Verktækni - 01.07.2003, Page 20

Verktækni - 01.07.2003, Page 20
AC sfjórnarbor4i V?í 20 Heimsókn formanns til Egilsstaöa og Vestmannaeyja Snemma sumars var undirritaður á ferð á Egilsstöðum og íVestmannaeyjum og not- aði tækifærið til þess að ræða við fulltrúa tæknifræðinga og verkfræðinga um það sem efst er á baugi hjá þeim, viðhorf þeirra til félagsstarfsins og hvemig megi efla það. Vom fundirnir ánægjulegir og umræður líflegar og sýndu í reynd áhuga heimamanna á auknu samstarfi við móð- urfélögin, TFÍ ogVFÍ. Ábendingum um það sem betur má fara við beinar útsend- ingar á samlokufundum hefur verið kom- ið á framfæri og hrint í framkvæmd á samlokufundinum um Kárahnjúkavirkjun þann 11. september sl. Endurmenntun- arnámskeið í gegnum fjarfundabúnað var áhugamál á báðum stöðum. Á Austur- landi var m.a. rætt um það að á næstu árum ættu félögin að standa að viðamikilli ráðstefnu um atvinnu- og iðnaðarmál í landsfjórðungnum, áhrifin á mannlífið og mótun byggðar. Einnig var fjallað um möguleika samfara komu nýs sæsíma- strengs til Seyðisfjarðar og opnun sigl- ingaleiðar norður fyrir Síberíu. ÍVest- mannaeyjum var m.a. fjallað um mögu- leika á því að halda þar OpnaVerkTækni- mótið í golfi á næsta ári. Jarðgöng til Eyja eru alltaf ofarlega á baugi í hugum heima- manna og var einnig rætt um hugsanlega byggingu þeirra innan nokkurra ára. Kárahnjúkavirkjun Nýverið fóru verkfræðingar og tækni- fræðingar í vettvangsferð að Kára- hnjúkavirkjun. Farið var á jeppum yfir hálendið föstudaginn 12. september en einnig fór hluti hópsins með flugvél austur að morgni laugardagsins. Tókst vettvangsferðin ákaflega vel og eru Guðmundi Péturssyni verkefnisstjóra Landsvirkjunar við Kárahnjúkavirkjun færðar sérstakar þakkir fyrir hans að- komu að skipulagningu og undirbúningi ferðarinnar. Tilhlýðilegt þótti að halda sérstakan samlokufund áður en haldið var í ferðina og átti hann sér stað fimmtudaginn 11. september. Hélt Björn Stefánsson deildarstjóri hjá Landsvirkj- un þar erindi um virkjunina. Var fund- urinn vel sóttur þar sem á annað hund- rað verkfræðingar og tæknifræðingar mættu og létu vel af málflutningi Björns. Samstarf VFÍ viö SV og TFÍ Eins og áður hefur komið fram á þess- um vettvangi eru að hefjast viðræður á milli SV, TFÍ ogVFÍ um aukið samstarf, hugsanlega sameiningu eða stofnun sér- stakra regnhlífasamtaka tæknimennt- aðra manna. Sameiginleg nefnd allra aðila mun fjalla um málið og eru þrír fulltrúar frá hverju félagi. Af hálfu VFI eru það þau Guðjón Aðalsteinsson, Guðrún Hallgrímsdóttir og Snæbjörn Jónsson sem sitja í nefndinni og verður Snæbjörn formaður hennar. Húsnæöismál Þessa dagana er verið að ganga frá eigna- skiptasamningi vegna hússins að Engja- teigi 7, en VFÍ eignaðist 11% í húsinu í «o > afsláttur á uppfærslu á AutoCAD LT® •g Kannaðu tilboðið og talaðu við okkur hjá CAD ehf. í síma 552 3990 J xi CAD ehf. - Skúlagata 61 A -105 Reykjavlk - cad@cad.is autodesk tilboðið gildir til og með 20. okt. 2003 - eingöngu er um að ræða uppfærslu frá LT2000, LT2000Í eöa LT 2004 keypt fyrir 1. ágúst 2003 stað þeirra lóða- réttinda sem það sér og lagði húsbyggjendum til. Að Engjateigi 9 stendur loksins til að bjóða út lyftuna og verður hún komin í gagnið upp úr áramótum. Það er fagnað- arefni að fá lyftu húsið sérstaklega í ljósi þess að þegar leigt er út húsnæði á þann hátt sem gert er t.d. á jarðhæð og 3. hæð er ekki boðlegt annað en að lyfta sé til staðar. Það er félaginu til vansa að hafa ekki ráðist fyrr í þessar framkvæmdir. Aðstæður í sal á jarðhæð eru einnig þannig að æskilegt er að sem fyrst verði bætt úr salernisaðstöðu, hljóð dempað betur, nýtt gólfefni lagt og aðrar lagfær- ingar gerðar sem brýnastar eru. Ráðstefna um raforkumál Áformað er að halda ráðstefnu um mál- efni raforkuiðnaðarins þann 20. nóvem- ber 2003 í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur. Ný raforkulög voru sam- þykkt á Alþingi 15. mars sl. og komu til framkvæmda þann 1. júlí sl. Að vísu má segja að þau komi eiginlega smám sam- an til framkvæmda þar eð frestað er ýmsum lykilatriðum fram á árið 2004 og síðan á opnun markaðarins sér stað í áföngum fram til ársins 2007. Fram- kvæmd laganna og sú markaðsvæðing sem þau hafa í för með sér hafa mikil áhrif á sjáif orkufyrirtækin og raforku- iðnaðinn í landinu. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti markaðsvæðingar á Islandi á sama tíma og mikil iðnaðar- uppbygging á sér stað með vandasöm- um skuldbindingum til lengri tíma fyrir orkufyrirtækin. Fróðlegt verður að fylgjast með því sem fram kemur á ráðstefnunni og að fræðast um það hvort við verðum eitthvað bættari með nýtt umhverfi í þessum mikilvæga málaflokki. Nefnd VFÍ vegna VerkTækni Open 2004 Undirritaður hefur skipað þá Árna Sæ- mundsson, Guðmund Pálma Kristinsson og Þorkel Ágústsson í nefnd til þess að undirbúa golfmót ársins 2004 og leiðir Guðmundur Pálmi hópinn. Einn af þeim stöðum sem til greina koma eru Vestmannaeyjar og er þá hugsanlegt að komið verði á heimsókn með skoð- unarferð sem opin yrði fyrir alla félags- menn. Steinar Friðgeirsson, formaður VFÍ

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.