Verktækni - 01.07.2003, Qupperneq 10
Viðtalið
Gunnar Sæmundsson, véltæknifræöingur:
Rannsóknaskip gengur
í endurnýjun lífdaganna
I júnímánuði s.l. lauk umfangsmikium endurbótum á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Endurbæturnar kostuðu 200
milljónir króna en með þeim var líf þessa 33 ára gamla skips framlengt um að minnsta kosti 10-15 ár. Gunnar Sæmundsson,
véltæknifræðingur, eigandi og framkvæmdastjóri Sætækni annaðist hönnun breytinganna og eftirlit með verkinu.
Aðalverktaki var Slippstöðin á Akureyri en einnig komu að verkinu margir undirverktakar.
Skemmtilegt verkefni
Bjarni Sæmundsson var smíðaður í
Bremarhaven í Þýskalandi árið 1970. Yf-
irhönnuður skipsins var Agnar Norland
skipaverkfræðingur. „Skipið var í upp-
hafi mjög vel hannað og smíðað. Áður
en endurbæturnar hófust var það að
mestu leyti með upprunalegan búnað
sem verður að teljast nokkuð gott," segir
Gunnar. „Skipið þótti á sínum tíma mjög
tæknilega þróað, sérstaklega með tilliti
til þess að það var knúið áfram með raf-
stöðvum til þess að gera skipið eins
hljóðlátt og mögulegt er. í dag eru öll
hafrannsóknaskip rafknúin." Skipið er
drifið áfram með tveimur 515 kW raf-
mótorum sem eru fasttengdir skrúfuás
skipsins. Orkuframleiðsla fyrir rafmótor-
ana fer fram í þremur rafstöðvum sem
hver um sig var 410 kW en er nú 560
kW.
Stærstu endurbæturnar fólust í því að
vélbúnaður skipsins var endurnýjaður,
sömuleiðis aðstaða til rannsókna og fyrir-
komulag í brú. Einnig var keyptur nýr
tækjabúnaður til bergmálsmælinga.
„Þetta var gríðarlega skemmtilegt verk-
Gunnar Sæmundsson, véltæknifræðingur.
efni en það er vissulega erfitt og vanda-
samt að ráðast í breytingar á gömlum
skipum. Ein af fyrstu spurningunum sem
verður að svara er hvað breytingarnar
megi kosta í samanburði við nýsmíði."
Hafrannsóknastofnun setti sér þann
ramma að endurnýja nauðsynlegan búnað
og breytingarnar máttu ekki kosta meira
en 200 milljónir. Gunnar fór fýrir nefnd
sem fékk það hlutverk að forgangsraða
verkefnum. „Það verður að hafa í huga að
óskir um endurnýjun og breytingar eru
misjafnar eftir því hver á hlut að máli, yfir-
vélstjóri, skipstjóri, vísindamenn og/eða
stjórnendur. Ef uppfylla hefði átt óskir allra
hefði verið auðvelt að eyða 400-500 millj-
ónum króna en það var ekki talið réttlæt-
anlegt.
Það er engin spurning að það var skyn-
samleg fjárfesting að verja 200 milljónum
til endurbótanna og fá skip sem endist ör-
ugglega í 15 ár. Skipið var mjög vel byggt í
upphafi en það má gera ráð fyrir að kostn-
aður við nýtt rannsóknaskip hefði verið
1200-1500 milljónir," segir Gunnar.
Tækniþekking á háu plani
Að sögn Gunnars komu margir tækni-
menn að þessu verkefni. „Til dæmis má
nefna tæknimenn frá fyrirtækinu Naust
Marine ehf. en þeir sáu um hönnun og
samsetningu rafbúnaðar sem notaður er til
þess að taka á móti afli frá rafstöðvum á
formi riðstraums og er keyrður inn á af-
riðil, (svokallaðan „thyristor") og út kemur
jafnstraumur fyrir framdrifsmótora. Þeir
sáu einnig um hönnun á nýjum álagsbún-
aði fyrir rafstöðvar, viðvörunarkerfi og
stjórnbúnaði fyrir framdrifsbúnað.
Það er óhætt að segja að framkvæmdir
af þessu tagi skapa mikla tæknilega vinnu.
Það er oft erfitt fyrir Skipasmíðastöðvar og
aðra að horfa á eftir mörgum verkefnum á
þessu sviði úr landi. Ég vil leyfa mér að
fullyrða að tækniþekking á sviði viðgerða
og breytinga á skipum er á mjög háu plani
hér á landi. Vinnubrögð í íslenskum skipa-
smíðastöðvum er með því besta sem ég
hef séð á 20 ára starfsferli mínum."
Gunnar Sæmundsson, véltæknifræðingur.
Námsferill: Iðnskóli Hafnarfjarðar: Sveinspróf í vélvirkjun 1977. Tækniskóli ís-
lands: Raungreinapróf 1979.Tækniskóli íslands: Fyrstihluti í véltæknifræði 1980.
Próf í véltæknifræði frá Odense Teknikum 1982.
Starfsferill: Starfaði um þriggja mánaða skeið hjá Rannsóknastofnun fiskiðnað-
arins að loknu prófi í tæknifræði. Hóf störf hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, síðar
Granda, í ársbyrjun 1983. Var forstöðumaður tæknisviðs frá 1985 til 1997. Stofnaði
fyrirtækið Sætækni ehf. 1997. Hefur unnið sem ráðgjafi og verkefnisstjóri við
mörg verkefni er tengjast nýsmíði og breytingum á skipum, sérstaklega er varðar
vinnslulínur um borð. Hefur verið tæknilegur ráðgjafi Hafrannsóknastofnunar frá
miðju ári 1999. Stofnaði ásamt öðrum innlflutningsfyrirtækið Mergi ehf. árið 1998
sem flytur m.a. inn brennsluhvata og olíuhreinsikerfi.