Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 8

Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 8
Dagfari Sagan Ástríður Karlsdóttir: Víða liggja verndaranna brautir Þegar búið var að < blekkja Islendinga og rtbS* 'ú i f » r ljuga pa inn 1 hernaðarbandalag 1949 mátti vita að fleira fylgdi í kjölfarið. Sumarið 1951 flykktust hingað til lands fleiri þúsundir stríðsmanna í viðbót við þá sem fyrir voru en höfðu sem afsökun við landslýð að þeir væru eftirlitsmenn við “stöðina” á Miðnesheiði. Að sjálfsögðu var þetta í samráði við landráðamenn sem kallaðir voru ráðherrar á alþingi Islendinga. En enginn skyldi ætla að Homstrandir yrðu vettvangur hermangara en sú varð raunin. I hverjum landshluta lét bandaríska herveldið, ásamt íslenskum fjárgróðamönnum, reisa ratsjárstöðvar og fleira fémætt. Varð Straumnesfjall fyrir valinu fyrir Vestfirði. Þar mddu þeir veg frá Látmm og fremst upp á fjallið. Þama var reist heilt þorp, sjúkraskýli, verslunarmiðstöð, ffystihús, ibúðarblokkir og ratsjárstöð, svo eitthvað sé nefnt. Þessar byggingar voru úr strengjasteyptri steinsteypu sérhannaðri frá Hollandi. Eitt sumarið sem ég kom til Aðalvíkur fómm við nokkur saman upp á Straumnesfjall. Veður var svo gott að ekki sást ský á himni. Ég mundi ffá gamalli tíð að mér var sagt að á góðviðrisdegi, þegar skyggni væri gott, gæti maður séð til Grænlands. Þetta var einmitt slíkur dagur. Öll héldum við og höldum enn að Hálffallin stórhýsi, hurða- og gluggalaus... grænlensku fjöllin hafi sést greinilega. En þar sem við stóðum og sáum vítt yfir í allar áttir og náttúrufegurðin stórkostleg, var rétt við hliðina á okkur draugaborg sem “Kaninn” og íslenskir hermangarar höfðu eitt sinn reist. Hálffallin stórhýsi, hurða- og gluggalaus þar sem snjó tekur aldrei upp, því sólin nær aldrei að skína þangað, stóðu allt umhverfís okkur ásamt follnu mastri og þykku stálstrengdu víravirki. Var ekki einhver mótsögn í þessu? Margir sem áttu rót sína að rekja til Homstranda hugsuðu kalt til þessara “framkvæmda.” Ein er sú kona, Jakobína Sigurðardóttir, sem hefúr komið á ffamfæri til þjóðarinnar boðskap í bundnu máli, þegar hún hugsar til átthaganna og yrkir: Eyvindur Eiríksson: * I Aðalvík 1955 i' ( Já, það var sumarið fimmtíu og fimm, að ég kom út úr menntaskóla blankur eins og flestir og þurfti því að vinna fyrir mér, ef ég ætlaði í frekara nám, enda fengu þá lán og styrki aðeins þeir sem áttu ríka foreldra og þurftu ekki að vinna. A þessum árum, ffaman af sjötta áratugnum, var það augljós stefna stjómvalda að beina vinnuaflinu til Keflavíkur og á aðra þá staði þar sem Amríkanar vom að byggja upp herstöðvar sínar. Enn síður var auðvelt að fá vinnu svo seint, eftir 20. júní, ég reyndi víða, það vantaði að vísu sjómenn sums staðar en aðeins á einhverja örlagakoppa og ekki á nein þau skip sem von var til að fiskuðu fyrir tryggingunni og hún var ekki beysin. Helst var það byggingarvinna og ég gekk á milli staða þar sem mest var von, í henni Reykjavík, en engan vantaði ungan námsmann í vinnu. Loks komst ég fyrir tilviljun í steypuflokk austur á Laugarvatni, burstir hérðasskólans höfðu brunnið og þurfti að steypa þær upp. Það rigndi óhemju mikið þetta sumar. Við vorum að sulla í sementi alla daga, vitin fylltust og vikum saman snýttum við sementskögglunum úr lungum og nösum. Og þegar stytti upp, fylltust þessi sömu vit af mýi frá vatninu og eyrun og augun, það stakk ekki en það lagði í rúst taugakerfi okkar sem ekki vorum mýinu vanir. Helst var að halda því frá með reyk og við keðjureyktum, strákamir, þessi blíðu sumarkvöld undir hlíðinni fogru við vatnið og ekki bætti það ástandið í lungunum. Svo minnkaði sú vinna og ég skrapp vestur til fólksins míns. Og einn daginn vantaði menn norður í Aðalvík. Þar voru Amríkanar að byggja mikla radarstöð, uppi á Straumnesfjalli, þar sem heitir Skorir. Mér fannst ég ekki eiga margra kosta völ annarra, þótt mér væri þá fyrir löngu orðin ljós geðveikin í því að leyfa erlendan her með dauðadrasl sitt í þessu landi. Ég hafði samt unnið fyrir menntaskólakostnaði mínum að hluta til hjá þeim ræmdu Aðalverktökum. Ég skellti mér í Aðalvík. Óneitanlega langaði mig norður, það voru ekki nema tíu ár síðan við fluttum af Ströndum og þótt Aðalvík væri á þeim árum enn langt ffá Homströndum, þá var ferð þangað þó í áttina og af Straumnessfjalli sést norður í Hlöðuvík og Horn. Það var lent á Látrum, þar sem áður var vaxið upp fiskiþorp en komið í eyði fyrir fáum árum fyrir mistök og heimsku stjórnvalda, sem ekki vildu veita þangað fjármagni sem þurfti til að byggja upp hafnaraðstöðu, þótt auðugustu fiskimið heims einhver væm þar undan landinu. Ungu mennirnir fóm burt og þar með var 8

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.