Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 21

Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 21
Dagfari Mótmæli Andóf gegn heræfingum Enn á ný leyfðu íslensk stjómvöld heræfingar hér á landi s.l. sumar og að þessu sinni voru þær viðameiri en nokkm sinni fyrr. Hingað til hefur bandaríski herinn látið sér nægja svoneffid “vamarsvæði” til stríðsleikja sinna en að þessu sinni var meira lagt undir. Var hermönnum dreift víða um land og m.a. um hálendið. Herstöðvaandstæðingar í uppsveitum Ámessýslu vildu ekki una þessum yfírgangi og efndu til mótmælafundar í Tungnaréttum að kvöldi 29. júlí eða daginn áður en heræfingamar hófust. Fólk streymdi í Tungnaréttir á bílum, gangandi og á hestum. Sigurður Þorsteinsson bóndi á Heiði, Kristín Astgeirsdóttir þingmaður Kvennalistans og Steingrímur Sigfússon þingmaður Alþýðubandalagsins fluttu ávörp á fundinum sem var vel sóttur. Sigurður Þorsteinsson sagði m.a. að með þessum æfingum væri friðsældin í Ámessýslu rofin og hann gæti ekki annað en litið á þennan Olíufylling á vígtólið. Björgunarsveitarmaður að störfum. her sem mengun á landinu. Mengunarhættan var vissulega nærtæk. Að Einholti í Biskupstungum kom herinn sér upp olíubirgðarstöð meðan á æfingunum stóð. Þar var fýllt á þyrlur sem fluttu hermenn lcngra upp í óbyggðir en ekki var gefið upp nákvæmlega hvar æfingamar fóm fram. Slikum hemaðarumsvifum fylgir ávallt töluverð hætta á óhöppum og þarf ekki að orðlengja það hvílíkum skaða olíuleki gæti valdið t.d. á grunnvatni á þessu svæði. Á fundinum kom greinilega fram sú skoðun að heræfingarnar væru hreinn yfirgangur, ekki aðeins af hálfu bandaríska hersins heldur einnig þeirra ráðamanna íslenskra sem athugasemdalaust og með gleði afhentu erlendum her land sitt til afnota. Herstöðvaandstæðingar, bæði heimamenn og lengra að komir fóm í Einholt nokkrum dögum seinna og hittu á komutíma herþyrlanna. Mikill taugatitringur var í liðsforingjunum og ekki síður í björgunarsveitarmönnum sem höfðu fengið það hlutverk að vakta svæðið. I fyrstu máttu hermennimir ekki að hreyfa sig út úr þyrlunum en þó var opnað að aftan til útloftunar. Var ömurlegt að sjá þá sitjandi hnípna í röðum með morðtólin á milli hnjánna. Mikinn óhug setti og að sveitafólkinu að sjá slík vígtól í návígi rétt hjá heimilum sínum. Að endingu stóðust hermennimir þó ekki áskoranir herstöðvaandstæðinga en komu út þar sem þeim var gerð grein fyrir að þeir væm hér í óþökk fólksins í sveitinni. Einnig var dreift til þeirra dreifiritum sem þeir þorðu þó varla að taka við. Samtökunum bámst síðar fréttir af því að eintök af þeim hefðu borist inn í herstöðina og gengið þar í milli manna en algert bann er lagt við slíku upplýsingastreymi. ÚR ÆVINTÝRALJÓÐUM Svartir spíral veggir og myndir af svönum, appelsínugulum hestum í munstri til skiftis svanur hestur svanur hestur í mjög marga síminnkandi hringi sem þrengjast dýpst og innst um litla rauðklædda skúffu en þar eitt tár úr konu ég geymi það Snerti það einhver breytist sá hinn sami í kráku sem syngur eldgömul lög úr skræpóttum barka sem aldrei hljóðnar og ég geymi það Kristín Ómarsdóttir 21

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.