Verktækni - 01.07.2003, Page 3

Verktækni - 01.07.2003, Page 3
STFÍ: Öflugir stjórnendur Félag stjórnenda og sjálfstætt starf- andi tæknifræðinga (STFÍ), í samvinnu við IMG Deloitte, boðar til fundar um stjórnun þann 16. október n.k. kl. 16:00-18:00 að Engjateigi 9. Félagar íTFI ogWI eru einnig velkomnir. A fundinum verður fjallað um stjómun, þ.e. hvað þarf til að gera góðan stjómanda betri og /eða slæman stjómanda góðan. Fjallað verður um hvað einkennir öfluga stjómendur, bæði hvað varðar hegðun og eiginleika. Rætt verður stuttlega um áhrif aðstæðna á forystu og loks hvað er hægt er gera til að auka hæfni stjómenda. Hafsteinn Bragason starfsmannastjóri IMG Deloitte, mun halda fyrirlestur um málefnið og í kjölfarið verða umræður. Fyrirlesari: Hafsteinn Bragason, MA. Vinnusálfræði. Hann er forstöðumaður þjálfunarlausna IMG Deloitte og stundakennari við Háskóla Islands. Hafsteinn hefur víðtæka reynslu á þessu sviði, helstu verkefni hans hafa verið á sviði rannsókna, ráðgjafar og þjálfunar á sviði starfsmannamála og stjórnunar. Ráðstefna um raforkumál VFI ogTFI munu standa fyrir ráðstefnu um raforkumál, fimmtudaginn 20. nóvem- ber n.k. frá kl. 13:00 til 17:00. Ráðstefnan verður haldin í nýjum húsakynnum Orku- veitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi l.Við- fangsefnið er raforkumál, breytt umhverfi raforkufyrirtækja og áhrif þessara breyt- inga á störf tæknimenntaðra starfsmanna sem og sú þjóðhagslega hagkvæmni sem stefht er að. Undirbúningsnefhdin er skipuð Ómari Imsland og Guðrúnu Rögnvaldardóttur fráVFÍ og Sigmari H Sigurðssyni og Þorleifi Finnssyni fráTH. Samstarfsverkefni - „Partnering" Stjórn NBD (Norrænn byggingardagur) á Islandi býður til námsstefnu um nýtt útboðsform sem varðar verklag, samstarf og samvinnu við verklegar framkvæmd- ir, allt frá forsögn til verkloka. Danir kalla þetta „Partnering" og hafa þróað aðferð- ina nokkuð sjálfstætt. Námsstefnan verður haldin fimmtudaginn 9. október kl.9:00-12:00 í Norræna húsinu. Þátt- tökugjald er kr. 5.000.- Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá þátttöku hjá ritara stjórnar: asdis.i@fsr.is. Samlokufundir Samlokufundir eru að jafnaði haldnir fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl. 12:00 íVerkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Félagsmenn fá samokur og drykki án endurgjalds en utanfélagsmenn geta keypt veitingarnar á sanngjörnu verði. Samlokufundirnir em auglýstir á heima- síðumWÍ ogTFÍ. Skilafrestur Næsta tölublað Verktækni kemur út í lok október. Þeir sem vilja koma efni í blaðið og/eða skilaboðum til ritstjóra em beðnir urn að senda tölvupóst á sigrun@vfi.is eða sigmn@tfi.is LEIÐARINN Starfið framundan Vetrarstarf félaga verkfræðinga og tæknifræðinga er komið á fullt skrið. Segja má að vel heppnuð skoðunarferð á Kárahnjúkasvæðið, sem sagt er frá hér í blaðinu, hafi gefið tóninn fyrir það sem framundan er. í nóvember verður haldin ráðstefna um raforkumál, nánar tiltekið breytt umhverfi raforku- fyrirtækja og áhrif þessara breytinga á störf tæknimenntaðra starfsmanna og þjóðhagslega hagkvæmni sem stefnt er að. Mikið starf er unnið á vegum nefnda, deilda og faghópa á vegum félaganna. A heimasíðum félaganna em upplýsingar um starfsemina og viðburði sem framundan em. (Vefslóðir: www.sv.is,www.tfi.is og www.vfi.is). Eins og áður hefur verið sagt frá í Verktækni em að hefjast viðræður á milli SV, TFÍ ogVFI um aukið samstarf, hugsanlega sameiningu eða stofnun sérstakra regnhlífasamtaka tækni- menntaðs fólks. Skipaður hefur verið vinnuhópur sem í sitja þrír fulltrúar frá hverju félagi. Gert er ráð fyrir að hóp- urinn skili fyrstu niðurstöðum í lok október n.k. Sameiningarmál hafa áður verið á dagskrá og verður fróðlegt að sjá að hvaða niðurstöðu menn komast að þessu sinni. Hvaða skoðun sem menn hafa á þessum málum má gera ráð fyrir að flestir telji viðræður af þessu tagi til góðs og jákvætt að velta málum fyrir sér. Utgáfa Verktækni er í föstum skorð- um og kemur blaðið út mánaðarlega. Vil ég nota tækifærið og hvetja félags- menn til að koma með ábendingar um efni í blaðið. Til dæmis væri áhugavert að fá myndir frá hinum ýmsu fram- kvæmdum. Með tilkomu stafrænna myndavéla hefur aukist að taka myndir á vettvangi framkvæmda og er fengur að því að birta þær íVerktækni. Tölvupóstfang ritstjóra er sigrun@vfi.is og sigrun@tfi.is Sigrún S. Hafstein, ritstjóri. Ný blaðnefnd Verktækni Skipuð hefur verið ný blaðnefnd fyrir Verktækni. 1 nefndinni eiga sæti: Sveinbjörg Sveinsdóttir (SV), formaður, Árni Þór Árnason (TFÍ) og Ólafur Pétur Pálsson (WÍ). Ritstjóri blaðsins, Sigrún S. Hafstein, situr einnig fundi nefndarinnar. Félagsmenn eru hvattir til að koma með ábendingar um efni í blaðið. Tölvupóstfang ritstjóra er sigrun@vfi.is og sigrun@tfi.is. Síminn er 568 8510 (kl. 9-13). VERKTÆKNI Engjateigi 9 • 105 Reykjavík Sími: 568 8510 • Simbréf: 568 9703 • Tölvupóstur: sigrun@vfi.is • sigrun@tfT.is Blaðið VERKTÆKNI er gefið út af Verkfræðingafélagi íslands, Stéttarfélagi verkfræðinga og Tæknifræðingafélagi íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein. Blaðnefnd: Sveinbjörg Sveinsdóttir (SV), formaður, Árni Þór Árnason (TFÍ) og Ólafur Pétur Pátsson (VFÍ), auk ritstjóra. Leyfilegt er að birta efni úr Verktækni ef heimildar er getið. Skoðanir sem settar eru fram í blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfúm útgefenda. Prentvinnsla: Gutenberg ■ Mynd af Perlunni á forsíðu: Rafn Sigurbjörnsson • Aðstoð við útgáfu: Hænir sf. Simi: 55 88 100 • Fax: 55 88 128 utgafa@haenir.is

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.