Aðventfréttir - 01.05.1988, Síða 16

Aðventfréttir - 01.05.1988, Síða 16
 BÓKAFORLAG AÐVENTISTA - FRÆKORNIÐ Rekstur Bókaforlagsins hefur gengið fremur vel á tímabilinu þótt árin hafi rekstrarlega séð verið misjöfn. Árið 1985 var halli kr. 225,251, hagnaður árið 1986 kr. 347,104 en halli ársins 1987 var kr. 846,059. Ástæðan fyrir hallarekstri á árinu 1987 var sú að tekin var ákvörðun í samráði við endurskoðanda Stór-Evrópudeildar- um að afskrifa stóran hluta bókalagers forlagsins, bækur sem seljast mjög hægt eða alls ekki. Þetta innifelur m.a. biblíulexíuflokkinn fyrir unglinga. Útgáfa á þessum lexíuflokki, þó mjög tímabær væri, reyndist mjög kostnaðarsöm. Lítið hefur selst af þessum lexíum og er ljóst að bókaforlagið mun aldrei ná inn þeim útlagða kostnaði sem þetta fól í sér. En nú hefur þetta verið gert og framundan eru bjartir tímar fyrir Bókaforlagið. Verslunin Frækornið er á stöðugri uppleið. Rekstur verslunarinnar hefur gengið vel og er hagnaður af rekstrinum. Salan hefur aukist ár frá ári og á árinu 1987 var sala verslunarinnar hærri í krónutölu en forlagsins (sjá skýringar- mynd 7). Forlagið stendur fyrir útgáfu á Biblíulexíunum sem nú eru gefnar út í nýju og breyttu formi. Nokkur misbrestur hefur verið á að safnaðar- meðlimir greiði gíróseðla sína fyrir lexíurnar. Stór-Evrópudeildin og Samtökin niðurgreiða verð lexíanna, en ég vil hvetja alla til að gera skil reglulega og þannig styðja við bakið á þessari mikilvægu útgáfu. Bókaforlagið og Frækornið standa nú fjárhags- lega á eigin fótum án aðstoðar frá Samtökunum og greiðir auk þess húsaleigu til Samtakanna fyrir afnot af húsnæðinu. ÞAKKIR TIL STÓR-EVRÓPUDEILDARINNAR Ég vil nota tækifærið og þakka embættismönnum Stór-Evrópudeildarinnar fyrir vináttu og hlýhug í garð starfsins á íslandi og hvernig þeir hafa stutt við bakið á starfinu hér með aðstoð og fjárveitingum. Sérstakar þakkir til gjaldkera deildarinnar John Muderspachs og endur- skoðanda deildarinnar Graham Barhams sem veittu ómetanlega aðstoð við að koma málum í samt lag. EFNAHAGS- OG REKSTRARYFIRLIT Meðfylgjandi þessari skýrslu eru töluleg yfirlit yfir rekstur Samtakanna, Hlíðardalsskóla og Bókaforlagsins á síðastliðnum 3 árum sem í aðalatriðum skýra sig sjálf. NIÐURLAG Eins og fram kom í máli mínu í upphafi var SKIPTING REKSTRARTEKNA BÓKAFORLAGS Skýringarmynd 7 Aðventfréttir 5. 1988

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.