Verktækni - 01.07.2003, Side 12

Verktækni - 01.07.2003, Side 12
Ferðasaga Skoðunarferð að Kárahnjúkavirkjun Dagana 12. til 13. september héldu tækni- fræðingar og verkfræðingar í skoðunarferð að Kárahnjúkavirkjun. Hluti hópsins fór á eigin jeppum á föstudagsmorgni og ók sem leið liggur að Hrauneyjum og síðan yfir Sprengisand að Mývatni þar sem ferðafólkið gisti. A laugardaginn var síðan haldið að Kárahnjúkum. Annar hópur flaug til Egilsstaða að morgni laugardags. Á Egilsstöðum tók Guðmundur Pétursson, staðarverkfræðingur Landsvirkjunar við Kárahnjúkavirkjun á móti hópnum. Guð- mundur fór fyrst með hópinn í Upplýs- ingamiðstöð Landsvirkjunar á Egilsstöðum þar sem ferðalangar fengu gott yfirlit yfir virkjunarsvæðið og línustæði. Þar er að finna líkan af svæðinu, einnig af borvél eins og þeim sem notaðar verða. Á leiðinni frá Egilsstöðum var farið inn að stöðvarhúsi og komið við á Teigsbjargi við aðkomugöng 1. Um eitt hundrað manns munu vinna við byggingu stöðvarhússins sem verður neðanjarðar. Fulltrúar Lands- virkjunar og Fosskrafts JV undirrituðu nokkrum dögum áður samning upp á 8,3 milljarða króna um gerð stöðvarhússhvelf- ingarinnar. Heildarfallhæð, frá Hálslóni í stöðvarhús, er um 599 metrar. Mesta mögu- Iega rennsli er 144 rúmmetrar á sekúndu. Á leiðinni að Kárahnjúkum nutu ferða- langar Iifandi frásagnar Guðmundar Pét- urssonar, sem svaraði einnig fjölmörgum spurningum. Þegar í Kárahnjúka kom bauð Landsvirkjun til málsverðar. Að málsverði loknum bættust jeppamenn í rútuna og var haldið í skoðunarferð um svæðið í fylgd Páls Ólafssonar verkfræðings. Páll starfar hjá fyrirtækjahópnum VIJV við fram- kvæmdaeftirlit. Hópurinn samanstendur af Línuhönnun, Hnit og Fjarhitun og erlendu fyrirtækjunum Mott MacDonald Limited, SWECO Intemational AB, Norconsult AS og Coyne et Bellier. Eftirlitið nær yfir verk sem varða stíflurnar við Kárahnjúka, að- rennslisgöng og göng að Jökulsá í Hjótsdal. Óhætt er að segja að umhverfi virkjun- arinnar er afar stórbrotið og áhugavert að skoða og ekki spillti fyrir fróðleg frásögn Páls. Að lokinni skoðunarferð fóru jeppa- menn áleiðis til Akureyrar en flugfarþegar fóru áleiðis til Egilsstaða með viðkomu við Laugafell og síðar í Skriðuklaustri. Sveinn Sigurbjarnarson hjá TANNI Travel var bilstjóri í ferðinni og tók við leiðsögn af þeim Guðmundi og Páli. Sagði hann margar skemmtilegar sögur af Fljóts- dælingum, gamlar og nýjar. Heim komu menn fróðari um stærstu framkvæmd Islandssögunnar og gróðurfar og mannlíf á austurlandi. Rútu-punktar Ferðalangar nutu frábærrar leiðsagnar Guðmundar Péturssonar og Páls Ólafssonar. Hér fyrir neðan má lesa minnispunkta sem vom hripaðir niður í flýti eftir þeim félögum. Lesendur virða vonandi viljann fyrir verkið. Notaðar verða þrjár 3 Mw borvélar sem á ensku em kallaðar „mole" eða mold- varpa.Vélarnar eru ferlíki að stærð, 80-100 metrar og hver þeirra vegur 1000 tonn. Þær naga sig inn í bergið og miklir stálarmar spyrna vélinni áfram eftir því sem verkinu miðar og jafnóðum em lagðir teinar til að flytja efni frá. Stærsta stykkið í borvélunum vegur 120 tonn. Tvær vélanna em spánnýj- ar en sú þriðja er uppgerð og var notuð við neðanjarðarlestarkerfið í NewYork. Fyrsta borvélin kemur hingað til lands í október. í fyrsta sinn verða færibönd notuð hér á landi við stíflugerð. Impreglio flutti þau hingað til lands frá Kína. Grjótið er sprengt og flokkað og flutt frá mulnings- stöð í stíflu með færibandi. Hálslónið verður að svipaðri stærð og Lögurinn, Blöndulón og Mývatn. Miðlun- arrýmið er 2100 gígalítar og vatnsborðs- sveiflan er óvenju mikil, 75 metrar. Utlendingar sem starfa á svæðinu nú em um 500. Framkvæmdirnar skullu hastarleg- ar á búist var við og því ekki að undra að ýmis vandkvæði komi upp. Mikið hefur verið flutt inn af tmkkum og öðmm farar- ZRLU) J Lampar og perur FiliPPÍ Veko -ŒsnniiBD- B«ö) www.falkinn.is Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKIN N Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími: 540 7000 Fax: 540 7001 • Netfang: falkinn@falkinn.is - Lætur Ijós sitt skina

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.