVöruhótel Eimskips er risið og starfsemin komin í gang, mun það skapa Eimskip aukin tækifæri til að koma á móts við þarfir viðskiptavina um heildar- lausnir. Gert er ráð fyrir að vöruhótelið verði tekið í notkun í mars 2003.

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.