Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 15

Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 15
Dagfarí Mengun Umræður á Alþingi um mengunina Nokkrar umræður hafa oröið á Alþingi að undaniornu um mengun vegna bandaríska hersins. Sigríður Jóhannesdóttir varaþingmaður Alþýöubandalagsins í Reykjaneskjördæmi lagði fram þingsályktunartillögu um rannsókn á jarðvegi og grunnvatni við svonefnd varnarsvæði á Suðurnesjum og einnig spurði Auður Sveinsdóttir varaþingmaöur Alþýðubandalagsins í Reykjavík utanríkisráðherra hvort íslenska ríkið hafi afsalað sér skaðabótarétti vegna grunn- vatnsmengunar í Keflavík og nágrenni með vatnsveitusamningi við bandaríska herinn. I svari utanríkisráðherra Jóns Baldvins Hannibalssonar þann 9.apríl s.l. kom fram að Utanríkisráðuneytið og yfirstjóm Atlantshafsflota Bandaríkjanna hafi undirritað samkomulag 17.júlí 1989 vegna grunnvatnsmengunarinnar í Keflavík, Njarðvík og á flugvallarsvæðinu. Réttaráhrif þessa samnings séu þau að íslenska rikið eigi ekki endurkröfurétt á hendur Bandaríkjunum, bætumar hafi þegar verið lagðar fram í formi nýs vatnsbóls og nýrrar vatnsveitu. Samið var um að reist skyldi sérstök ný vatnsveita fyrir Suðumes og að kostnaður við byggingu hennar og dreifikerfis upp á 9 milljónir dollara eða 540 milljónir íslenskra króna skyldi greiddur af bandariska hemum. I máli utanríkisráðherra kom fram að niðurstöður rannsóknanna hafi ekki verið óyggjandi m.a að mati ríkislögmanns á þann veg að einn aðili væri valdur að skaðanum. Fremur en að láta á það reyna fyrir dómstólum var samið um málið og kvaðst hann telja samninginn til mikillar fyrirmyndar einmitt að því er varðar lausn á slíkum mengunarvandamálum. Hann sagði fulltrúa sveitafélaganna á Suðumesjum hafa átt aðild að þessu máli frá upphafi, bæði að því er varðaði rannsóknimar og samningsniðujstöðuna og að þeir hafi lýst yfir mikilli ánægju með þessa farsælu lausn. Fyrirspyijandi Sigríður Jóhannesdóttir sagði að sér liði nú ekkert betur eftir að vera búin að hlusta á svör ráðherrans. Það væri sem sagt svo að einhverjir örfáir hafi setið einlivers staðar í leynibyrgi og gert samning um að Suðumesjamenn ættu að drekka alveg þangað til s.l. haust stórlega mengað vatn og búa til æviloka við mengunina sem fram kæmi á kortum frá bandaríska hemum sjálfúm. Samkvæmt þeim væri ástandið svartast undir 3-4 milljarða króna Jón Baldvin ” Eigum engan endurkröfurétt á hendur Bandaríkjunum." fjárfestingu okkar inn í ffamtíðina (þ.e. fiugstöð Leifs Eiríkssonar). Hún taldi það mjög alvarlegt mál ef til framtíðar hafi verið samið um það að ekkert skyldi gert í þessum málum nema byggja nýja vatnsveitu þótt það hafi auðvitað fyrir löngu verið orðið brýnt. Karl Steinar Guðnason notaði tækifærið Karl Steinar: Notaði tækifærið sem Suðurnesjamaður til að flytja sérstakt þakklæti... sem Suðumesjamaður að flytja sérstakt þakklæti sitt til utanríkisráðherra og utanrikisráðuneytisins fyrir það hvemig að málum var staðið varðandi vatnsból Suðumesjamanna. Þar hafi verið mjög myndarlega að verki staðið og bmgðist skjótt við. Suðumesjamenn og þá einkum sveitastjómarmenn hafi fagnað því hvemig að málum var staðið. Hann sagði að þær úrbætur sem áttu sér stað hafi verið á þann veg að vatnsbólum Suðumesjamanna sé ekki lengur hætt vegna þess að vatnið er tekið allt annars staðar en lýtur að þessum hugsanlegu mengunarsvæðum. Það er ljóst af þessum svörum Jóns Baldvins og Karls Steinars að þeir gera sér enga grein fyrir hve alvarleg mengunin er. Utanríkisráðherra viðurkennir að fyrir 540 milljón króna vatnsveitu frá hemum hafi stjómvöld ákveðið að sætta sig við orðinn hlut og lýsa meira að segja yfir ánægju sinni. Um allan heim er þess nú krafist að bandaríski herinn þrífi upp skítinn eftir sig og er veitt í það verk milljörðum bandaríkajadala. 1 öðrum löndum em þvi miklar skaðabótakröfur í gangi gegn hemum. Alls staðar nema á Islandi. Þar gera yfirvöld samning um að sætta sig við, fyrir hönd íslensku þjóðarinnar og komandi kynslóða Suðumesjamanna ,að jarðvegur verði mengaður til langframa. Hér er um að ræða þrávirk líffæn klórkolefni, sömu efnin og íslendingar em að gera kröfur um að umhverfisráðstefnan í Rió banni að losuð séu í hafið. Hins vegar lætur ríkisstjómin það óátalið þótt efnin renni í stríðum straumum út í sjó frá bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði. TCE er rokgjamt efni og getur því einnig borist upp í jarðvegi og valdið fólki sem býr á menguðu svæðunum heilsutjóni jafnvel þótt því sé í bili séð fyrir ómenguðu vatni.Það er því óskiljanlegt öllu venjulegu fólki hvað veldur fögnuði sveitastjómarmanna á Suðumesjum vegna þessa máls. Hættan á að þessi mengunarefni rústi allri fiskvinnslu á Suðumesjum er alltaf fyrir hendi meðan jarðvegurimi heffir ekki verið hreinsaður. Það er auðvitað ljóst öllimi hugsandi mönnum að það er engin ffamtíðarlausn að færa vatnsbólin. Það er ótrúleg skammsýni að á sama tíma og menn em sendir bónarferðir til Bandaríkjanna til að fá herinn til að leyfa Islenskum Aðalverktökum að byggja flugskýli skuli menn ekki sjá að starísorku Suðumesjamanna væri mun betur varið við að hreinsa upp þennan sora. 15

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.