Verktækni - 01.07.2003, Side 6

Verktækni - 01.07.2003, Side 6
Verkefni erlendis NIL 40 Fundur um kjaramál verkfræöinga á Noröurlöndum, NIL 40 (Nordiska Ingenjörslönemötet) var haldinn í Stokkhólmi 21. og 22. ágúst 2003. Fyrir SV sátu fundinn Arnar Gestsson formaöur félagsins og Árni B. Björnsson framkvæmdastjóri. Á fundinn mæta fulltrúar allra verkfræöingafélaganna á Noröurlöndunum. Kynntar eru nýjungar í starfi félaganna og farið yfir starfsemina gengið ár. Svíþjóö I máli sænsku fulltrúanna kom fram að ungir verkfræðingar skipta frekar um starf en eldri verkfræðingar. Tímabundnar ráðn- ingar verða æ algengari. Færri verkfræðing- ar stofna eigið fyrirtæki. S.k „outsourcing" (aðkeypt þjónusta) eykst en minna fjár- magni er varið í rannsóknir og menntun. Á almennum markaði hefur CF (Sænska félagið) haldið fjölmarga vinnustaðafundi með trúnaðarmönnum og markvisst unnið að því að gera félagið sýnilegra. í Svíþjóð er rætt um breytingar á veik- indarétti. í landinu hefur það lengi verið svo að starfsmenn fara af launaskrá við veikindi en fá í stað þess sjúkrabætur úr opinberum sjóðum. Fyrir allmörgum árum varð fyrsti veikindadagur bótalaus. Nú hafa komið fram tillögur um að fyrirtæki greiði veikindadaga beint. Þessu hafa fyrirtækin mótmælt. CF hefur um árabil tekið þátt í gerð „vinnustaðasamninga" um laun. Gerð slíkra samninga hefur verið erfið undanfarið vegna lélegs efnahagsástands.Vinnuveitandur hafa tekið sig saman um að standa gegn kaup- hækkunarkröfum í slíkum viðræðum. Kjara- samningur í iðnaðinum „Industriavtal" eru lausir en þeir hafa yfirleitt gefið tóninn í öðr- um samningum. Samningar án launaliða þykja ekki ailtaf hafa gefið góða raun. Gerð er krafa um styttingu vinnutíma alls um þrjá daga á ári. Þetta myndi gerast í áföngum á þremur árum. Mikil yfirvinna er talin vanda- mál meðal sænskra verkfræðinga einkum vegna þess hve algengt er að ekki sé greitt fyrir hana. Lögð er áhersla á að skrá alla yfir- vinnu en á því er misbrestur. Kynjabundið launamisrétti viðgengst en CF vinnur stöðugt að því að útrýma því. í Svíþjóð eru reglur um svo kallaða heilsugæslu fyrirtækja en nokkur misbrest- ur mun vera á því að yfirmönnum sé gefinn kostur á kynna sér reglumar og því nokkuð algengt að ekki sé farið að öllu eftir þeim. í opinbera geiranum er kjarasamnings- gerð svipuð og á íslandi. Gerðir eru mið- lægir kjarasamningar og vinnustaðasamn- ingar um einstaka þætti sem og um laun. Sömu vandamál virðast koma upp við þessa samningagerð og hér á íslandi, þ.e. stjórnendur em oft illa í stakk búnir að takast á við þessi nýju verkefni. Nýjung meðal félagsmaqnna CF er svokölluð „inkomstförsákring" (viðbótarat- vinnuleysisbætur). Frá og með 1. september 2003 fá félagsmenn CF. Greidd eru 80% laun í allt að því hálft ár. Þak á upphæð er SEK 64.000 en atvinnuleysisbætur hafa fram að þessu hæstar orðið SEK 16.000. Danmörk I Danmörku er atvinnuástand meðal vek- fræðinga ekki gott og sýnu verst meðal yngri verkfræðinga. Fram kom að tekjur IDA hafa ekki aukist eins og útgjöld og nokkuð áhyggjuefni er að yngri verkfræð- ingar á almennum markaði segja sig úr fé- laginu í einhverjum mæli. I opinbera geiranum er búið að semja um lengingu orlofs úr fimm vikum í sex. Hins vegar geta starfsmenn fengið sjöttu vikuna greidda út í launum ef svo ber undir. Noregur I Noregi hefur verið ákveðið að breyta nafni félagsins úr NIF íTekna (Teknisk naturvit- enskapelig forening). Ástæður fyrir breyt- ingunni eru þær að verkfræðimenntun lýk- ur nú með MSc gráðu og að æ fleiri félagar eru nú með aðra menntun en verkfræði. Norska félagið er með öflugt trúnaðar- mannakerfi. Félagið er í nánu sambandi við þá, úthlutar verkefnum og miðlar upp- lýsingum. Þeir eru taldir mikilvægasti hlekkurinn í að afla nýrra félaga. í Noregi er unnið að nýrri löggjöf um at- vinnulífið. Tilgangur laganna er að fullnægja kröfum launþega, vinnuveitenda og samfé- lagsins. NIF er með fuUtrúa í frumvarpsnefnd- inni og hefur lagt áherslu á þætti eins og vinnuöryggi, vinnutíma og aðilaskiptareglur. Finnland í Finnlandi hefur samdráttur á heimamark- aði einkennt efnahagslífið. Fleiri fara á eftirlaun og 7,9% vinnufærra manna eru atvinnulausir og meðal verkfræðir.ga er at- vinnuleysið 1,8%, en 4% meðal yngri verk- fræðinga. Spáð er frekari uppsögnum. Um skeið hefur skammtímaráðningum fjölgað. I Finnlandi hafa verið sett ný lög um persónuvemd á vinnumarkaði. Þar em ákvæði m.a. um persónuleikapróf, rafpóst- skoðun og fleira. Uppsagnir hjá Ericsson Anna Guldstrand trúnaðarmaður CF hjá Ericsson fjallaði um fjöldauppsagnir hjá fyrir- tækinu. Árið 2000 vom starfsmenn Ericsson Búnaður til reyklosunar D+Hi og daglegrar útloftunar D+H er leiðandi í framleiðslu útloftunarbúnaði Danfoss hf Skútuvogi 6 Sími 510 4100 www.danfoss.is

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.