Sjómaðurinn - 01.03.1939, Síða 41

Sjómaðurinn - 01.03.1939, Síða 41
SJÓMAÐURINN 33 með falin forysta fyrir félaginu, Jield ég að hafi aðallega verið sú, að ég var þá þegar orð- inn starfsmaður í landi liér hjá Eimskipafélag- inu, og félagarnir töldu, að ég hefði bezt tæki- færi til starfa. Ég gerði og það, sem i mínu valdi stóð, til að verða félagsskapnum að gagni, og ])að gleður mig, að félagið hefir tekið svo mikl- um þroska og framförum, sem raun er á, síð- an ég lét af störfum fyrir það, og ég vænti þess, að framtíðin geymi áframhaldandi vöxt þess og framþróun, svo að það geti haldið áfram að vinna að hættum kjörum stýrimannastéttar- innar.“ Reinh. Andersson Klæðaverzlun og sauinastofa Laugavegi 2. — Símar 3523 og 4222. Fataefni og yfirfrakka- efni ávalt fyrirliggjandi. Vandaður frágangur. Fljót afgreiðsla. Hin þjóðfrægu kaskeiti í heildsölu og smásölu. Innlend vinna. Allar ein- kennishúfur saumaðar eftir pöntun. INNAN BORÐS OG UTAN Stjórnarkosning. Á fundi félagsins, sem haldinn var 27. febr., voru atkvæði talin og kosningu stjórnar lýst: Kosningu hlutu: Jón Axel Pétursson, formaður, Valdimar Stefánsson, varaformaður, Kristján Aðalsteinsson, ritari, Sigurður Gíslason, gjaldkeri, Stefán Dagfinnsson. meðstjórnandi. Endurskoðendur: Sigmundur Sigmundsson, Sigurður Jónsson. Á sama fundi var stjórninni falið að fara með væntanlega samninga við eimskipafélögin og lienni lieimilað að kveðja sér til aðstoðar ein- staka meðlimi eftir þörfum. Sjómenn! Verslið við þá, sem auglýsa i Sjómanninum. Sjómannadagurinn. Kosning í stjórn hans. Sjómannadagurinn verður í vor lialdinn há- tiðlegur, eius og í fyrra, og er í ráði, að el'na til sýningar á öllu viðvikjandi sjóferðum og fiski- veiðum, og sýna þróunina í þeim greinum. Með- limir Stýrimannafélags Islands eru livattir til þátttöku í hátíðahöldum dagsins. Af hálfu Stýri- mannafélagsins hafa verið kosnir i stjórn hans þeir Grimur Þorkellsson stýrimaður og Guðbjörn Bjarnason stýrimaður. Huginn. Teikningin af Huginn, á J)ls. 2, er gjörð af Bjarna Kristjánssvni, höfundi greinarinnar. Endurskoðun laga um atvinnu við siglingar. A síðasta Alþingi var gerð tilraun til þess að aflaga lögin um atvinnu við siglingar. Sú tilraun mistókst þó, en ríkisstjórninni var falið að skipa nefnd sjómanna og útgerðarmanna, er endurskoða skyldu lögin l'rá 1936. I nefnd þessa voru svo skipaðir: Kristján Bergsson, forseti Fiskifélagsins, Pálmi Lftsson, forstjóri Skipaút- gerðar ríkisins, Jón Axel Pétursson, frá Alþýðu- samhandi íslands og Ásgeir Sigurðsson og Þor- steinn Árnason frá Farmannasambandinu, og skyldu hinir 2 síðasttöldu starfa sem einn mað- ur, þannig að Þorsteinn Árnason mætti aðeins þegar um málefni vélsljóra væri að ræða. Eins og sjá má af nefndarskipuninni, voru fulltrúar útgerðarmanna í meirihluta. Strax eftir að nefnd - in tólc til starfa, kom i ljós, að djúpfeldur ágrein- ingur var milli nefndarmannanna, og að full- trúar úlgerðarmanna vildu leggja til grundvall- ar fyrir endurskoðuninni frumyarp, sem Fram- sóknarmenn háru fram á síðasla þingi, en sem ekki náði fram að ganga. Þessu var mótmælt, en án árangurs, og varð því endirinn sá, að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir formanns Stýrimanna- félagsins og fulltrúa Farmannasambandsins, um að fá samkomulag um endurskoðun laganna, tókst það ekki, og klofnaði ])ví uefndin, og skil- uðu hvorir sinu áliti. Ástæða er til að hvetjn

x

Sjómaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.