Verktækni - 01.09.2004, Page 10

Verktækni - 01.09.2004, Page 10
10/RYNI 2004 veldi Ítalía í öllu sínu TFÍ hefur á undanförnum sjö árum skipulagt námsferöir erlendis fyrir tæknifræðinga og verkfræðinga undir nafninu: Rýnisferðir. Rýni 2004 var farin 9.-16. september s.l. Þátttakendur í ferðinni voru 118 og eru þá makar taldir með. Hér eru nokkrir punktar úr ferðasögunni sem Jakob Hálfdanarson tók saman en frásögnina í heild má lesa á heimasíðu TFÍ (www.tfi.is). Lagt var upp frá Keflavík í fjögurra stunda flug til borgarinnar Bologna í sunnanverðum Pódalnum á Norður-Italíu. Þaðan var 38 km akstur til norðvesturs eftir hraðbraut A1 til borgarinnar Modena, en þar dvaldi hópurinn allan tímann og gert út í skoðunarferðir. Padova - Selco Farið til Padova sem er á NA-Ítalíu, 25 km vestur af Feneyjum. Þar var heimsótt fyrir- tækið Selco, sem sérhæfir sig í málmsuðu og framleiðslu tækjabúnaðar fyrir hana. Fyrirtækið er á tveimur stöðum í borginni, samtals á 30.000 m2 og starfsmenn eru 122, þar af 18 tæknimenn. Framleiddar eru 40 rafsuðuvélar á dag af stærstu gerð. Skoðuð- um við vélar sem voru allt frá smá töskuvél- um upp í stórar rafsuðuvélar. Fræðingar sýndu þessum vélum og framleiðslu þeirra mikinn áhuga, sem m.a. kom fram í fjölda spurninga. Einkum voru menn áhugasamir um framleiðslu „heilans" í vélunum, eða PC-borðsins, eins og framleiðendurnir köll- uðu þetta. Móðurborðin voru sett saman í sjálfvirkum vélum, sem röðuðu á þau 20 þúsund hlutum á klukkustund. Vélarnar réðu þó ekki við stærstu hlutina, þannig að konur voru fengnar til þess að raða þeim á borðin. Að sögn fulltrúa fyrirtækisins ráða þeir eingöngu konur í þetta starf, því „konur eru nákvæmari og þolinmóðari en karlar". Da Vinci og Flórens Vegurinn til Flórens, hraðbraut Al, liggur suður yfir Appennína fjöll og fer hæst í 726 m hæð yfir sjó. Þorpið Vinci er nokkuð vestur af Flórens. Þar skoðuðum við hið stórkostlega Leonardo-safn: „Museo Leon- ardo daVinci". Þar voru til sýnis ótrúlegar teikningar listamannsins Leonardo da Vinci (1454-1519) og seinni tíma módel, sem smíðuð höfðu verið nákvæmlega eftir teikningum hans. Þarna mátti meðal annars sjá módel af þyrlu, reiðhjóli, flot- skíðum, byggingakrönum, skriðdreka og fjölda margt annað. Þá var haldið til Flórens og borgin skoðuð í fylgd leiðsögumanna, m.a. dómkirkjan. Modena - Tecnotest Haldið til Tecnotest í Modena. Þar voru okkur sýnd tæki til rannsókna á jarðvegi í mörkinni og rannsóknarstofutæki til jarð- tækniprófana. Við sáum tæki til rannsókn- ar á malarefnum, asfalti, malbiki og stein- steypu. Starfsmenn frá Tecnotest sýndu okkur framkvæmdir við nýja háhraða járnbraut sem verið er að leggja á milli Mflanó í norðri og Napólí í suðri, sem er rúmlega 800 km löng leið. Framkvæmdir hófust árið 2001 og áætlað er að þeim ljúki árið 2006. ítalir borga allan brúsann. Enginn styrkur kemur frá Evrópusambandinu. Hraði lestarinnar verður 300 km/klst. Brýr eru 4 samhliða, hver fyrir eitt spor og er hæð þeirra mest 7 m yfir jörðu og haflengd 31,50 m. Lestarnar verða í nokkurs konar stokki, sem nær upp

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.