Aðventfréttir - 01.05.1988, Blaðsíða 7
Samtals hafa því 13 bæst við í söfnuðinn frá því
á síðasta aðalfundi. Á sama tíma dóu 17 safn-
aðarsystkini og viljum við votta minningu þeirra
virðing okkar. Einnig hafa systkini flutst til og
frá landinu. Tala safnaðarfólks nú, samkvæmt
bókum safnaðarins mun vera 543.
Það er sárt að sjá að tala þeirra sem hafa dáið á
tímabilinu sé hærri en tala skírðra. Tölur segja
þó ekki alla söguna. Þegar við lítum yfir hópinn
sjáum við að unga fólkið á meðal okkar er fleira
og virkara en oft áður og lofar það góðu um
framtíðina.
BREYTINGAR í STARFSMANNAHÓPNUM
Allmiklar breytingar urðu á starfsmannahópnum á
sl. þrem árum. Einar V. Arason lét af störfum
sem skólastjóri Hlíðardalsskóla, og Karen Arason
kona hans sem kennari, vorið 1985 og við skóla-
stjórastarfi tók Jón Hj. Jónsson. Guðni Kristjáns-
son lét af gjaldkerastörfum snemma árs 1986 og
tókst ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að fá
annan gjaldkera í það rúma ár sem leið þar til
Jóhann E. Jóhannsson snéri aftur úr námsleyfi.
Þá snéru aftur heim til Danmerkur Henrik og
Susanne Jörgensen. Henrik hafði verið prestur
Árnes-safnaðar og skátahöfðingi og auk þess
síðasta veturinn í hálfu starfi sem vistarstjóri
pilta að Hlíðardalsskóla. Susanne var vistarstjóri
stúlkna og kenndi einnig. Henrik og Susanne fóru
utan sumarið 1986. Um haustið sama ár fara
einnig Eygló Guðsteinsdóttir og fjölskylda vestur
um haf til Bandaríkjanna en hún hafði þá starfað
á skrifstofu Samtakanna í 12 ár. Þannig varð árið
1986 nokkuð erfitt, sérstaklega þar sem ekki var
hægt að fylla í þau skörð sem Guðni og Henrik
höfðu staðið í. Með Guðs hjálp og góðra manna
tókst að sinna flestum störfum skrifstofunnar.
Óhjákvæmilega safnaðist mjög mikið fyrir í
bókhaldi sem Jóhann glímdi við þegar hann kom
heim. Hefur hann unnið afar langa vinnudaga svo
til óslitið í heilt ár. Kann ég honum, Jónu
Theódórsdóttur og Sigriði Kristjánsdóttur bestu
þakkir fyrir allt sem þau lögðu á sig vegna
óvenjulegra kringumstæðna.
Þá bað stjórn Samtakanna Eric Guðmundsson um
að vera formanninum hægri hönd á meðan enginn
gjaldkeri var. Leysti hann það verk af hendi
ljúfmannlega og af ósérhlífni. Bestu þakkir kann
ég honum fyrir það.
PRESTSVÍGSLA
Eitt af því ánægjulegasta á s.l. þriggja ára
tímabili var vígsla Erics Guðmundssonar og
Þrastar B. Steinþórssonar til prestsskapar. Það er
mikils virði fyrir söfnuði Sjöunda dags aðventista
á íslandi að eiga slíka starfsmenn, unga, vel
menntaða og Guði helgaða menn. Þá er ekki síður
mikils virði að við hlið sér hafa þeir fórnfúsar og
helgaðar eiginkonur.
FOSSVOGSBYGGINGIN
Skóla- og námstefnubyggingin í Suðurhlíðum er
eitt stærsta verkefni sem söfnuðurinn hefur ráðist
í síðan hann byggði Hlíðardalsskóla. Um þetta
verkefni er fjallað sérstaklega í skólamála-
skýrslunni. Þó vil ég taka fram hér tvennt sem
ég tel rétt að komi fram í skýrslu formanns. Hið
fyrsta er að Stór-Evrópudeildin okkar, ákvað 1986
að ísland fengi 13. hvíldardagsskólafórnina 1991.
Nokkrum mánuðum síðar bættu þeir um betur og
flýttu dagsetningunni um 2 ár, þ.e. til 3. árs-
fjórðungs 1989 og sögðu að við fengjum helming
fórnarinnar. Oft skiptist hún í fleiri en tvö
verkefni. Svo þetta voru stór og góð tíðindi.
í öðru lagi hafði núverandi skólastjóri Barna-
skólans gefið til kynna að hún teldi rétt að sér
yngri maður tæki við skólastjórninni þegar flutt
yrði í nýja húsnæðið. í framhaldi af því var Jón
Karlsson, kennari kallaður til að veita nýja skól-
anum forstöðu, og hefur hann tekið því kalli.
Hann hefur undanfarinn vetur starfað sem fulltrúi
byggingarnefndar með arkitektinum svo og annast
öll samskipti við borgaryfirvöld. Tel ég að starf
okkar í skólamálum hafi styrkst mjög með til-
komu Jóns Karlssonar i starfsmannahópinn: Megi
Guð blessa hann, samstarfsmenn hans og nem-
endahópinn.
NÁMSKEIÐ í STAÐ OPINBERRA SAMKOMA
Á undanförnum árum hefur átt sér hægfara en
markviss þróun frá opinberum samkomum yfir i
námskeið ýmis konar. Þau sem við þekkjum hér á
landi eru: "Fimmdaga áætlun gegn reykingum",
"matreiðslunámskeið", "að sigra sorgina",
"streitunámskeið", "Daníelsbókarnámskeið" og
"komandi atburðir". Á þessu ári er svo væntanlegt
viðamesta námskeiðið, "Námskeið í
Opinberunarbókinni". Það verður prentað í fjórum
litum. Víða um hinn vestræna heim, einnig á
Norðurlöndum, er þetta námskeið eitt hið öfl-
ugusta boðunartæki sem söfnuðurinn á. Væntum
við mikils af því þegar það kemur.
SAMSTARFSNEFND KRISTILEGRA TRÚ-
FÉLAGA
Sjöunda dags aðventistar hafa nú átt aðild að
Samstarfsnefnd kristilegra trúfélaga í 9 ár, eða
frá upphafi nefndarinnar. Helsta verkefni
Aðventfréttir 5. 1988