Verktækni - 01.07.2003, Page 1

Verktækni - 01.07.2003, Page 1
 ’=^A. Stéttarfélag verkfræöinga Tæknifræöingafélag íslands Verkfræðingafélag íslands 10 Endurbætur á rannsóknaskipi 12 Kárahnjúkavirkjun 14 Námskeið 16 NIM 2003 22 VerkTækni golfmótið Kárahnjúkavirkjun Dagana 12. og 13. september s.l. stóðuVFÍ og TFÍ fyrir skoðunarferð á Kárahnjúkasvæðið. Mikill áhugi var fyrir ferðinni sem tókst í alla staði mjög vel. Sagt er frá ferðinni í máli og myndum á bls. 12 Á myndinni hér að ofan má sjá starfsmenn verktakaíyrirtækisins Arnarfells á Akureyri skafa jarðveg af klöppum í hlíð Fremri-Kárahnjúks. Verkinu er um það bil að ljúka, verður jafnvel lokið þegar þetta birtist á prenti. Amarfell hóf þetta verk í sumar langt uppi í fjallshlíðinni. Tæki fyrirtækisins og tól hafa síðan fikrað sig niður brattann og rutt á undan sér jarðvegi niður í beljandi jökulfljótið. Ekki mátti á tæpara standa að hægt væri að nota þessa aðferð við að koma jarðefnum í burtu því rennsli árinnar fór að minnka strax og kólnaði í veðri. Rennslið verður að vera 200 rúmmetrar en það er lágmark sem sett var þegar heimild var veitt til að ryðja jarð- vegi niður í ána. Þess má geta að meðalrennsli Jöklu að sumri er 600 rúmmetrar en var óvenju mikið í sumar eða á bilinu 700-900 rúmmetrar. Þegar hreinsun Arnarfells á hnjúknum er lokið tekur við undirbúningur fyrir sjálfa stíflugerð- ina. Kárahnjúkastífa verður 730 m löng og 190 m há grjótstífla með steyptri þéttikápu á vatns- hliðinni. Stíflan verður meðal þeirra stærstu í heiminum af þessari gerð og sú hæsta í Evr- ópu. Austan við Kárahnjúkastíflu, í drögurn undir Fremri-Kárahnjúki, verður Desjarárstífla og í dalverpi að vestanverðu verður Sauðár- dalstífla. Saman mynda þessar stíflur Hálslón sem verður 57 ferkflómetrar að stærð. Heimild: www.karahnjukar.is en þar má finna fréttir af framkvæmdum á Kárahnjúkasvæðinu. 6 NIL 40

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.