Verktækni - 01.07.2003, Qupperneq 8

Verktækni - 01.07.2003, Qupperneq 8
Bækur Handbók í hönnun rafkerfa Á vegum Rafstaðlaráðs, er komin út á netinu: Handbók í hönnun rafkerfa. Bókin er vistuð á heimasíðu Staðla- ráðs (www.stadlar.is). Stjórn Rafstaðlaráðs íslands ákvað í ársbyrjun 1995 að stofna nefnd, sem fengi það verkefni að útbúa handbók, sem fyrst og fremst nýttist til kennslu fagmanna á raftæknisviðinu og einnig sem handbók fyrir sömu aðila. Fagmenn nota mikið mismunandi gögn, og koma því oft upp þau tilvik, að þessir aðilar tala ekki sama mál, þegar þeir bera sam- an bækur sínar. Reynt var að fá ýmsa aðila til að til- nefna fulltrúa í nefnd, sem kæmi til með að sjá um verkið og virkja hina ýmsu hagsmunaaðila til starfa, en aðeins tókst að fá fjóra tilnefnda, og heltist einn fljótlega úr lestinni. Þeir, sem eftir urðu og hafa séð um útgáfuna, eru þeir Gísli Júlíusson, fulltrúi Landsvirkjunar, Jón Björn Helgason, frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Kjartan Steinbach frá Verkfræðistofunni Afli og Orku. Jón Björn Helgason lést á árinu 1997. Heimir Jón Guðjónsson frá Fræðslumið- stöð rafiðnaðarins, Sigurður Geirsson frá Rafiðnaðarskólanum og Sigurður Sig- urðarson hjá Staðlaráði hafa verið nefndinni til aðstoðar, og hafa Rafiðnað- arskólinn og Staðlaráð veitt nefndinni aðstöðu. Ásgrímur Jónasson raftækni- fræðingur var fenginn til að halda utan um starfið með formanni. Þau gögn, sem handbókin byggist á, eru nýja IEC 617 staðlaröðin, sem verður ÍST 617 og kemur í staðinn fyrir ÍST 117 og IEC 1082, sem orðinn er að evrópsk- um staðli EN 61082 og þar með íslensk- ur staðall. Einnig er þýski forstaðallinn DINV 6779-1 og -2 hafður til hliðsjónar ofl. IST 117 var á sínum tíma þýddur á íslensku, að mestu leyti af Orðanefnd rafmagnsverkfræðingadeildar Verkfræð- ingafélags Islands, og eru þær þýðingar notaðar, að svo miklu Ieyti, sem ekki hefur verið breytt frá honum. Handbókin endurspeglar það nýjasta í rafstaðlamálum, en breytingar á stöðlum eru sífellt á ferðinni. Teknisk Forlag A/S í Danmörku gaf út handbók, sem nefnist E1 Diagram Hándbogen í annað sinn 1991, og hafa þeir vinsamlegast gefið leyfi til að hafa hana til hliðsjónar fyrir mjög hóflegt gjald. Farið hefur verið eftir dönsku hand- bókinni, í aðalatriðum, en nokkuð stytt, þar sem þetta er útgáfa, sem vonandi verður bætt við. Gísli Júlíusson þýddi dönsku Hand- bókina, að mestu, og er sú þýðing grunnur bókarinnar. Hreinn Jónasson raftæknifræðingur las þýðinguna yfir, og kom með gagnlegar ábendingar. Ætlunin með bókinni er að hún nýtist til að samræma vinnu hönnuða, þar sem nú virðist ríkja mikið ósamræmi á milli þeirra. Einnig er von til að hún nýtist til kennslu í skólum og fyrir þá, sem vinna eftir teikningum. Það er von Rafstaðlaráðs að bókinni verði vel tekið, þar sem greinileg þörf er fyrir slíka handbók. Bókinni er ekki að fullu lokið og hefur verið ákveðið að setja hana á Netið, til að byrja með, þar sem auðvelt er að bæta við og breyta. Sigurður Sigurðarson, ritari Rafstaðla- ráðs, tók að sér að sjá um það. Bókin mun líklegast verða í sífelldri endurskoðun, og eru notendur hennar vinsamlegast beðnir að láta Rafstaðlaráð vita um tillögur að endurbótum, sem þeim kynni að detta í hug. Unnt er að kaupa afrit hjá Staðlaráði fyrir 4000 krónur. Útgefandi: Rafstaðlaráð Gísli Júlíusson, rafmagnsverkfræðingur. APC miðlaraskápar - Rekstraröryggi og skalanleiki í fyrirrúmi APC InfraStruXure er skalanleg lausn fyrir tölvusali og tölvuherbergi af öllum stærðum og gerðum. Byggir á tveggja metra 19" UPS og miðlaraskápum sem hýsa varaaflið sem samanstendur af útskiptanlegum einingum í fullum rekstri. Kælikerfi er hannað inn í miðlaraskápana. Sparar rými og hýsir búnað frá flestum framleiðendum á sviði netbúnaðar og miðlara. Lausn fyrir fyrirtæki sem leggja mikla áherslu á rekstraröryggi og skalanleika upplýsingakerfa sinna. Mánari upplýsingar veita APC sérfræðingar Mýherja. Einnig má nálgast upplýsingar á www.apc.com. CQ> NÝHERJI INIÝHERJI HF BORGARTÚNI 37 - SÍMI 569 7700 - http://www.nyhorji.is „Við hjá KPMG leggjum mikla áherslu á rekstraröryggi upplýsingakerfa okkar. Við völdum APC InfraStruXure miðlarasamstæðu frá Nýherja en vörur frá APC hafa reynst okkur mjög vel. Það er öruggt að miðlarasamstæðan mun auka við rekstraröryggi upplýsingakerfa KPMG og erum við sérlega ánægðir með þá staðreynd að allar einingar lausnarinnar eru útskiptanlegar í fullum rekstri". Olafur Róbert Rafnsson Forstöðumaður upplýsingatæknideildar KPMG

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.