Verktækni - 01.09.2002, Side 22

Verktækni - 01.09.2002, Side 22
Landvinningar íslenskra tæknimanna Þorleikur Jóhannesson, vélaverkfræð- ingur og starfsmaður Fjarhitunar var ný- verið í Peking í Kína vegna samstarfs- verkefnis Islendinga og Kínverja um gerð hitaveitu þar í borg. Um er að ræða lagn- ingu hitaveitu fyrir nýtt hverfi í Peking sem svarar til um 400.000 fermetra hús- næðis. Fjarhitun hefur áður komið að verkefnum tengdum hitaveitu í Kína, m.a. hannað hitaveitu íTanggu. A meðfylgjandi mynd sést Þorleikur gnæfa yfir"Alþýðuherinn"! Talan 2002 er eins hvort sem hún er lesin aftur á bak eða áfram. Slíkar tölur kallast palindromiskar tölur. Við erum svo heppin að upplifa tvö palindromisk ártöl þ.e. 1991 og 2002. Eftir árið þúsund er það einungis í kringum árþúsundaskipti sem slík ártöl eru með svo stuttu millibili. Yfirleitt eru 110 ár á milli slíkra ártala. I stórum dráttum er hægt að breyta öllum tölum í palindromiskar með aðstoð ein- faldrar reglu: Veljið tölu, t.d. 87.Víxlið tölu- stöfunum og leggir tölurnar tvær saman. 87 + 78 = 165. Þetta er ekki palindromiskt svo við endurtökum leikinn. 165 + 561 = 726. Enn þurfum við að skipta. 726 + 627 = 1353. Og enn einu sinni. 1353 + 3531 = 4884. - Og þama er komin palindromisk tala. Lengi var talið að niðurstaðan yrði alltaf palindromisk ef fyrrgreindri aðferð væri beitt, óháð því hver upphafstalan væri. En nú eru menn famir að efast. A ámn- um 1987-1990 rann- sakaði maður að nafni John Walker töluna 196. Áður en tölvan hans gafst upp, eftir þrjú ár, gerði hann 2.415.836 aðgerðir og endaði með tölu með meira en milljón stöfum. - En hún var ekki palindromisk. Þegar síðast fréttist af verkefninu var búið víxla og reikna 9,5 milljón sinnum og komin tala með næst- um fimm milljón stöfum en hún var ekki palindromisk. Hvort sú niðurstaða fæst nokkurn tímann er ekki vitað. Eitt er víst. Einhvers- staðar í heiminum er tölva sem heldur áfram að reikna. Aðeins einni annarri tölu lægri en 1000 hefur ekki verið breytt í palindromiska tölu en það er talan 887 (summan af 196 og 691). (Ingeni0ren nr. 1/ 2002)

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.