Aðventfréttir - 01.05.1988, Side 19

Aðventfréttir - 01.05.1988, Side 19
virðist réttmætt að benda á eftirfarandi til glöggvunar, og því set ég hugtakið á blað. Með tveggja bekkja forminu, sem við höfum starfað eftir eru nemendur hér í besta lagi aðeins tvo vetur, fjölmargir aðeins einn, þ.e. þeir sem koma beint í 9, bekkinn. Áður voru nemendur hér allt upp í fjögur skólaár, enda var árangurinn hlutfallslegur, lærdómslega, mannþroskalega og andlega. Marktækur maður frá deildinni okkar sagði eftirfarandi, er hann ræddi þennan þáttinn í skólastarfinu: "Skólarnir eiga að sá fræinu, prestarnir eiga að skera upp". "Sýndu mér prédikara, sem eiga daglegan aðgang, frá morgni til kvelds, að 30, 40, 60 fyrirlestrargestum samfleytt í átta, níu mánuði. Hvílíkt tækifæri til að vitna með allri þeirri guðsdýrkun sem hér fer fram daglega. Þessi sáning ber ávöxt sinn á sínum tíma". Skólabúið - Breiðabólsstaður Undanfarið hefur bú skólans verið rekið sem sauðfjár- og hænsnabú. Á tímabilinu, sem nú endar var allt sauðfé fellt. Þrengingar í landbúnaðarmálum þjóðarinnar voru hér orsök í tafli. Eftir stendur hænsnabúskapurinn og gengur vel þrátt fyrir harða samkeppni. Hér skal þakka fyrirmyndarbúskap um langt árabil - búskap, sem hefur verið okkur til mikils sóma hér í héraði. Gróðurhús Þar eð gróðurhús ásamt útiylrækt er á leigu verður ekki greint frá þeim þætti í þessarri skýrslu. Niðurlagsorð Um leið og ég fyrir hönd skólans, þakka öllum, sem hafa starfað við hann og stutt á hvern hátt sem var þessi s.l. þrjú ár lýk ég þessari greinargerð með fáeinum setningum úr þankabrotum er sóttu á mig við s.l. áramót, og ég nefndi: Hvað gat HANN gert og gefið meira? Þegar hreyft var við hugsuninni að reisa þennan skóla, kristinn skóla, vaknaði velvild um allt land. Bújörðin gafst okkur, þessi einstaka staðsetning miðað við umhverfið. Þegar verkið hófst voru fyrir hendi í söfnuðinum fagmenn, byggingarmeistari, múrarameistari, rörlagningar- meistari og húsateiknimeistari, því næst sem úr okkar eigin röðum, rafvirkji, að vísu utan okkar hrings, en harla velviljaður. Þegar kennslan hófst, komu fræðarar og skólinn rann mikið blómaskeið. Þegar dýrtíð ógnaði, gaf Guð okkur heita vatnið, sem réð úrslitum um framhaldið. Árin liðu og hingað komu og héðan fóru lærdómsmenn - lær- dómsmenn til aukins og síaukins lærdóms. Nú sit ég hér við áramót og horfi til allra átta, skynjandi eins konar nágust um skólann okkar og heyri menn jafnvel hafa hann í léttvægum flimt- ingum. Og ég spyr mig sjálfan: Hvað gat Guð gert og gefið meira? Hvað sé ég? Ég sé fyrir mér mannafla á öllum sviðum, mannafla, sem Guð hefur gefið þessum söfnuði. Það er eiginlega sama hvert er skyggnst. Þar eru sérfræðingar á guðfræði-, sálar og uppeldisfræði-, vísinda-, Iæknis-, sjúkra-, hjúkrunar-, raffræði-, viðskipta- og fjármála-, stjórnfræði-, Iögfræði-,vélfræði- búfræði-,stærðfræði-,tónmennta-kennslufræði- bygg*ngarfræði-,tölvufræðisviðinu og þannig mætti allt að því endalaust telja - allt menn og konur, sem Guð gaf þessum Iitla söfnuði. Svo stend ég hér og horfi á skólann okkar næstum sem kalið strá í vindi vegna skorts á snillimennum, sem þó er svo yfirmáta mikið til af. Snillimennum, sem gætu gert þennan skóla að því sem ég held að hann eigi að vera og ég trúi að Guð hljóti að hafa ætlað og ætli enn, að hann væri og yrði besti skóli þessa lands, vegna þess að Guð er hér í öndvegi umfram það sem annars staðar gerist. Svo virði ég fyrir mér staðinn sjálfan. Sjáið allan þennan húsakost, heita vatnið, sundlaugina, fimleikasalinn, einn þann fegursta hér á landi, skólabúgarðinn, ylræktina inni sem úti, víðfemið, finnið hreina loftið, og ég spyr:Hvað gat HANN gert og gefið meira? Mér er sem ég sjái HANN líta niður yfir skólann sinn og mér finnst ég greina rödd hans hér í djúpi næturkyrrðarinnar, hvíslandi: HVAÐ GAT ÉG GERT OG GEFIÐ MEIRA? Góðir menn og bræður, konur og systur. Hvílir ekki á okkur minnkun og vanvirða sem safnaðareind og heild, að skólinn okkar skuli vera í þeirri aðstöðu sem hann er í dag? Aðventfréttir 5. 1988

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.