Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 22

Dagfari - 01.05.1992, Blaðsíða 22
Ljóð Dagfari Eyvindur Eiríksson: Völustef úr vetri 24 tilbrigði 1. AR Fom spjöll fíra! Ég minni þig á fom spjöll fira, frændi. 2. ^-FÉ Níu man ég heima, sagði hún, níu í viði. Vom það níu skógar og níu heimar? Eða var enginn skógur og aðeins einn heimur? 3. fj-ÚR Gap var ginnunga en gras hvergi. Nei, gras hvergi og gapið tekur við. Sandur og svalar unnir ríkja ein. 4. É-LAUKUR Langt er nú síðan sól skein sunnan á salar steina, frændi, enda var gmnd þá gróin grænum lauki. 5. |>-ÁS Þá gengu regin öll á rökstóla. Þar settust síðan önnur guð og steyptu öllum rökum. 6. t-TÝR Tefldu í túni, teitir vom, uns þeir komu. Þursar, þijóskir þursar. 7. Q-MAÐUR Öflgir og ástgir íundu á landi lítt megandi Ask og Emblu örlöglaus og líf gáfu, uns þursinn henti þeim á haug án lífs og litar. 8. Él-JÓR Ask veit ég standa, háan baðm ausinn hvíta auri, er klúkir nú kaltré, sým seyrður. 9. X-GJÖF Gullveigu geimm studdu, þrisvar brenndu þó hún lifði. En kæfði sig á gullinu, ftændi, kæfði sig. 10. <P- INGVI Þá gengu regin öll á rökstóla og um það gættust hverjir hefðu loft allt lævi blandið. En þeim var meinaður aðgangur að móðurtölvunni. 11. I> -ÞURS Á gengust eiðar, orð og særi. Já, eiðar og særi orð ein á blaði. 12. j^-BJARKAN Gól í gálgviði fagurrauður hani. Og blái haninn kvað í kolskógi. 13. W-HAGL Á fellur austan um eiturdali söxum og sverðum. Og vestan ógnflaugum með og eldskeytum. 14. Y-kaun Bræður munu berjast og að bönum verðast. Og þeir börðust. 15. j> -ÖNN Hart er í heimi, hórdómur mikill. Og hver dómur öðmm verri. 16. I -ÍS Vindöld, vargöld, áður veröld steypist. Og hún steypist, frændi. 17. /fs-ELGUR Huginn og Muninn fljúga hvem dag Jörmungmnd yfír. Óttast ég um Hugin, og enn meir um Munin. 18. Y -ÝR Skelfur Yggdrasill askur standandi ymur hið aldna tré. Og fellur stynjandi í storminum. 19. ft-REIÐ Troða halir helveg en himinn klofnar. Klofnar í rót. Hver getur þá öruggur heljar beðið? 20. Y-SÓL Sól tér sortna, sígur fold í mar, frændi. Og öll sólskin verða svört í svörtum snjó. 21. Y-NAUÐ Hverfa af himni heiðar stjömur - og norðurljós. 22. IX- FIRÐ Leikur hár hiti við himin sjálfan. Brennir jörð, brennir líf, brennur mér í beinum. 23. (X|-DAGUR Sal sá hún standa sólu fegri, frændi. I-Ivort skulu salir auðir um aldurdaga? 24. ÓÐAL Upp sér hún koma iðjagræna sólu birta jörð úr ægi. Byggja þar dyggvar dróttir, frændi. Vitið þér enn? 22

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.