Verktækni - 01.09.2004, Síða 18
18 / 100 ARA AFMÆLI RAFVÆÐINGAR
60 þúsund gestir á
Tæknidögum 2004
Ný bók VFÍ
Tæknidagar 2004 voru haldnir í Smáralind
dagana 28. október til 2. nóvember s.l. Voru
þeir tileinkaðir 100 ára afmæli rafvæðingar
á íslandi og báru yfirskriftina: Orkan okkar
heimili morgundagsins. IVetrargarði
Smáralindar var byggt tæknilega fullkomið
350 fermetra einbýlishús á örfáum dögum.
Markmiðið var að gefa Islendingum hug-
mynd um hvernig heimili morgundagsins
kemur til með að líta út. Talið er að um 60
þúsund gestir hafi komið á sýningarsvæðið.
í tengslum við sýninguna voru ráðstefn-
ur í bíósölum Smáralindar. Meðal annars
var framhaldsskólanemum boðið til kynn-
ingar þar sem m.a. var kynnt nám tengt
orkugeiranum og fagfélögin sem stóðu að
sýningunni.
Að Tæknidögum 2004 stóð Orkuveita
Reykjavíkur í samvinnu við Tæknifræðingafé-
lag íslands, Verkfræðingafélag íslands, Arki-
tektafélag íslands, Félag húsgagna- og inn-
anhússarkitekta og Ljóstæknifélag fslands.
Vaigerður Sverrisdóttir klippir á borð-
ann. Asamt fulltrúum Orkuveitunnar.
F.v. Ásgeir Margeirsson , Alfreð Þor-
steinsson og Guðjón Magnússon.
Byggt var 350 fermetra einbýlishús í
Vetrargarði Smáralindar.
Komið er út ann-
að bindið í af-
mælisritröðVerk-
fræðingafélags
íslands. Það er
tileinkað 100 ára
afmæli rafvæð-
ingar á íslandi
og ber heitið:
„Afl í segulæðum -
Saga rafmagns á íslandi í 100 ár."
Fyrir tveimur árum var ritröðinni
hrundið af stað í tilefni af 90 ára
afmæliVFÍ og fjallaði fyrsta bindið
um frumherjana í verkfræði hér á
landi. Ritröðinni mun Ijúka árið 2012
með riti um 100 ára sögu félagsins.
í nýju bókinni er sögð saga raf-
væðingarinnar, bæði upphafsárin og
á samveitutímabilinu, en einnig saga
iðnaðaruppbyggingar á seinni árum.
Dregin eru fram nöfn þeirra manna
sem á einn eða annan hátt mörkuðu
leiðina, sér í lagi á fyrri hluta tíma-
biisins.
Höfundur bókarinnar er Sveinn
Þórðarson sagnfræðingur.
tveir qóðir saman
----XA3> CAD ehf.
autodesk
authorized reseller
CAD ehf.
Skúlagata 61 A -105 Reykjavík
sími: 552 3990-fax: 552 3992
cad@cad.is - www.cad.is