Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 19

Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 19
Dagfari Starfið Bandaríkjamenn og Rússar eru að yfir- gefa stöðvar sínar þar. Jafnvel hið vell- auðuga Þýskaland kveinkar sér yfir að þurfa að kosta svo miklu til hreinsunar eftir hemámsliðið. Með því að leyfa heræfmgamar síðast- liðið sumar, gerði ríkisstjómin sig seka um glæp ekki aðeins gagnvart íslensku þjóðinni í nútíð og framtíð, heldur líka gagnvart mannkyninu. Það er nefnilega svo, að það er til nóg af fersku vatni víða í heiminum. Það er bara búið að menga þetta vatn, svo að það er ekki lengur drykkjarhæft. Gott drykkjarvatn á eftir að verða gífurleg hörgulvara. Óstjórn hagfræðinganna Það er illt til þess að vita, að íslandi skuli stjómað af þröngsýnum hagfræðing- um. Þeir em nú í öngum sínum af því að ekki finnst erlendur auðhringur, sem er tilbúinn að kaupa hérlendis niðurgreidda raforku. Er þá helst til ráða að flytja raf- orkuna ónotaða út úr landi. Ekki virðist hvarfla að hagfræðingunum, að reikna inn í dæmið fómarkostnað vegna umhverfis- spjalla með einni undantekningu: Bændur eiga að fá tapað beitiland bætt. En hálend- ið er nú einu sinni nánast samfelld eyði- mörk, svo ekki þarf að kosta miklu til þeirra bóta. Þessir blessaðir menn virðast hins vegar telja háspennulínur til yndisauka, enda víðsýnt á Islandi vegna skógleysisins og hægt að njóta útsýnis til háspennumastra úr a.m.k. 10-20 km fjarlægð í góðu veðri. Olía við Jan Mayen? Nú er Jón Sigurðsson í félagi við norska krata að reyna að fá alþjóðlega ol- íuhringa til að hefja olíuleit við Jan May- en. Olíuviimslu á hafsbotni fylgir óhjá- kvæmilega olíumengun í hafmu bæði af völdum slysa, en einnig er alltaf einhver eðlileg mengun fylgifiskur olíuvinnslu. A þessum köldu slóðum myndi olíumengun óhjákvæmilega hafa miklu alvarlegri af- leiðingar en olíumengun í Norðursjó. Samt hafa fiskveiðar dregist stórlega sam- an í Norðursjó, síðan olíuvinnsla hófst þar. Við rannsóknir á Svalbarða kom í ljós, að olíumengun í jarðvegi er þar á norðurhjara 30-40 sinnum lengur að verða óskaðleg en í jarðvegi í sunnanverðum Noregi. Loftslag og sjávarhiti við Jan Mayen líkist niun meira Svalbarða en Norðursjó eða S-Noregi. Hér er ekki aðeins um sjálfsvirðingu ls- lendinga sem þjóðar að tefla, heldur einn- ig mikla hagsmuni í efnahagslegum skiln- ingi. En hvað gerir til, þótt við spilum rassinn úr buxunum? Við getum alltaf hlaupið í fangið á henni stóru mömmu í Brussel, sem er svo rík, og lífið verður ei- líft sumarfrí í sumarhúsi við Bodensee. Ræða flutt á Hótel Borg 30. mars 1992 —?--------- A Borginni Þann 30. mars siðastliðinn héldu Samtök herstöðvaandstæðinga baráttusamkomu á Hótel Borg en nú eru 43 ár síðan inngangan i Nató var samþykkt á alþingi. A fundinum var ágæt mæting en vegna krónískra fjárhagsörðugleika réðust samtökin ekki i að auglýsa fundinn mikið. Fundarstjóri var Bergljót Kristjánsdóttir. Fyrst flutti Nikulás Ægisson ávarp, fjallaði um útþenslustefnu Bandaríkjamanna en því næst um vanda fólks á Suðurnesjum sem hefur lifibrauð sitt að stórum hluta af þjónustu við herliðið. Nú hefur dregið úr umsvifum hersins og fyrirsjáanlegt að þau muni minnka á næstu árum. Bölsýni hefur gripið um sig og menn spyrja hvað verði ef herinn fer. Aður treystu Keflvíkingar á Duusverslun til þess að kaupa sér helstu nauðsynjar, nú treysta þeir hins vegar á dúsbræðuma Davíð og Jón Baldvin til að tryggja áframhaldandi veru amerísks hers. Nikulás drap á útbreiðslu kjamorkuvopna og það að vopnakapphlaupið hefði orðið fleirum dýrt en Sovétmönnum, Bandaríkjamenn væm að loka mörgum herstöðvum sínum utanlands. Hann lauk máli sínu þannig: Filippseyingar hafa nú gert Banda- ríkjamenn brottræka ffá sínu landi og ættum við Islendingar að roðna af skömm er við tölum um peningatap út af brottför hersins þegar við lítum á fátækt Filipps- eyinga. Kannski er munurinn sá að Filippseyingar hafa kynnst hinni vopnuðu hlið Ameriska hersins en við lslendingar aðeins dollumnum á náttborðinu. Það er kannski rétt sem Jóhannes úr Kötlurn kvað að: Eitt erþað Ijóð sem veknr af dái dumba þióð blóð! Þvi næst lásu þær Ragnheiður Steindórsdóttir og Lilja Þórisdóttir upp úr verkum Fríðu A. Sigurðardóttur, Sigrún Björnsdóttir söng Brechtsöngva við undirleik Ragnars Bjömssonar og KK (Kristján Kristjánsson) og Þorleifur Guðjónsson léku saman á gítar og bassa. Sigvaldi Asgeirsson skógfræðingur flutti ávarp sem er birt að mestum hluta annars staðar hér til hliðar. Heiðursgestur fúndarins var sá ódeigi baráttumaður Þorgrímur Starri Björgvinsson bóndi í Garði í Mývatnssveit. Hann hóf mál sitt á að minnast þeirra manna sem börðust gegn hersetunni fyrr á árum. Sú barátta hefði ekki skilað eins miklu og menn höföu vænst en þeir eldri hefðu þó alltaf haldið neistanum lifandi og skiluðu honum nú i hendur hinna yngri. Þeirra hlutverk væri svo að blása í glæðumar og efla baráttuna á ný. Starri drap einnig á vonir sinnar kynslóðar við stofnun lýðveldisins 1944, þá var vor í hugum manna. En við vorum glópar, sagði Starri, og ráðamenn þjóðarinnar áttu auðvelt með að blekkja okkur og flækja þjóðina í hemaðarbandalagið Nató sem þýddi endumýjaða hersetu með öllum hennar ágöllum. Hann sagðist telja að þeir herrar sem leiddu hersetuna yfir þjóðina ættu nú misgott með svefn og tóku fundarmenn undir þá ósk hans að þeir pótintátar svæfú oft illa. Þessi velheppnaði fundur endaði á fjöldasöng sem lauk með laginu “ísland úr Nató.” 19

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.