Verktækni - 01.09.2004, Side 12
12 / HJÁLPARSTARF
Úlkall tll Haítí
Fólk aö moka drullu úr húsum slnum. Fyrir framan húsin eru opin
frárennsLiskerfi, sem þeir eru að moka í, en það er löngu orðiö stiflað.
Stöðuvatn við veginn frá höfuóborginni til Gonaives stækkaði i
flóðinu og vegurinn fór á kaf. Vegurinn var samt notaður.
Fólk mokaði druiluna úr húsum sínum og lóðum út á götu, sem voru
hreinsaðar af og til. Hreinsunarstarf er enn í gangi i Gonaives.
Hér er verið að reyna aó koma fólkinu i röð við matardreifingu.
Sólveig Þorvaldsdóttir, verkfræðingur
og fyrrum framkvæmdastjóri Almanna-
varna ríkisins var um þriggja vikna
skeið, í lok september og fram í október
s.l., við hjálparstörf á Haítí. Hún var með
erindi og myndasýningu íVerkfræðinga-
húsi þriðjudaginn 2. nóvember s.l.
Sólveig var send á vegum samhæfingar-
sveitar Sameinuðu þjóðanna, UNDAC
(United Nations Disaster Assessment and
Coordination), til Gonaives á Haítí vegna
flóðanna sem urðu í kjölfar fellibylsins
Jeanne. Á skrá hjá UNDAC eru 178 ein-
staklingar víðs vegar um heim, sem eru
reiðubúnir að vera kallaðir til með stuttum
fyrirvara.Verkefni þeirra er að dvelja í
nokkrar vikur á hamfarasvæðum og skipu-
leggja vinnu björgunaraðila og hjálpar-
stofnana.
Á þriðja þúsund manns fórust í óveðri
sem gekk yfir Haítí í september s.l. Flóð og
aurskriður ollu miklu tjóni og hefur verið
unnið að því að koma mannlífinu aftur á
réttan kjöl. Yfir 200 þúsund manns búa í
borginni Gonavies sem fór hvað verst út úr
óveðrinu. Þegar Sólveig kom á staðinn
hafði vatnsyfirborðið lækkað mjög en eftir
sat drulla og leir sem fólkið óð upp í miðja
kálfa og þurfti að skipuleggja umfangs-
mikla hreinsun borgarinnar. Mikil fátækt er
á þessu svæði og húsin varla annað en
múrsteinsskel, án lagna eða hreinlætisað-
stöðu. Háir veggir, sem fólk hafði reist í
kringum hús sín vegna ófriðarástands sem
ríkt hefur, féllu í flóðunum og ollu vand-
ræðum. Hreinlætisaðstaða var bágborin en
þrátt fyrir það tókst að koma í veg fyrir út-
breiðslu sjúkdóma.
Forgangsverkefni var að tryggja aðgang
að hreinu vatni. Sett voru upp vatns-
hreinsitæki og hjálparstofnanir dreifðu
matvælum. Leggja þurfti nýjan veg til
borgarinnar. Þá varð aðal spítali borgarinn-
ar mjög illa úti í óveðrinu. Rauði krossinn
reisti bráðabirgðasjúkrahús og heilsu-
gæslustöðvar vom settar upp víðs vegar
um borgina.
Stjórnmálaástandið á Haítí er ótryggt og
veldur það ýmgum vandræðum þar sem
hætta á óeirðum er alltaf til staðar. Friðar-
gæslulið hefur verið að störfum á Haítí um
nokkurt skeið og em það hermenn frá
nokkrum ríkjum Suður-Ameríku. Liðið
varð sjálft fyrir umtalsverðu tjóni en tók
einnig þátt í hjálparstarfinu.