Verktækni - 01.09.2004, Blaðsíða 1

Verktækni - 01.09.2004, Blaðsíða 1
Starfsmat 8 NIL41 10 Rýni 2004 12 Útkall til Haítí Rainrace 14 IEEE viðurkenningar Borhola á Hellisheiði. Fyrsta djúpborholan Kaflaskil eru að verða í íslenska djúpborun- arverkefninu - IDDP (Iceland Deep Drilling Project) því nú er í sjónmáli að bora fyrstu djúpborholuna hérlendis. Undirbúningur hefur staðið yfir undanfarin 4-5 ár. Markmiðið er að kanna rætur háhitasvæðanna og hvort unnt sé að ná 5-10-falt meira afli úr slíkum holum um- fram venjulegar háhitaholur, sem að meðaltali gefa 4-5 MWe. Guðmundur Ómar Friðleifsson, sérfræðingur í jarðfræði hjá íslenskum orku- rannsóknum (ISOR) kynnti verkefnið á Sam- lokufundi WÍ ogTFÍ 4. nóvember s.l. Stefnt er að því að bora þrjár djúpborholur, eða IDDP-borholur, á næstu fimmtán árum. Fyrsta holan verður á vinnslusvæði Hitaveitu Suðumesja. Holan verður boruð í þremur áföng- um á næstu þremur árum. Fyrst verður borað niður á 2,7 km dýpi, sem er dýpt venjulegrar vinnsluholu, en síðan verður holan dýpkuð í tveimur áföngum, fyrst í 4 km og síðan niður á 5 km dýpi. Markmiðið er að finna jarðhitavökva í svokölluðu yfimrarksástandi (supercritical condition). Á svo miklu dýpi vonast menn til að geta nálgast 400-600 gráða heita háhitagufu. Venjuleg háhitagufa er er um 240-280 gráða heit. Áætlaður bor- og rannsóknakostnaður við fyrstu holuna er á bilinu 1,5-2,5 milljarðar króna. Mörgum spurningum er ósvarað um eðli há- hitasvæðanna á 4-5 km dýpi, en stærstu spurn- ingamar snúa að vatnslekt og hita. Ef hvort tveggja er til staðar er vel hugsanlegt að marg- falda megi orkuvinnslu á núverandi vinnslu- svæðum orkuveitnanna. Djúpborunarverkefnið varðar því í raun orkubúskap þjóðarinnar. Nánari upplýsingar eru á vef íslenska djúp- borunarverkefnisins: www.iddp.is Ljósm. Morgunblaðið

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.