Verktækni - 01.09.2004, Blaðsíða 9

Verktækni - 01.09.2004, Blaðsíða 9
VERKTÆKNI / 09 flutningi hámenntaðs vinnuafls og könnun meðal 2000 verkfræðinga og verkfræði- nema í Póllandi. Varðandi könnunina í Pól- landi kom í ljós að það sem pólskur verk- fræðingur leggur áherslu á varðandi flutn- ing til Danmerkur er starfsöryggi og góð laun sem og starfsþróun. Sérstaklega töldu pólskir verkfræðingar eftirsóknarvert að vinna hjá þekktum fyrirtækjum. Margir höfðu spáð því að pólskir verkfræðingar myndu flykkjast til Danmerkur eftir stækk- un ESB 1. maí 2004 en sú var alls ekki raunin. Aðeins 4 pólskir verkfræðingar hafa fengið atvinnuleyfi frá maí 2004- október sama ár. Helstu niðurstöður könnunar IDA voru þær að stækkun ESB væri áfangi á leið al- þjóðavæðingar sem aldrei tekur enda. Staða Norðurlandanna væri sterk þar sem þar væri tæknimenntað fólk mjög „fram- takssamt". Fyrirtæki myndu frekar opna útibú í austur- Evrópu en að sækja þangað verkfræðinga. Stór fyrirtæki beggja vegna Atlantsála telja s.k. „brain-circulation" afar mikilvæga. Hún byggist á því að vel menntað fólk líti á allan heiminn sem sitt atvinnusvæði. Þegar reglur/tilskipanir ESB eru skoðað- ar nánar kemur í ljós að þær eru lágmarks- kröfur aðildarlandanna. Reglur og samn- ingar á vinnumarkaði eru mismunandi milli landa ESB. Það sem komið hefur á óvart er hve flutningur vinnuafls frá austri til vesturs hefur verið lítill við stækkun ESB. Ýmsar skýringar hafa verið nefndar bæði ýmiss konar hindranir í formi reglugerða og einnig félagslegar ástæður sem talið er að vegi þungt. Spár um þróunina eru mjög mismunandi en talið er að flutningur vinnuafls styrki innviði hvers lands fyrir sig. Sérstaklega er tekið fram að þetta eigi við um hámenntað starfsfólk. Vinnuhópar og verkefni þeirra Þar sem fundarmenn voru margir var unnið í hópum og eftirfarandi málefni tekin fyrir: • Áhrif stéttarfélaga á vinnustöðum • Vinnutími • Atvinnuöryggi • Óhefðbundnar ráðningar • Starfsþróun/Hæfniskröfur Þegar rætt var um áhrif stéttarfélaga á vinnustöðum kom í ljós að t.d. í Svíþjóð, þar sem rík hefð er fyrir vinnustaðasamn- ingum, liafa laun verkfræðinga hækkað minna en margra annarra svokallaðra viðmiðunarhópa. Ýmsar skýringar voru nefndar m.a. meiri harka atvinnurekenda, verra efnahagsástand o.fl. Sérstaklega var sem hugsanleg skýring í opinbera geiran- um nefnd lög um áhrif starfsmanna í stofnunum. Þau hefðu leitt til þess að yfirmenn ættu auðveldara með að sleppa við gerð vinnustaðasamninga. CF er með mjög öflugt trúnaðarmannakerfi en svo virðist sem æ erfiðara sé að fá fólk til að gerast trúnaðarmenn. Vinnutímatilskipun Búið er að leggja til breytingar á vinnutíma- tilskipun ESB. Breytingarnar eru í þá átt að minnka vægi tilskipunarinnar, starfsmönn- um í óhag. Þar kemur til lenging á því tíma- bili sem „jafna má út" vinnutíma umfram 48 stundir og einnig að fleiri (laegri stjórn- endur) verði undanþegnir tilskipuninni. 1 umræðum um atvinnuöryggi kom fram að á almennum vinnumarkaði er litla vernd að finna við uppsagnir. Oft er tekist á um hvort starfsaldur eða hæfni eigi að ráða þegar ákvarðanir eru teknar um hverj- um sé sagt upp. Á öllum Norðurlöndun- um er atvinnuöryggi opinberra starfs- manna meira en annarra. Óhefðbundnar ráðningar þ.e. verkefna- ráðningar, „outsourcing" o.s.frv. aukast stöðugt. Þetta er hluti alþjóðavæðingarinnar sem ekki verður stöðvuð. Verkfræðingafélög á Norðurlöndum þurfa að horfast í augu við þetta og veita þjónustu þeim félagsmönnum sem starfa við slíkar aðstæður. PQchemtic Sérhæft teikniforrit fyrir rafmagnshönnuði, til að teikna og hanna rafmagnskerfi Forritið heldur utan um tengilista og efnislista Tekur inn teikningar frá AutoCAD Viðamikið táknasafn fylgir forritinu PC Schematic er mjög öflugt og jafnframt auðvelt í notkun Hæfnismarkaöur í inngangserindi um málefnið starfsþró- un/hæfniskröfur kom margt athyglisvert fram. Danska ríkisstjórnin hefur sett það sem markmið að landið verði eitt af mestu hátækniríkjum heims innan tíu ára. Heitið er auknu fjármagni í verkefnið. Danskar tölur sýna að fyrirtæki með hámenntað starfsfólk hafa vaxið fjórum sinnum hraðar en fyrirtæki sem eru í hefðbundinni frarn- leiðslu. Nefnt var að í framtíðinni yrði jafn- vel talað um hæfnismarkað verkfræðinga en ekki vinnumarkað verkfræðinga. Hátæknifyrirtæki eru talin mun líklegri til að spjara sig í alþjóðlegri samkeppni. Fram kom að ein skýring á samkeppnis- hæfni Danmerkur í alþjóðasamhengi skýrist að hluta til með frjálslegri vinnulög- gjöf en til dæmis í Þýskalandi. IDA leggur gríðarlega áherslu á endurmenntun sinna félagsmanna. Til dæmis eru þeir sem hafa fengið viðvörun um uppsögn hvattir til að drífa sig í endurmenntun. I umræðum kom fram að endurmenntun verkfræðinga sé hlutfallslega dýr og því eigi þeir oft erfiðara með að fá leyfi til end- urmenntunar en aðrir starfsmenn. Fjöldi notenda á íslandi Næsta námskeið í PC Schematic verður jan/feb 2005 __________________J www.vista.is 1/ISM Verkfræðistofan Vista sími: 587 8889 ^WTNATIONAL INSTRUMENTS www.ni.com © 2002 Ntbontl Intlruments Corporetion. AR rightt reterved. Product end compeny nemei liited ere tredemerti or trede nemei of their reipective compeniei.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.