Aðventfréttir - 01.05.1988, Side 9
LOKAORÐ
Allt safnaðarstarf beinir sjónum sínum að
endurkomu Krists. Kristur bíður eftir því að
uppskeran verði fullþroskuð.
"Eins og plantan skýtur rótum í moldinni þannig
eigum við að skjóta djúpum rótum í Kristi. Eins
og plantan tekur við sólskininu, dögginni og
regninu, þannig eigum við að opna hjörtu okkar
fyrir Heilögum anda. Þetta verk á að vinnast
"ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda minn
segir Drottinn allsherjar" (Sak 4.6) Hveitið
þroskast, "fyrst stráið, þá axið og síðan fullvaxið
hveiti í axinu"
Hinn guðlegi kornræktarmaður lítur til
uppskerunnar sem umbun vinnu sinnar og fórnar.
Kristur leitar eftir því að hann verði myndaður í
hjörtum manna, og hann gerir þetta fyrir tilstilli
þeirra sem trúa á hann. Markmið hins kristna lífs
er að bera ávöxt - eftirmynd lyndiseinkunnar
Krists í hinum trúaða, svo að hún megi myndast
í öðrum ... Hinn kristni er í heiminum sem
fulltrúi Krists til þess að aðrir megi öðlast
hjálpræðið. Það verður enginn vöxtur né ávöxtur í
því lífi sem snýst um sjálft sig. Ef þú hefur
tekið við Kristi sem persónulegum frelsara þá áttu
að gleyma sjálfum þér og reyna að hjálpa öðrum.
Talaðu um kærleika Krists, segðu frá gæsku hans.
Uppfylltu sérhverja skyldu þína. Ber hjartans
umhyggju fyrir öðrum sálum og reyndu á allan
hátt að bjarga hinum glötuðu. Þegar þú meðtekur
Anda Krists - Anda óeigingjarns kærleika og
starfs fyrir aðra - muntu vaxa og bera ávöxt.
Fegurð Andans mun þroskast í lyndiseinkunn
þinni. Trú þín mun vaxa, æ betur og betur muntu
endurspegla mynd Krists í öllu sem er hreint,
göfugt og elskuvert. "Ávöxtur Andans er:
Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild
trúmennska, hógværð og bindindi" (Gal 5.22-23).
Þessi ávöxtur mun aldrei undir lok líða, heldur
mun hann framleiða, eftir sinni tegund, uppskeru
til eilífs lífs. "En þá er ávöxturinn er fullþroska,
lætur hann þegar bera út sigðina, þvi að
uppskeran er komin" Kristur bíður með óþreyju
eftir að sjá mynd sína birtast í söfnuði sínum.
Þegar lyndiseinkunn Krists hefur myndast
fullkomlega í fólki hans, mun hann koma og gera
kröfu til sinnar eigin eignar.
Það eru forréttindi sérhvers kristins einstaklings
ekki aðeins að vænta heldur einnig að flýta fyrir
komu Drottins vors Jesú Krists (2Pt 3.12). Ef
allir sem játa nafn hans bæru ávöxt honum til
dýrðar, hversu skjótt myndu allur heimurinn verða
sáður sæði fagnaðarerindisins. Skjótt myndi hin
síðasta stóra uppskera verða fullþroska og Kristur
myndi koma og safna saman hinu dýrmæta hveiti
COL. 67-69.
Erling B. Snorrason <
SKÝRSLA GJALDKERA
INNGANGUR
"En Guð er þess megnugur að láta alla náð
hlotnast yður ríkulega, til þess að þér í öllu og
ávallt hafið allt, sem þér þarfnist, og hafið
gnægð til sérhvers góðs verks, eins og ritað er:
Hann miðlaði mildilega, gaf hinum snauðu,
réttlæti hans varir að eilífu. En sá sem gefur
sáðmanninum sæði og brauð til fæðu, hann mun
og gefa yður sáð og margfalda það og auka
ávexti réttlætis yðar, svo að þér verðið í öllu
auðugir til hvers konar örlætis, sem fyrir oss
kemur til leiðar þakklæti við Guð." 2. Kor
8.7,11,12; 9.8-11.
Nærri því allir hinna trúuðu í Makedóníu voru
fátækir af gæðum þessa heims, en hjörtu þeirra
voru yfirfull af kærleika til Guðs og sannleika
hans, og þeir gáfu með gleði til að styðja
fagnaðarerindið. Þegar almennar gjafir voru
teknar upp í söfnuðum sem stofnaðir höfðu verið
meðal heiðingjanna, til aðstoðar við gyðinglega
trúbræður þeirra, var gjafmildi þeirra sem trú
höfðu tekið í Makedóníu svo mikil, að athygli
var vakin á þvi sem fordæmi fyrir aðra söfnuði.
"En svo viljum vér, bræður, skýra yður frá
þeirri náð Guðs, sem veitt hefir verið í
söfnuðinum í Makedóníu, hversu ríkdómur gleði
þeirra og hin djúpa fátækt þeirra hefir í ljós
leitt ríkdóm örlætis hjá þeim, þrátt fyrir mikla
þrenging, sem þeir hafa orðið að reyna. Ég get
vottað það, hversu þeir hafa gjört það eftir
megni - já fram yfir megn, af eigin hvötum, þar
sem þeir lögðu fast að oss og báðu um þá náð, að
mega vera í félagi við oss um samskotin til
hinna heilögu. 2 Kor 8.1-4.
Vilji Makedóníumanna til að fórna var ávöxtur
heilshugar helgunar þeirra. Undir leiðsögn
Heilags anda gáfu þeir sjálfa sig Drottni (2
Kor 8.5); eftir það voru þeir fúsir til að gefa
örlátlega af efnum sínum til að styðja
fagnaðarerindið. Það var ekki nauðsynlegt að
hvetja þá til að gefa, heldur fögnuðu þeir yfir
þeim forréttindum að mega neita sjálfum sér
jafnvel um nauðsynlega hluti til að geta uppfyllt
þarfir annarra. Þeir treystu loforðum Guðs um að
Aðventfréttir 5. 1988